Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þegar almenningur réðist inn í forsetahöllina

Úkraínu­menn minn­ast þess að sex ár eru lið­in frá óeirð­un­um á Mai­dan. 100 manns lét­ust og enn hef­ur eng­inn ver­ið sótt­ur til saka.

Þegar almenningur réðist inn í forsetahöllina
Euromaidan Búsáhaldabylting Úkraínumanna átti sér stað fyrir sex árum. Hún hófst friðsamlega, en átti eftir að kosta marga lífið. Mynd: b'Maksymenko Oleksandr'

Auðmenn með gullklósett. Spilltir pólitíkusar. Elton John. Arabískir furstar birtast á síðustu stundu. Almenningur gerir friðsama uppreisn. Nei, við erum hér ekki að tala um Ísland rétt fyrir hrun heldur Úkraínu fyrir um sex árum. Atburðarásin minnir á heimahagana, nema á talsvert stærri skala.

Í búsáhaldabyltingunni var gerð tilraun til að endurheimta slotið á Fríkirkjuvegi 11 sem áður hafði hýst Íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar en var nú aftur komið í hendur auðmanna sem þó áttu að heita blankir. Sú tilraun stóð ekki nema í eina kvöldstund, en fyrir utan Kænugarð í Úkraínu var það sama gert og stendur sú aðgerð fram á daginn í dag.

Þegar maður skoðar Vetrarhöllina í Pétursborg skilur maður hvers vegna bylting þótti nauðsynleg og það sama á við um Mezhyhirya-húsið þar sem Yanukovich, fyrrum Úkraínuforseti, bjó. Sá munur er þó á að á meðan rússneska byltingin átti sér stað fyrir rúmum 100 árum eru ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár