Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kynna hijab fyrir konum á Íslandi

Degi slæð­unn­ar – World Hijab Day – verð­ur fagn­að í fyrsta sinn hér á landi á morg­un, laug­ar­dag­inn 1. fe­brú­ar. Dag­ur­inn var fyrst hald­inn ár­ið 2013 í New York og hef­ur síð­an breiðst til á ann­að hundrað landa. Mad­hya Malik, sem skipu­legg­ur við­burð­inn hér á landi, von­ar að sam­kom­an skili sér í auk­inni með­vit­und um til­veru múslima­kvenna á Ís­landi.

Kynna hijab fyrir konum á Íslandi
Madhya Malik Henni finnst lítil þekking á tilveru múslimakvenna á Íslandi. Þátttaka í World Hijab Day er liður í því að breyta því. Mynd: Davíð Þór

Slæðan sem margar múslimakonur ganga með hylur misjafnlega mikið af andliti þeirra og hári. Í Evrópu er algengast að sjá konur með hijab, sem hylur eyru, háls, axlir og hár þeirra, að fullu eða að hluta. Frá því árið 2013 hefur dagur slæðunnar, World Hijab Day, verið haldinn 1. febrúar ár hvert. Hann var fyrst haldinn að undirlagi baráttukonunnar Nazma Khan, sem ólst upp í Bronx í New York. Hún vildi með því sýna þeim milljónum kvenna um allan heim, sem ganga með hijab, samstöðu, auk þess að hvetja til aukins umburðarlyndis og skilnings. Það fannst henni tilvalið að gera með því að leyfa konum sem alla jafna ganga ekki með slæðu, og aðhyllast jafnvel önnur trúarbrögð, að máta hana. Eftir því sem fullyrt er á heimasíðu World Hijab Day er deginum nú fagnað árlega í 190 löndum um heim allan. „Við sem berum slæðu vitum margar hver tilfinningin er, bæði að ganga um göturnar með slæðuna og án hennar. Margir sem gagnrýna okkur fyrir að nota hijab hafa hins vegar aldrei prófað að ganga með slæðu. Mér finnst vit í því að prófa hlutina fyrst sjálf, áður en ég gagnrýni aðra vegna þeirra,“ segir Madhya Malik, 25 ára gömul kona af pakistönskum uppruna, sem er skipuleggjandi uppákomunnar hér á landi. 

Slæðurnar hafa lengi verið umdeildar og vakið upp deilur. Í Sádí-Arabíu og Íran er það skrifað í lög að konur megi ekki fara út úr húsi án slæðu og liggur refsing við broti á þeim. Í ýmsum öðrum löndum er slæðan litin hornauga og notkun hennar jafnvel bönnuð. Madhya er á móti því að yfirvöld leggi múslimakonum línurnar á þennan hátt. Það eigi að vera þeirra eigið val að ganga með eða ganga ekki með slæðu. „Innan íslam er engin refsing við því að ganga ekki með hijab. Það er enginn grundvöllur fyrir slíkri refsingu í Kóraninum. Engin ríkisstjórn hefur rétt á að þvinga konu til að ganga með hijab, né heldur að banna henni það,“ segir hún. 

Madhya er múslimi, er fædd í Þýskalandi þar sem hún bjó til tíu ára aldurs, þegar fjölskyldan flutti til London. Þegar hún var 19 ára giftist hún trúboðanum Mansoor Malik og hjónin fluttu saman til Íslands. Mansoor starfar hér á landi fyrir Samtök Ahmadi-múslima, friðsælum minnihlutahópi sem þau tilheyra bæði og á rætur að rekja til Pakistan. „Samfélag okkar er mjög lítið hér á landi, við erum ekki nema i kringum tíu manns,“ segir hún og tekur fram að markmið þeirra sé ekki að snúa fólki til íslam, heldur að fræða áhugasama um trúarbrögðin og hvað þau fela í sér í raun. „Við viljum sýna fólki að íslam geti vel samræmst vestrænum hefðum,“ segir hún. 

Sjálf lifði Mahdya lífi sínu án slæðu til sextán ára aldurs og segist því vel geta tengt við það að finnast skrýtið að hylja hár sitt á almannafæri. Hún hafi verið efins um hvort hún ætti að bera slæðuna og hún hafi í nokkur ár borið hana á öxlum sér, meðan hún var að komast að niðurstöðu. „Það ganga ekki allar múslimakonur með slæðu, heldur æfa þær sig í hógværð á einhvern annan hátt,“ segir hún og útskýrir að hógværðin sé bæði körlum og konum sem iðki íslam mikilvæg. „Svo prófaði ég það einn daginn, aftur þann næsta og áður en ég vissi af bar ég hana alla daga. Í dag líður mér eins og ég sé nakin án hennar,“ segir hún og fullyrðir að virðing fyrir henni hafi við það aukist á götum London. „Slæðan sendir ákveðin skilaboð, til dæmis um að ég vildi ekki að ókunnugir menn töluðu við mig úti á götu. Meira að segja stelpurnar í kringum mig urðu allt í einu vinalegri, eins og nú væri ég ekki lengur í samkeppni við þær,“ segir hún og bætir því við að í hennar tilviki sé slæðan hluti af hennar trúariðkun. Ástæðurnar fyrir því að nota hijab séu hins vegar margvíslegar. Margar konur geri það öðru fremur af menningarlegum ástæðum, til að undirstrika að þær tilheyri ákveðnum hópi fólks eða tilteknu landi. 

„Af hverju klæðist hún þessu?“

Að mati Madhyu eru miklar ranghugmyndir ríkjandi um hvað það þýðir að fylgja íslam, sem er ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur áhuga á að taka þátt í degi slæðunnar. „Í raun snýst íslam um að vera góð manneskja. Íslam kennir okkur líka að sýna landi okkar virðingu og í því felst að við förum að íslenskum lögum, hugsum vel um nágranna okkar hér og sjá til þess að samfélagið sem við búum í njóti góðs af okkur. Að því leyti viljum við vera öðrum fyrirmynd, sem þýðir ekki endilega að við viljum að allir verði eins og við.“

En af hverju fannst henni ástæða til að vekja sérstaka athygli á slæðunni hér á Íslandi? „Múslimakonum fer fjölgandi á Íslandi, ég hef séð það sjálf á þessum fimm árum sem ég hef búið hér hvað þeim hefur fjölgað. Ég veit að oft þegar fólk sér mig og aðrar konur með slæðu úti á götu spyr það sjálft sig: „Af hverju klæðist hún þessu?“ Mér fannst þetta kjörið tækifæri til að svara þessu og nota tækifærið til að tala um múslimakonur, segja frá því að hvaða leyti við erum ólíkar hver annarri og hvað sameinar okkur. Við erum nefnilega alls ekki allar eins,“ segir Mahya. 

Að lokum segist Madhya vonast til þess að sem flestar konur, hverrar trúar sem þær eru, mæti í Gerðuberg á laugardaginn. Léttar veitingar verði á boðstólum, hún muni flytja stutt erindi og í kjölfarið gefist þeim sem vilja tækifæri til að skoða slæður og máta þær jafnvel líka. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og lýkur um 15. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár