Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Geislar af gæsku og ískrar af hlátri hvert sem hún fer

Hild­ur Guðna­dótt­ir, selló­leik­ari og tón­skáld, hef­ur und­an­far­ið ár far­ið sann­kall­aða sig­ur­för um heim­inn. Í raun hef­ur ekk­ert tón­skáld haft svona mik­il áhrif á eitt kvik­mynda­ár og Hild­ur. Hún fékk Em­my-verð­laun fyr­ir tón­list­ina við sjón­varps­serí­una Cherno­byl, Gold­en Globe, Critic’s Choice og BAFTA-verð­laun­in fyr­ir tónlist sína við mynd­ina Joker.

Geislar af gæsku og ískrar af hlátri hvert sem hún fer
Hildur Guðnadóttir Vinum hennar og samstarfsfólki kemur ótrúlegur árangur hennar á alþjóðavettvangi ekki á óvart. Mynd: Timothée Lambrecq / Grapevine

Þrátt fyrir að nafn Hildar Guðnadóttur kunni að vera frekar nýtt fyrir mörgum Íslendingum þá hefur Hildur verið í hringiðu íslensku tónlistarsenunnar um árabil og þá einkum jaðarbundna hlutanum. Hún er fædd árið 1982 í Reykjavík en faðir hennar er Guðni Franzson klarinettuleikari og móðir hennar Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, útvarpskona og óperusöngkona.

Hildur á systurina Guðrúnu Höllu Guðnadóttur og bræðurna Þórarinn Guðnason, meðlim Agent Fresco, Óla Guðmundsson og Finn Torfa Þorgeirsson. Hún ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Öldutúnsskóla. Ung að árum, eða árið 1997, stofnaði Hildur hljómsveitina Woofer ásamt þremur piltum úr Hafnarfirði og tók þátt í Músiktilraunum við góðar undirtektir. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og margir í fjölskyldunni. Tónlist hefur verið í kringum mig síðan áður en ég fæddist. Ég held ég hafi farið í fyrsta sellótímann fimm ára,“ sagði Hildur í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 þegar hún brautskráðist úr námi við Listaháskóla Íslands af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár