Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.

Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur

DNB, stærsti banki Noregs, lokaði á Samherja í kjölfar eigin rannsóknar á viðskiptum félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að Samherji hafi þá þegar flutt viðskipti sín, en neitar að segja hvert viðskiptin hafi verið flutt. „Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati,“ segir hann.

Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur
ingi@stundin.is

Mögulegt er að þau svör sem útgerðarfélagið Samherji veitti DNB bankanum um þau viðskipti sem félagið stundaði í gegnum bankann hafi verið ófullnægjandi að mati bankans og að þar af leiðandi hafi bankinn slitið viðskiptasambandið við Samherja.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir hins vegar við Stundina að Samherji hafi talið þau svör sem útgerðin veitti DNB hafi verið fullnægjandi.

„Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati,“ segir hann í sms-skilaboðum þar sem hann jafnframt gagnrýnir DNB fyrir meintan leka á upplýsingum um slit viðskiptasambandins í fjölmiðla.

„Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati“

Talsmaður DNB-bankans vill ekkert segja um ástæður þess að endir var bundinn á viðskiptasambandið við Samherja. „Við höfum ekkert meira að segja um þetta. Nú munum við einbeita okkur að því að aðstoða Ökokrim við þá rannsókn sem stendur yfir hjá stofnuninni,“ segir upplýsingafulltrúi DNB, Even Westerveld, í símasamtali við Stundina.

 Þegar Stundin segir Björgólfi að DNB vilji ekki svara því af hverju bankinn lokaði á Samherja vegna bankaleyndar segir forstjórinn að DNB hafi ekki gefið Samherja neinar skýringar á því af hverju viðskiptasambandinu var sagt upp. „Það er rétt. Hins vegar má velta fyrir sér bankaleynd hjá þeim í ljósi „leka“ frá bankanum,“ og er ljóst að forstjórinn kennir DNB um að lokun Samherja hjá DNB sé orðin opinber en slíkar fréttir geta aukið orðsporsáhættu Samherja. 

Even Westerveld vill ekki tjá sig um hvort það sé rétt að Samherji hafi ekki fengið neinar skýringar á lokuninni á viðskiptum félagsins og vísar til bankaleyndar. 

„Nú munum við einbeita okkur að því að aðstoða Ökokrim“

Mútur greiddar úr DNB-bankanum

Samherji hafði notað DNB-bankann sem sinn helsta viðskiptabanka erlendis frá árinu 2008 og verið með fjölmarga bankareikninga þar. Sagt var frá í nóvember í Kveik og Stundinni, í samstarfi við Wikileaks, að bankinn hafi lokað á viðskipti félagsins Cape Cod FS á Marshall-eyjum í DNB en þetta félag hafði verið notað til að greiða laun sjómanna Samherja í Afríku, meðal annars í Namibíu þar sem Samherji hafði mútað ráðamönnum til að fá aðgang að hestamakrílskvótum á árunum 2012 til 2019. DNB vissi ekki hver væri endanlegur eigandi Cape Cod FS og þar af leiðandi var hætta á að félagið yrði notað til að stunda peningaþvætti. 

Þá kom einnig fram í umfjöllununum að Samherji hafði notað bankareikninga sína í DNB bankanum til að greiða umræddar mútur til ráðamannanna í Namibíu. Meðal annars var um að ræða mörg hundruð milljóna króna millifærslur til félags í Dubaí af reikningi kýpverska eignarhaldsfélagsins Esju Seafood Limited í DNB-bankanum. 

Í kjölfar þessara frétta hrundi hlutabréfaverð í DNB-bankanum vegna þess gagnrýna umtals sem var um bankann í fjölmiðlum. 

Glæpsamleg athæfi ein forsenda slita

DNB hóf innri athugun á viðskiptum Samherja í gegnum bankann í nóvember líkt og áðurnefndur upplýsingafulltrúi, Even Westerveld, sagði við Stundina.

„DNB rannsakar þetta til að komast að staðreyndum. Svo er það lögreglan sem verður að segja til um hvort þetta tiltekna félag hafi brotið lög eða ekki. Ef niðurstaðan verður að félag hafi notað bankakerfi DNB til að fremja glæpi þá mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á viðskiptasamband þess við bankann.“ 

„DNB rannsakar þetta til að komast að staðreyndum.“

Í nóvember, þegar Westerveld sagði þetta, var hins vegar ekki búið að slíta viðskiptasambandinu við Samherja en í kjölfarið hóf bankinn athugun á viðskiptum Samherja sem meðal annars fól í sér að Samherji þurfti að svara spurningum um þessi viðskipti. Um svipað leyti hóf norska efnahagsbrotadeildin Ökokrim rannsókn á umræddum viðskiptum Samherja í gegnum DNB-bankann og kom fram að DNB myndi aðstoða við hana. 

Bankar geta, í slíkum tilfellum, ákveðið að binda endi á viðskiptasamband við kúnna ef það er metið sem svo að svör fyrirtækisins um það sem til rannsóknar er eru ekki fullnægjandi að mati bankans. 

Tekið skal fram að þó að DNB hafi lokað á viðskiptasambandið við Samherja þá þýðir þetta ekki nauðsynlega að bankinn telji sannað að Samherji hafi stundað glæpsamleg athæfi í gegnum bankann. Nægjanlegt er hins vegar að Samherji hafi ekki gefið nægjanlega greinargóð svör við því sem bankinn og Ökokrim eru að rannsaka. 

Hjälpa ÖkokrimDNB-bankinn aðstoðar norsku efnahagsbrotadeildina við rannsókn Samherjamálsins að sögn upplýsingafulltrúans, Even Westerveld.

Björgólfur: Viðskiptin færð fyrir „lokun“

Björgólfur Jóhannsson segir að Samherji hafi raunar verið búinn að færa viðskipti sín frá DNB-bankanum áður en norski bankinn sagði upp viðskiptasambandinu við félagið um áramótin þar sem félagið hafi reiknað með þessari aðgerð frá DNB. „Viðskiptin vorum við búin að færa fyrir þessa lokun. Reiknuðum með því. Þetta voru ekki mikil viðskipti,“ segir Björgólfur en viðskipti Samherja við DNB snerust fyrst og síðast um fjölmarga bankareikninga sem félagið var með þar, ekki lánaviðskipti. 

Björgólfur vill ekki segja hvert Samherji hefur nú fært viðskipti sín, í hvaða banka. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
6

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
6

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum