Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Nei-in gerðu mig sterkari“

Leik­kon­unni Ebbu Katrínu Finns­dótt­ur var tvisvar synj­að um inn­göngu í nám í Leik­list­ar­deild LHÍ. Hún sneri sér að verk­fræði og íhug­aði að láta leik­konu­draum­inn lönd og leið. Hún sótti um í þriðja sinn með sem­ingi, flaug í gegn í það skipti og hef­ur síð­an leik­ið fjölda áhuga­verðra hlut­verka. Hún er í þrem­ur stór­um hlut­verk­um hjá Þjóð­leik­hús­inu á leik­ár­inu sem nú stend­ur yf­ir.

Orkan sem stafar frá sviði Kúlunnar í Þjóðleikhúsinu, meðan á leiksýningunni Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag stendur yfir, er áþreifanleg. Hver einasti áhorfandi sogast inn í atburðarásina því fyrir framan hvern og einn þeirra er fjarstýring sem gerir þeim kleift að stjórna framvindunni ásamt öðrum áhorfendum. Meirihlutinn ræður því hvaða sena kemur næst, hvort þeir ferðist inn í framtíðina eða fortíðina, út í geim, inn í Villta vestrið eða aftur á forsögulega tíma. Svo oft fá áhorfendur að velja að það læddist að undirritaðri sá grunur að þetta gæti nú eiginlega ekki verið satt, þetta væri líklega allt of krefjandi fyrir leikarana að leggja allar þessar ólíku leiðir á minnið. Eru fjarstýringarnar ekki bara í þykjustunni? Aldeilis ekki, segir Ebba Katrín Finnsdóttir, sem fer með eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar. Hún tekur hins vegar undir að hlutverkið sé mjög krefjandi. „Handritið er um 160 blaðsíður af texta, sem ætti að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu