Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, grípur til varnar fyrir þá sem tjá sig um „hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima“. Í fræðigrein sem hann gagnrýnir er fjallað um hatursorðræðu nýnasista og fleiri aðila.

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima
Jón Steinar Gunnlaugsson Fyrrverandi hæstaréttardómari  Mynd: Heiða Helgadóttir
steindor@stundin.is

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir „viðhorf mannfyrirlitningar“ ráðandi í heimalöndum múslima. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann nýlega fræðigrein um hatursorðræðu vonda ritsmíð og ver tjáningu sem getur talist neikvæð gagnvart einstaka þjóðfélagshópum.

Fræðigreinina skrifuðu Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um hatursorðræðu á Íslandi og í því samhengi skoðaðar heimasíður nýnasistasamtakanna Norðurvígis, þjóðernishyggjusamtakanna Vakurs, stjórnmálaflokkanna Íslensku þjóðfylkingarinnar, Frelsisflokksins og Flokks fólksins og loks Útvarps Sögu. 

Grípur Jón Steinar til varnar fyrir rétt þeirra til að tjá sig með þeim hætti sem höfundarnir skilgreina sem hatursorðræðu. Í upphafi greinar fjallar hann um að í stjórnarskrá sé löggjafanum heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu tiltekinna réttinda annarra, en þá grein þurfi að túlka þröngt. „Samt hefur þeim öflum vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja takmarka þetta frelsi í þágu skoðana sem þeir hinir sömu telja „réttari“ en skoðanir annarra,“ skrifar hann. „Þetta er að mínum dómi vond ritsmíð. Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum.“

„Hún er uppfull af viðhorfum um að íslenskir borgarar brjóti af sér með því að tjá skoðanir sem á einhvern hátt geta talist neikvæðar gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum“

Jón Steinar segir dómstóla hafa gengið of langt í að takmarka þetta tjáningarfrelsi. Hann segir skoðanaskipti hentug í þessum málum. „Til dæmis virðast höfundar vilja reisa skorður við því að menn tjái sig um hættu sem þeir telja að okkur steðja frá þeim sem aðhyllast trúarbrögð múslima á þeirri forsendu að í múslimaríkjum séu almenn mannréttindi brotin, t.d. á konum. Vera má að okkur Íslendingum stafi ekki hætta af slíku fólki. Engar líkur séu á að það muni reyna að koma hér á framfæri viðhorfum mannfyrirlitningar, sem virðast vera ráðandi í heimalöndum þess. Á þessu höfum við sjálfsagt mismunandi skoðanir,“ bætir hann við.

Fleiri rými þar sem má tjá neikvæð viðhorf til múslima

Í grein Eyrúnar og Kristínar benda höfundar á að hatursorðræða sé talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi. Sprottið hafi upp haturssamtök sem beiti sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafi endurspeglað að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa sé nokkuð almenn á Íslandi, en jafnframt megi greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf, sér í lagi í garð múslima. Stjórnarskráin heimili skerðingu á slíkri tjáningu.

„Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu“

„Haturstjáning tengist uppgangi popúlískra stjórnmála, öfgaafla, vaxandi íslamsfælni og pólun (e. polarization) á Íslandi og í hinum vestræna heimi,“ skrifa þær í niðurlagi greinarinnar. „Hatursfull tjáning sem sett er fram í samfélaginu sprettur því ekki upp úr tómarúmi og er oft réttlætt eða látin óátalin í nafni tjáningarfrelsis. Einstök ummæli einstaklinga verða hluti af af skipulagðri haturstjáningu sem beint er gegn ákveðnum minnihlutahópum og er ætlað að meiða, jaðarsetja og ógna en umfram allt sýna fram á ímyndaða yfirburði eins hóps gagnvart öðrum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum