Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis

Konur sem hafa dvalið í Kvennaathvarfinu geta leigt á viðráðanlegu verði meðan þær koma undir sig fótunum. Sérstaklega er hugað að öryggisþáttum og byggt í nágrenni við lögreglustöð auk þess sem lögregla mun veita konunum sérstaka vernd.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis
Hefja framkvæmdir á Valentínusardaginn Sigþrúður segir að það sé kannski á einhvern hátt viðeigandi að hefja byggingu hússins þann dag.  Mynd: Heiða Helgadóttir
freyr@stundin.is

Stefnt er að því að hefja byggingu fjölbýlishúss sem ætlað er skjólstæðingum Kvennaathvarfsins föstudaginn næsta, 14. febrúar. Konum sem hafa komið til dvalar í Kvennaathvarfinu mun bjóðast að leigja íbúðirnar á viðráðanlegu verði á meðan þær koma undir sig fótunum. Við hönnun hússins var sérstaklega horft til öryggisþátta enda konurnar sem þar munu búa í talsverðri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Húsinu hefur verið valinn staður nálægt lögreglustöð og hefur verið rætt sérstaklega við lögregluna um að veita konunum aukna vernd.

Stuðningur Á allra vörum skipti sköpum

Átján litlar íbúðir verða í húsinu, ætlaðar konum sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu, en hugmyndin er að koma í veg fyrir að konur og fjölskyldur þeirra þurfi að dvelja þar svo mánuðum skiptir enda Kvennaathvarfið hugsað sem neyðarathvarf. Ljóst er að mikil þörf er fyrir úrræði fyrir skjólstæðinga Kvennaathvarfsins enda aðeins 13 prósent kvenna sem þangað komu í fyrra sem fóru þaðan í nýtt húsnæði hér á landi. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að húsnæðismál séu eitt helsta ljónið í veginum fyrir konur sem hafa leitað á náðir athvarfsins þegar þær ætla sér að hefja nýtt líf.

„Eygló sagði mér að fara heim og lesa frumvarp um ný húsnæðislög, ég gæti svo bara byggt hús!“

„Í rauninni má segja að verkefnið hafi farið af stað fyrir alvöru árið 2017. Þá var haldinn söfnunarþáttur átaksins Á allra vörum en snillingarnar sem eru með það átak höfðu valið að styðja okkur í það skipti. Hugmyndin kom nú eiginlega fyrst til á skrifstofu Eyglóar Harðardóttur, þegar hún var félags- og húsnæðismálaráðherra. Ég hafði verið að ræða við hana um þessa stöðu, að konur festust í athvarfinu og kæmust ekki burtu þaðan. Eygló sagði mér að fara heim og lesa frumvarp um ný húsnæðislög, ég gæti svo bara byggt hús! Ég hafði nú aldrei heyrt neitt eins heimskulegt en svo bara varð þetta að veruleika. Eygló hefur átt gríðarlega mikinn þátt í þessu því eftir að hún lét af ráðherraembætti bauð hún sig fram til að skoða þennan möguleika með okkur,“ segir Sigþrúður.

Konurnar nýti það skjól sem þeim gefst

Sigþrúður segir að hugmyndin sé að bjóða konum, sem hafa ekki tök á að leigja á almennum leigumarkaði, upp á tryggt húsnæði í nægilega langan tíma til að þær geti komið sér aftur á fæturna og byggt upp nýtt líf fyrir sig og börnin sín. Hönnun hússins tekur þannig mið af því að konurnar geti átt sitt eigið heimili en einnig er sameiginlegt rými í því þar sem þær geti notið félagsskapar hverrar annarrar og börnin einnig. „Þegar þær flytja inn verður gerður samningur við þær um það hvernig þær nýta þetta færi sem þær hafa á meðan þær leigja þar, til að byggja sig upp. Við erum bjartsýnar á að konurnar geti fundið sér vinnu, jafnvel lokið námi, á meðan þær eru þarna í skjóli,“ segir Sigþrúður og bætir við að starfskonur Kvennaathvarfsins muni sinni stuðningi og eftirfylgni við konurnar sem þarna muni búa.

Ofbeldi lýkur ekki eftir sambandsslit

Húsið er verður staðsett miðsvæðis, í nálægð við Kvennaathvarfið sjálft, nálægt skóla, almenningssamgöngum og þjónustu. Í því verða sem fyrr segir átján litlar íbúðir, þar af ein sem sérstaklega er útbúin fyrir konur í hjólastólum. Stefnt er að því að byggingartími verði sextán mánuðir og hægt verði að bjóða fyrstu konunum að flytja inn síðsumars árið 2021.

„Konurnar sem þarna munu dvelja eru konur sem eru áfram í hættu á að vera beittar ofbeldi“

Lögð var áhersla á að finna húsinu stað nærri lögreglustöð og fannst slík lóð miðsvæðis í börginni. Sigþrúður segir að  fundað hafa verið með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þar sem rætt hafi verið um samstarf við lögreglu um sérstaka vernd kvennanna og fjölskyldnanna sem búa muni í húsinu. „Við erum ekki búin að formgera það samstarf en við vitum að lögregla mun vera í góðu samstarfi við okkur, eins og ævinlega er. Húsið er þá sérstaklega hannað þannig að meira er hugað að öryggisþáttum en í venjulegum húsum. Það verða ákveðnar öryggisstýringar og mörg hólf sem þarf að fara í gegnum til þess að komast inn í íbúðir, enda á enginn að komast þar inn nema bara að vera hleypt inn. Konurnar sem þarna munu dvelja eru konur sem eru áfram í hættu á að vera beittar ofbeldi, því ofbeldi líkur síður en svo eftir að sambandi þeirra við ofbeldismennina líkur. Þannig að það er mjög mikilvægt að hugsa fyrir öryggi og þá ekki síður til að konurnar sem þarna munu búa finni fyrir öryggi á heimili sínu.“

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu