Þessi grein er rúmlega 12 mánaða gömul.

Hverjir eru Hvítrússar?

Marg­ir spá því að þjóð­in muni bráð­lega sam­ein­ast Rússlandi. En hafa Hví­trúss­ar til­kall til þess að telj­ast sér­stök þjóð?

Marg­ir spá því að þjóð­in muni bráð­lega sam­ein­ast Rússlandi. En hafa Hví­trúss­ar til­kall til þess að telj­ast sér­stök þjóð?

„Hvíta-Rússland stendur ekki beint undir nafni,“ segi ég við Pavel, barþjón á Drink and Roll í Minsk.

„Hvað áttu við?“ spyr hann.

„Enginn snjór.“

„Það hefur aldrei áður verið svona hlýtt yfir vetur. En Belarus þýðir ekki Hvíta-Rússland. Það er nafn sem Þjóðverjar gáfu landinu í seinni heimsstyrjöld.“

Þetta hljómar heldur ósennilega. Bráðlega kemur í ljós að Wikipedia gefur þrjár skýringar á nafngiftinni sem allar eru mun eldri. Kannski voru Hvítrússar þeir sem höfðu tekið trú á hvítakristi, ólíkt nágrönnum sínum sem héldu lengur í heiðna siði en nokkrir aðrir í Evrópu. Kannski er það vegna fatanna sem fólk klæddist og hvítrússneskir þjóðbúningar eru vissulega hvítir. Eða kannski er það vegna þess að þetta er sá hluti Rússlands sem aldrei féll undir ok Mongóla en var á hinn bóginn lengi stjórnað af Pólverjum.

Hvernig sem á því stendur er Hvítrússum afar umhugað um að vera ekki frá Hvíta-Rússlandi. Í handbókinni Eto Belarus, detka! er tekið fram hvernig skrifa eigi nafn landsins á hinum ýmsu tungumálum, þar á meðal íslensku. „Hvíta-Rúss“ er niðurstaðan, en þetta fellur hins vegar illa að íslenskri málhefð. Hvað um það, við gerum okkar besta.

Komnir af Svíum

Ástæða þess að mönnum er svona umhugað um að vera Rúss og ekki Rússar er vegna þess að Rúss er ekki vísun í Rússland samtímans heldur hið forna veldi Kænugarðs sem nefndist Rús og stofnað var af Væringjum á 9. öld. Rússland, Úkraína og Hvít-Rúss rekja öll uppruna sinn til hins forna Rús sem nefnist Rúþenía á latínu, en það eru enn til Rúþeníumenn uppi við vesturlandamæri Úkraínu þótt Úkraínumenn sjálfir vilji ekki sjá mikinn mun á þeim og sér.

Þó er ekki alltaf ljóst hvar Rússland endar og Hvít-Rúss byrjar. Pavel vann einu sinni við að flytja inn bíla til Rússlands þegar hvítrússneska rúblan hrundi en ekki sú rússneska og því var hægt að fá helmingi hærra verð fyrir þá þar. Það er engin landamæravarsla á milli og auðvelt fyrir heimamenn að fara yfir en ólöglegt fyrir útlendinga. En hvaða tungumál tala menn þá í Hvítarús?

„Hvíta-Rús er dautt tungumál“

„Hvíta-Rús er dautt tungumál,“ segir Pavel. „En fólk hefur mikið samviskubit yfir að kunna það ekki.“

Þetta reynist að mestu leyti rétt. 72 prósent Hvítrússa tala rússnesku heima hjá sér en aðeins um 12 prósent hvítrússnesku. Það var fyrst gert að einhvers konar opinberu tungumáli þegar Þjóðverjar lögðu landið undir sig árið 1915 og bönnuðu rússnesku. Hvít-Rúss lýsti yfir sjálfstæði þann 1. mars árið 1918 en Pólverjar og Sovétmenn skiptu því á milli sín ári síðar. Í Sovétlýðveldinu Hvíta-Rússland var hvítrússneska eitt fjögurra opinberra tungumála, ásamt rússnesku, pólsku og yiddísku. Eftir að landið fékk sjálfstæði var reynt að hefja tungumálið til vegs og virðingar, en með þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 1995 varð rússneska aftur gerð jafnrétthá og er enn tungumál stjórnsýslunnar.

Land kartöflunnar

KartöflupönnukakaHvítrússneskur þjóðarréttur.

Aðeins um helmingur Hvítrússa getur lesið málið sér til gagns, en margir tala blöndu af báðum opinberum málum sem nefnist trasynka og þykir ekki mjög fínt. Svo undarlega vill til að það eru helst menntamenn í borgum eða þá bændur í afskekktum sveitum sem hafa tök á málinu, enda má segja að þjóðernishyggjan hafi verið fundin upp af hinum fyrrnefndu að stæla hina síðarnefndu. Það er þótt eitt hvítrússneskt orð sem allir þekkja, en það er bulba. Bulba er þjóðarréttur landsins og er einfaldlega kartafla. Kartöflupönnukökur eru vinsælar, fylltar með kjöti eða þá með sveppum og beikoni ofan á. Að meðaltali borðar hver maður um 179 kíló af kartöflum á ári og er landið því stundum kallað „Bulbaland“.

Hvítrússneskur drengurMeð þjóðarréttinn, kartöflupönnukökur.

En ef Hvítrússar tala rússnesku, er þá ekki allt eins líklegt að þeir hverfi aftur inn í Rússland? Margir vilja einmitt meina að þetta sé áætlun Pútíns, að stofna nýtt sambandsríki sem muni þar með skapa nýtt embætti sem hann geti setið í þegar núverandi kjörtímabil rennur út árið 2024. Eitthvað slíkt hefur verið gert áður. Í eina tíð var Jeltsín forseti Rússlands og Gorbachev forseti Sovétríkjanna, en þegar Jeltsín lagði Sovétríkin niður varð hann æðsti leiðtogi síns ríkis. Nú á ef til vill að leika sama leik öfugt.

Ég nefni þetta við lögfræðinginn Vadim þar sem við sitjum yfir þriggja lítra bjórkút. Hann sármóðgast og er fyrr en varir farinn að halda mikla einræðu um hvernig Litháar stálu arfleifð Hvít-Rúss. Þetta þykir mér heldur undarleg söguskoðun en þó er það þekkt hér um slóðir að ein þjóð setjist ofan á aðra, eins og þegar þýskir riddarar útrýmdu hinum fornu Prússum og tóku síðan upp nafn þeirra.

Kartöfluræktun í Hvíta-RússlandiLandsmenn búa til þjóðarréttinn bulba úr kartöflum.

Er Litáen í raun Hvít-Rúss?

Daginn eftir held ég á sögusafn landsins. Í kjallaranum eru uppstoppuð dýr, enda er um 70 prósent landsins skógur. Á næstu hæð er yfirlit yfir sögu landsins. Hægt er að rekja uppruna Hvít-Rúss aftur til héraðsins Polotsk, sem fyrst er minnst á í annálum árið 862 og var tengt hinu forna Rúsveldi en undir stjórn heimamanna. Árið 980 komst Svíinn Rögnvaldur til valda en á sama tíma átti sér stað valdabarátta í Kænugarði á milli Valdimars og Jarópolsk. Valdimar vildi giftast Ragnheiði, unglingsdóttur Rögnvalds, en Rögnvaldur hafnaði boðinu. Brá Valdimar á það ráð að nauðga Ragnheiði fyrir framan foreldra hennar, myrða síðan alla fjölskyldu hennar og brenna niður borgina. Ragnheiður var svo tekin með til Kænugarðs sem eiginkona.

Hjónabandið entist í átta ár, allt þar til Valdimar giftist Önnu. dóttur Býsanskeisara, og tók kristni. Af þessum sökum varð hann að skilja við allar aðrar eiginkonur sínar og var Ragnheiður send í klaustur. Nokkru síðar var hún rekin aftur til Polotsk ásamt Izyaslav syni sínum sem síðar varð konungur þar um slóðir, en Valdimar varð dýrlingur orþódoxkirkjunnar fyrir að hafa snúið þegnum sínum til kristni.

Þegar stærstur hluti Rúsveldisins lenti undir hæl Mongóla sameinuðust þau héruð sem nú heita (kannski) Hvítarús veldi Litáa, með fúsum og frjálsum vilja að því er virðist. Samkvæmt safninu var tungumál þessa ríkis hvítrússneska og því var stórveldistími Litáen því í raun stórveldistími Hvítrús, því allir þurfa jú einn slíkan. Hér er þá komin útskýringin á kenningum Vadims sem kannski eru ekki svo langsóttar. Safninu lýkur hér, ekki er frá meiru að segja nema Francysk Skaryna, sem fann upp prentlistina eða kom í það minnsta með hana til Austur-Evrópu.

Katrín gleypir Hvíta-Rúss

En við vitum hvað gerðist næst. Á 18. öld skiptu Rússar, Prússar og Austurríkismenn sambandsríkinu Pólland-Litáen á milli sín. „Katrín mikla grét yfir örlögum Póllands, en því meira sem hún grét, því meira tók hún,“ á Voltaire að hafa sagt og það var nú sem héruð Hvíta-Rúss urðu hluti af Rússneska keisaradæminu. Samkvæmt úkraínska sagnfræðingnum Serhii Plokhy var þó sérstök ástæða fyrir því að Katrín lét tilleiðast.

Eiginmaður hennar, Pétur III. Rússlandskeisari, var barnabarn Péturs mikla en sjálf var hún þýsk prinsessa. Þegar hún lét koma karlinum fyrir kattarnef varð að réttlæta að hún tæki við án þess að eiga ættir til. Þetta var gert með því að útnefna hana sérstakan verndara trúarinnar. Orþódoxtrúarmenn í Póllandi-Litáen áttu undir högg að sækja undan kaþólskum yfirboðurum sínum og voru margir orðnir grísk-kaþólskir, það er að segja að þeir héldu við orþódox siði en viðurkenndu yfirvald páfa. Þetta var eitur í beinum Katrínar og þegar hún tók yfir það sem nú eru vesturhlutar Hvíta-Rúss og Úkraínu gerði hún sitt besta til að uppræta þá kirkju. Hvíta-Rúss hefur því ekki tilheyrt Rússlandi (og síðar Sovétríkjunum) nema í tvær aldir, næstum öld skemur en Eystrasaltslöndin. Á hinn bóginn var það ásamt Rússlandi og Úkraínu eitt af þrem kjarnalendum hins gamla Rús sem leiðtogar Rússlands allt frá Ívani mikla á 15. öld hafa reynt að endurreisa. En er líklegt að Pútín takist að sameina ríkin tvö?

ÞjóðgarðurHvíta-Rússland er að meirihluta skógi vaxið.

Áfram sjálfstæði?

Ofan við Leníngötu er safn um samtímasögu Hvíta-Rúss. Til að komast inn þarf maður að sýna passa og fara í gegnum öryggisleit og safnvörður fylgir manni við hvert fótmál. Aðallega eru hér minjagripir um velgengni hinnar sjálfstæðu þjóðar, svo sem í íshokkí eða við traktoraframleiðslu. Í hverjum skáp er mynd af forsetanum, hinum stórvaxna Lúkasjenkó sem verið hefur við völd síðan 1994. Rétt eins og kollegi sinn í austri vílar hann ekki fyrir sér að standa sjálfur á skautum með kylfu í hönd. Hann er tveim árum yngri en Pútín og erfitt er að sjá hvers vegna hann ætti að vilja vera undir Rússa settur, ekki frekar en Jeltsín undir Gorbachev. Lúkasjenkó ræður nú því sem hann vill ráða enda hefur Hvítarús stundum verið kallað síðasta einræðisríki Evrópu og hefur oftar en einu sinni fengið áminningu frá Vesturlöndum.

Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Pútín þykir Lúkasjenkó ekki lengur taka nógu hart á andófsmönnum og er sá síðarnefndi jafnvel farinn að halda opinberar ræður á hvítrússnesku frekar en rússnesku. Pútín hefur skrúfað fyrir hina ódýru olíu til landsins sem var einn helsti kostur bandalagsins við Rússa, en Bandaríkjamenn hafa boðist til að sjá heimamönnum fyrir olíu í staðinn. Þegar ofan á bætist að hinn almenni borgari vill alls ekki vera álitinn Rússi er erfitt að sjá hvernig löndin tvö geti sameinast í fyrirsjáanlegri framtíð. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar
Fréttir

Andrés Magnús­son: Skil vel að Ág­úst Ólaf­ur sé súr eft­ir upp­still­ingu Sam­fylk­ing­arn­ar

For­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafði áhrif á nið­ur­stöðu upp­still­ing­arn­ar, seg­ir Andrés Magnús­son.
Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu
Fréttir

Dóms­mála­ráð­herra bregst við bið eft­ir fang­elsis­vist­un með sam­fé­lags­þjón­ustu

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp sem mun heim­ila afplán­un allt að tveggja ára fang­els­is­dóma með sam­fé­lags­þjón­ustu. Til­gang­ur­inn er að draga úr bið eft­ir afplán­un og bregð­ast við aukn­um fjölda fyrn­inga dóma.
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Þrautir10 af öllu tagi

313. spurn­inga­þraut: Þrír ung­ir bræð­ur frá eyj­unni Mön ... þar koma nú eigi marg­ir til mála, ha?

Hér er hlekk­ur á þraut gær­dags­ins, ekki orð um það meir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar er mynd­in hér að of­an tek­in? Beð­ið er um ná­kvæmt svar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Ár­ið 1958 stofn­uðu þrír ung­ir bræð­ur frá eyj­unni Mön á Ír­lands­hafi hljóm­sveit. Um svip­að leyti fluttu þeir reynd­ar frá Bret­lands­eyj­um með fjöl­skyldu sinni, og þeir voru síð­an oft kennd­ir við þann...
Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós
Menning

Kvik­mynd Ól­afs Arn­alds lít­ur dags­ins ljós

Tón­list­ar­mynd­in When We Are Born af­hjúp­ar per­sónu­lega sögu síð­ustu plötu Ól­afs Arn­alds. Hún var tek­in upp síð­asta sum­ar, en verð­ur frum­sýnd á net­inu 7. mars.
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Mynd dagsins

Hjart­ans kveðja frá Reykja­nesi

Þessi ferða­lang­ur á Bleik­hóli, við suð­urenda Kleif­ar­vatns, ætl­aði að finna fyr­ir hon­um stóra sem kom svo ekki. Það voru fá­ir á ferli, enda hafa Al­manna­varn­ir beint því til fólks að vera ekki að þvæl­ast að óþörfu um mið­bik Reykja­nesskag­ans. Krýsu­vík­ur­kerf­ið er und­ir sér­stöku eft­ir­liti vís­inda­manna, því það teyg­ir anga sína inn á höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Síð­deg­is í gær mæld­ust litl­ir skjálft­ar óþægi­lega ná­lægt Krýsu­vík­ur­svæð­inu, sem er áhyggju­efni vís­inda­manna.
Auðlindir í stjórnarskrá
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Auð­lind­ir í stjórn­ar­skrá

Hér fer á eft­ir í einni bendu fimm greina flokk­ur okk­ar Lýðs Árna­son­ar lækn­is og kvik­mynda­gerð­ar­manns og Ól­afs Ólafs­son­ar fv. land­lækn­is um auð­linda­mál­ið og stjórn­ar­skrána. Grein­arn­ar birt­ust fyrst í Frétta­blað­inu 24. sept­em­ber, 20. októ­ber, 19. nóv­em­ber og 23. des­em­ber 2020 og loks 26. fe­brú­ar 2021. 1. VIT­UND­AR­VAKN­ING UM MIK­IL­VÆGI AUЭLINDA­Heims­byggð­in er að vakna til vit­und­ar...
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Fréttir

Katrín Júlí­us­dótt­ir: Próf­kjör Sam­fylk­ing­arn­ar var góð til­raun sem heppn­að­ist ekki

Sú að­ferð sem beitt var hent­aði frek­ar ný­lið­um á list­an­um held­ur en reynd­um þing­mönn­um, seg­ir fyrr­ver­andi vara­formað­ur flokks­ins.
800 skjálftar frá miðnætti
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

800 skjálft­ar frá mið­nætti

Kvika hef­ur ekki náð upp á yf­ir­borð­ið, en skjálfta­virkni jókst aft­ur und­ir morg­un.
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautir10 af öllu tagi

312. spurn­inga­þraut: Hvar rign­ir mest í heim­in­um? og fleiri spurn­ing­ar

Þraut­in í gær er hér. * Auka­spurn­ing: Á mynd­inni hér að of­an er hluti (að­eins hluti!) af um­slagi einn­ar fræg­ustu hljóm­plötu 20. ald­ar. Hver er plat­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir hund­ur Mikka Músar? 2.   Hver lék að­al­kven­hlut­verk­ið í víð­frægri banda­rískri gam­an­mynd frá 1959? Mynd­in hét, með­al annarra orða, Some Like It Hot. 3.   Um 1980 hófst hið svo­kall­aða „ís­lenska...
Víðir varar við: Fólk reynir að komast á gossvæðið og gæti fest sig
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Víð­ir var­ar við: Fólk reyn­ir að kom­ast á gossvæð­ið og gæti fest sig

Fólk hef­ur streymt að af­leggj­ar­an­um að Keili, sem ligg­ur í átt að mögu­legu gossvæði. Kvika er að brjóta sér leið upp á yf­ir­borð­ið.
Tæpir tuttugu milljarðar
Mynd dagsins

Tæp­ir tutt­ugu millj­arð­ar

Hann virk­ar ekki stór, hjól­reiða­mað­ur­inn sem dá­ist að Ven­usi frá Vopna­firði landa loðnu hjá Brim í Akra­nes­höfn nú í morg­un. Ís­lensk upp­sjáv­ar­skip mega í ár, eft­ir tvær dauð­ar ver­tíð­ir, veiða tæp sjö­tíu þús­und tonn af loðnu, sem ger­ir um 20 millj­arða í út­flutn­ings­verð­mæti. Verð­mæt­ust eru loðnu­hrogn­in, en á seinni mynd­inni má sjá hvernig þau eru unn­in fyr­ir fryst­ingu á Jap­ans­mark­að. Kíló­verð­ið á hrogn­un­um er um 1.650 krón­ur, sem er met.
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi

Al­manna­varn­ir biðja fólk um að fara ekki að gossvæð­inu

Mik­ið af fólki er að fara inn á af­leggj­ar­ann að Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir jarð­eðl­is­fræð­ing­ur sem bið­ur um vinnu­fr­ið á vett­vangi. Vara­samt get­ur ver­ið að fara mjög ná­lægt gos­inu vegna gasmeng­un­ar.