Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.

Guðmundur Gunnarsson

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“

Útlitið í efnahagsmálum var orðið æði dökkt, verðbólgan var tekin að hækkka, kaupmáttur rýrnaði, atvinnuleysi fór vaxandi og gjaldþrotum fjölgaði. Þar til þjóðarsátt náðist.

Guðmundur Gunnarsson

Útlitið í efnahagsmálum var orðið æði dökkt, verðbólgan var tekin að hækkka, kaupmáttur rýrnaði, atvinnuleysi fór vaxandi og gjaldþrotum fjölgaði. Þar til þjóðarsátt náðist.

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“

Utanlandsferðir landsmanna fóru hratt vaxandi þegar leið á síðustu öld sem leiddi meðal annars til þess að yfirsýn breyttist mikið. Samstarf norrænu verkalýðsfélaganna óx sem varð til þess að við fórum að velta því fyrir okkur hvers vegna gengisfellingar í kjölfar nýrra kjarasamninga væru sjálfsagður hluti efnahagsstjórnunar íslenskra stjórnvalda á meðan samherjar okkar í norrænu verkalýðsfélögunum héldu sínu. Viðbrögð sem endurtekið gerðu kjarabaráttu íslenskra launamanna að engu og launamenn sátu uppi með sárt ennið þrátt fyrir að hafa náð fram með verkföllum margfalt hærri launahækkunum en félagar okkar í nágrannalöndum höfðu náðu.

Þessi þróun leiddi til þess að á félagsfundum innan verkalýðshreyfingarinnar fór að bera á vilja til að endurskoða vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin réð jafnvel hagfræðinga til starfa og þeir voru jafnvel kosnir til forystu. Í ályktunum var því haldið fram að þetta ástand væri afleiðing þess að hér hefði þróast umfangsmikið kerfi ríkisforsjár. Þetta var gjarnan nefnt „pilsfaldakapítalismi“, sem dró nafn sitt af því að fyrirtækin gátu ávallt hlaupið upp undir pilsfald ríkisins, í stað þess að vera gert að taka ábyrgð á eigin gerðum.

Rafiðnaðarsambandið var stofnað árið 1970 og fyrsta áratug RSÍ hækkuðu lágmarksdagvinnulaun rafvirkja um liðlega 2.000%. Áratuginn 1980–1990 hækkuðu lágmarkslaun rafvirkja um jafnvel enn meir. Við vorum óumdeilanlega margfaldir Evrópumeistarar í launahækkunum, og vart hægt að bera það á okkur að við værum ekki að ná góðum árangri samanborið við félaga okkar á hinum Norðurlöndunum. Þjóðarsátt hin fyrri var undirrituð 27. febrúar 1986 og náði yfir allan vinnumarkaðinn. Þessir samningar mistókust og árið 1987 var staðið fyrir umfangsmiklum verkfallsaðgerðum með umfangsmiklum launahækkunum og þeim fylgdu jafnmiklar gengisfellingar.

Undirbúningur þjóðarsáttar

Allir kjarasamningar í landinu voru lausir í febrúar 1989 og viðræður hófust í mars með því að vinnuveitendur höfnuðu kröfum verkalýðshreyfingarinnar um kaupmáttartryggingu og sýndu fram á að svigrúm fyrirtækjanna væri nánast ekkert og auk þess væri mikil óvissa í efnahagsmálum. Vígstaða verkalýðsfélaganna var ekki sterk, þar sem atvinnuleysi var vaxandi á þessum tíma auk þess að fyrir lá að stórum verkefnum væri að ljúka, til dæmis Blönduvirkjun, flugstöðin og bygging Kringlunnar. Þaðan voru að koma út á vinnumarkaðinn stórir hópar í leit að nýjum verkefnum.

 „Sókn til jafnréttis og bættra lífskjara“

Þrátt fyrir þessa stöðu gerir Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra, kjarasamning við BSRB í apríl 1989 með 10% launahækkun. „Sókn til jafnréttis og bættra lífskjara,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í blaðaviðtali þegar samningarnir voru kynntir. Samningsgerðin var gagnrýnd en fjármálaráðherra svaraði með því að fullyrða að það væri svigrúm hjá ríkissjóði til þessara samninga. Þjóðhagsstofnun brást við með því að birta útreikninga sem sýndu að vegna samningsins stefndu útgjöld ríkissjóðs hálfum milljarði fram úr tekjum og ef gerðir yrðu sams konar samningar á almenna markaðinum myndi það leiða til um 14% gengisfellingu. Morguninn eftir undirritun Ólafs Ragnars krafðist forysta ASÍ vitanlega sams konar launahækkunar og ASÍ-félögin undirrituðu nýjan kjarasamning 1. maí sem átti að gilda til áramóta.

Það liðu ekki margir dagar þar til hringekjan var komin af stað með umfangsmiklum hækkunum á verðlagi. Verkalýðshreyfingin hélt útifund á Lækjartorgi 1. júní 1989 þar sem stórfelldu kaupmáttarhrapi var mótmælt og reiði almennings var mikil og á fundinn mættu um liðlega 20 þúsund manns. Ríkisstjórnin kom til móts við mótmælin með því að lækka verð á ýmsum mikilvægum dagvörum heimilanna. Það dugði ekki til og afleiðingarnar létu ekki á sér standa og gengi krónunnar var fellt nokkrum sinnum á árinu.

Útlitið í efnahagsmálum var þannig orðið æði dökkt í árslok 1989. Verðbólgan var tekin að hækka á nýjan leik og var komin í 25% um áramótin 1989–1990. Gengið hafði verið fellt um allt að 30% á árinu 1989, kaupmáttur rýrnaði, atvinnuleysi fór vaxandi og gjaldþrotum fjölgaði. Enn fleiri sannfærðust um að ekki yrði undan því vikist að allir aðilar tækju höndum saman og tækju á þessum vanda, að öðrum kosti myndi efnahagskerfið sigla hraðbyri inn á sömu kollsteypubrautina og það gerði fyrri hluta áratugarins. Tiltrú á krónuna minnkaði og flestir töldu farsælast fyrir sig og heimili sín að eyða sem fyrst öllum launum og hagstæðara að vera í skuld.

Ný viðhorf

Viðræður vegna endurnýjunar kjarasamninga hófust í nóvember 1989. Flestir þeirra sem mættu til endurnýjunar kjarasamninga voru ákveðnir í að nú yrði að taka upp önnur vinnubrögð og voru sannfærðir um að framtíðarlausnin væri að draga verulega úr verðbólgunni til þess að tryggja stöðugleika og um leið kaupmátt launa. Það myndi treysta undirstöður atvinnulífsins og atvinnu. Einar Oddur Kristjánsson var formaður VSÍ á þessum tíma og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri, Ásmundur Stefánsson var forseti ASÍ. Þessir menn höfðu unnið við að koma í gegn fyrri tilraunum um aðgerðir til þess að komast út úr verðbólgubálinu og traust hafði myndast með þeim. Óhætt er að fullyrða að þeir hafi, ásamt formönnum stærstu stéttarfélaganna innan ASÍ, með Guðmund J., formann Dagsbrúnar, í farrabroddi ásamt forystu BSRB, hafi leitt vinnuna við gerð þjóðarsáttarinnar.

Gagnrýnendur þjóðarsáttarinnar héldu því fram að aðilar vinnumarkaðarins hefðu tekið sér óeðlilega mikið vald með því að taka til sín fjárveitingavald Alþingis og jafnvel sett bankana í eins konar gíslingu. Samningamenn mótmæltu þessu og sögðu að stjórn efnahagsmálanna væri í höndum stjórnmálamannanna, en menn yrðu að átta sig á því að það sem gerðist á vinnumarkaðnum hefði gífurleg áhrif á þróun efnahagsmálanna almennt og viðbrögð úti í samfélaginu. Samningsaðilar á vinnumarkaðnum tóku í vinnunni við gerð þjóðarsáttarinnar mikilvægt frumkvæði, en það var hins vegar á hendi stjórnvalda hvort þau vildu nýta sér það lag sem gafst við þessa miklu vinnu við að ná niður verðbólgunni og koma á stöðugleika.

„Samningar eru alltaf happdrætti og hingað til hefur launafólk mikið haft á tilfinningunni að vinningnum hafi ávallt verið stolið“

Allt tók mið af því að tryggja kaupmáttinn með lækkun vaxta, föstu gengi, óbreyttu búvöruverði og almennu verðlagsaðhaldi, og hins vegar með kaupmáttartryggingu sem veitti öryggi ef forsendur brygðust. Markmiðið var að stöðva kaupmáttarhrapið með því að ná niður verðbólgunni og tryggja þar með kaupmátt og atvinnuástandið. Það voru ekki lagðar miklar byrðar á ríkissjóð í þjóðarsáttinni. Samningurinn sparaði ríkissjóði útborgun vegna útflutningsbóta á grunni þess að bændur öxluðu ábyrgð á því að verð til vinnslustöðva héldist óbreytt. Ríkissjóður skuldbatt sig til að lækka framfærsluvísitöluna um 0,3%.

Þjóðarsáttin var undirrituð 1. febrúar 1990 með gildistíma til 15. september 1991. Samið var um að launahækkanir yrðu um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Sérstakar launabætur voru greiddar á lægstu laun. Þjóðhagsstofnun spáði 6–7% verðbólgu, en það hljómaði eins og óraunsæ óskhyggja í hugum margra eftir að hafa búið við margra tuga prósentutölur í verðbólgunni.

Samningar eru alltaf happdrætti

Það voru margir vantrúaðir á að þjóðarsáttin myndi skila sér í einhverjum árangri gegn reglulegum gengisfellingum launa og í baráttunni við verðbólguna. Til dæmis var spá nokkurra hagfræðinga að ekkert myndi breytast á meðan þeir bjartsýnustu spáðu um 5–8% verðbólgu. Það sem réði úrslitum var tvímælalaust að samstaða um aðgerðir var óvenjulega breið. ASÍ og BSRB voru fullkomlega samstiga við samningsgerðina og bændasamtökin komu líka að henni. Bankarnir lækkuðu vexti í trausti þess að verðbólgan færi niður og verslunarfyrirtæki lækkuðu álagningu í trausti þess að þau þyrftu ekki að leggja til hliðar fyrir vöxtum og gengisbreytingum eins og áður.

Þjóðarsáttin var reist traustum samskiptum aðila vinnumarkaðarins við sem flesta aðila í samfélaginu, bændur og banka auk ríkisstjórnarinnar. Launanefnd fékk mun víðtækara hlutverk en áður og fallið var frá eftiráleiðréttingum með mælingum á hvort verðlag hefði farið fram yfir umsamin mörk og úrskurðaði verðbætur í samræmi við það. Nú var launanefndinni ætlað að standa vaktina allan tímann og hlutast til um fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja að forsendur samningsins héldu. Gengið var hart eftir því að samningsforsendur stæðust, bæði í upphafi og eins í eftirleiknum. Það kallaði oft á snörp átök við til dæmis sveitarfélög og hið opinbera þegar þau ætluðu að hækka beina og óbeina skatta umfram það sem gert var ráð fyrir í þjóðarsáttinni.

Ríkisstjórnin fylgdi fastgengisstefnu eins og gert hafði verið ráð fyrir. Lækkun vaxta gekk eftir en þeir voru 32% í ársbyrjun 1990 en komnir niður í 14% í apríl. Með öflugu verðlagseftirliti stéttarfélaganna var komið í veg fyrir verðlagshækkanir, hækkun olíu og nafnvextir lækkaðir. Atvinnuástandið fór batnandi samfara auknu atvinnuöryggi. Lágmarksdagvinnulaun rafvirkja hækkuðu áratuginn 1990–2000 um 12%. Það er óhætt að fullyrða að þjóðarsáttin gjörbreytti viðhorfum við gerð kjarasamninga, en það hefur kallað á staðfestu í stefnumótun, ekki bara hjá samtökum á vinnumarkaði heldur ekki síður hjá stjórnvaldinu.

„Þótt þessi leið sé ekki með öllu áhættulaus hefði það verið heljarstökk inn í náttmyrkrið að fara gömlu verðbólguleiðina“

Á þessum þremur áratugum sem liðnir eru frá gerð þjóðarsáttarinnar hafa verið gerðir fjölmargir heildarsamningar. Óhætt er að fullyrða að viðhorf stjórnvaldsins hefur breyst gagnvart þessum samningum. Þar má benda á fráhvarf fastgengisstefnu og hvernig stjórnvaldið vék sér undan ákvæðum stöðugleikasáttmálans. Áratuginn 2000–2010 hækka lágmarksdagvinnulaun rafvirkja um 30% og áratuginn 2010–2019 hækka þau um tæplega 80%. Lágmarkslaun rafvirkja hafa þannig frá stofnun RSÍ árið 1970 til ársloka 2019 hækkað um 5.321%.

Ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar, þáverandi formanns Verkamannasambandsins, segja allt um stöðuna innan verkalýðshreyfingarinnar þegar undirbúningur þjóðarsáttargerðar hófst: „En þótt þessi leið sé ekki með öllu áhættulaus hefði það verið heljarstökk inn í náttmyrkrið að fara gömlu verðbólguleiðina. Því ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan.“

Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að forsendur samningsins væru tvær: Umfangsmikil niðurfærsla verðlags og mjög stíft aðhald í gengismálum. Það er grundvallarmál að félagar í verkalýðshreyfingunni beiti sér alls staðar í verðlagseftirliti, geri verðsamanburð og gæti þess að verðlækkanirnar skili sér. „Það er augljóst, að með þessum samningum væri verið að taka áhættu. Það er ekki hægt að fullyrða að allt gangi eftir. Samningar eru alltaf happdrætti og hingað til hefur launafólk mikið haft á tilfinningunni að vinningnum hafi ávallt verið stolið.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum