Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Uppboðsleiðin á kvóta virkar ekki vel fyrir eigendur stórra útgerðarfyrirtækja sem þurfa að fara að borga markaðsvirði fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind, en virkar vel fyrir ríkissjóð.

Kjartan Jónsson

Uppboðsleiðin á kvóta virkar ekki vel fyrir eigendur stórra útgerðarfyrirtækja sem þurfa að fara að borga markaðsvirði fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind, en virkar vel fyrir ríkissjóð.

Mótsagnir málsvara SFS

Á fundi VG um kvótamál, þann 23. janúar, var á meðal frummælenda Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í umræðu um uppboð á veiðiheimildum, meðal annars í Færeyjum undanfarin ár, kom hún með þrjár röksemdir eða athugasemdir gegn uppboðsleið við útdeilingu veiðiheimilda:

1. Verðið sem fyrirtækin greiddu fyrir veiðiheimildir í Færeyjum, og er í sumum tilfellum tífalt meira en íslensk fyrirtæki greiða í veiðigjöld, er jaðarverð og því mun hærra en það væri ella.

2. Upp hefur komið kvittur um samráð fyrirtækja í Færeyjum á uppboðum.

3. Uppboð stuðla að því að þeir fjársterkustu eignist allan kvótann.

Þessar fullyrðingar eru áhugaverðar, en þegar nánar er gáð fela þær í heild sinni í sér fleiri en eina mótsögn:

Sé fullyrðing 1 um jaðarverð rétt, þá verður raunverulegt verð mun lægra ef umtalsvert magn er boðið upp, sem þýðir að auðveldara verður fyrir minni aðila að taka þátt í uppboðinu, sem er andstætt fullyrðingu nr. 3. Reyndar buðu Færeyingar upp meira en 40.000 tonn af síldarkvóta sem fór á um 45 krónur kílóið, sem telst varla jaðarmagn.

Það kom vissulega upp kvittur um samráð við uppboð á kolmunna í Færeyjum og að fyrirtæki hafi fengið veiðiheimildir á lægra verði fyrir vikið. En hafi verið samráð í uppboði á til dæmis þorski og makríl, þýðir það að verðið sem ríkið fékk hafi verið of lágt og að fyrirtækin hafi í raun geta boðið hærra. Og það stangast á við fullyrðingu nr. 1 um of hátt verð.

Það er svipað ástand í Færeyjum og á Íslandi hvað varðar að það eru tiltölulega fá og stór fyrirtæki með megnið af afla í uppsjávarveiðum, en nokkur hundruð aðilar í botnfisksveiðum. Það eru því réttmætar áhyggjur af samráði í uppsjávarveiðum, en niðurstaðan í Færeyjum var samt sú að fyrirtækin greiddu tífalt íslenskt veiðigjald fyrir makríl, sem er uppsjávarfiskur.

Þá er raunar kapítuli út af fyrir sig að málsvari greinar þar sem verulegur skortur er á að fylgt sé samkeppnisreglum, með tilheyrandi spillingu, hafi áhyggjur af samráði. Hér eiga sömu aðilar útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtæki (meðal annars í öðrum löndum), sem er fyrirkomulag sem líðst hvergi í nágrannalöndum okkar og þverbrýtur samkeppnisreglur sem eiga að tryggja sanngirni og jafnræði. Kerfið stuðlar beinlínis að því að sjómenn eru hlunndregnir og fyrirtæki taki út hagnað sinn í hagkvæmara skattumhverfi erlendis.

Þriðja fullyrðingin, um að þeir fjársterkustu eignist kvótann, verði uppboðsleiðin farin, hljómar eins og faðirvorið af vörum skrattans. Það er nefnilega kerfið í dag sem stuðlar að því að kvótinn leitar til þeirra fjársterku. Eignarkvóti kostar á bilinu 2.000-2.500 kr. kílóið, sem þýðir að hundrað tonn kosta á milli 200-250 milljónir. Það hefur því enginn efni á að fara í útgerð nema eiga umtalsvert fé eða með því að skuldsetja sig í botn. Eða þá að leigja kvóta á 200-230 kr. af einhverjum sem fékk hann á 10, 6 kr. frá ríkinu. Það eru því litlu útgerðirnar, nýliðarnir, sem eru að borga mest í dag, hátt í 100 kr. á kílóið í árlegan fjármagnskostnað vegna kvótakaupa eða rúmlega tvöfalt það í leigu. Með skynsamlega útfærðu uppboðskerfi, þar sem útgerðir greiða aðeins hluta af leiguverði fyrir kvótann í upphafi, afgangurinn er síðan tekinn við sölu aflans á markaði, er opnað fyrir nýliðun og fleirum gert kleift að fara út í útgerð.

Heiðrún Lind talaði um að uppboðsleiðin hefði ekki virkað vel hingað til. Það má til sanns vegar færa að hún virkar ekki vel fyrir eigendur stórra útgerðarfyrirtækja sem þurfa að fara að borga markaðsvirði fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind. Með réttri útfærslu getur hún hins vegar virkað vel fyrir ríkissjóð og okkur hin 98% landsmanna.


Um höfundinn: Kjartan Jónsson er heimspekingur, formaður félagsins Auðlindir í almannaþágu og kennir útlendingum íslensku.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
7

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu