Þrjár konur, þrjár sögur. Allar áttu þær það sameiginlegt að vera undir áhrifum áfengis- eða vímuefna þegar neyðarkalli þeirra var ekki svarað. Afleiðingarnar voru skelfilegar.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
2
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
Fréttir
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
6
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
7
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Vestmannaeyjar árið 2016.
Klukkan er 04.39 aðfaranótt laugardagsins 17. september. Dyravörður hringir í lögreglu og lætur vita af því að maður sé að djöflast í konu fyrir utan skemmtistað. Dyravörðurinn fær þau svör að lögreglan sé upptekin og hann eigi að hringja aftur ef hann verður var við frekari átök á milli þeirra.
Það er of seint.
Konan gengur í burtu og maðurinn á eftir. Hálftíma síðar fær lögreglan annað símtal. Í þetta sinn frá konu sem hafði heyrt öskur og grátstafi, stokkið berfætt út og séð dökkklæddan mann ganga reykjandi í burtu frá naktri konu sem lá í götunni. Hún hafði á orði að hann hefði verið góður með sig. Úti var rigning og kalt, svo hún safnaði saman fötum sem lágu á víð og dreif í kringum konuna og lagði yfir hana. Biðin eftir lögreglu og sjúkrabíl var of löng, henni fannst sem konan gæti dáið úr kulda í höndum hennar. Konan sagði lítið og það var sem hún sofnaði.
Áverkar á andliti konunnar voru svo alvarlegir að hún var óþekkjanleg í útliti, það var ekki fyrr en konan svaraði með nafni að hún, sem hélt henni í höndum sér, áttaði sig á því hver konan væri. Hún vissi vel hver hún var; konan var drykkfelld, hafði verið með læti í götunni og hún hafði áður hringt á lögreglu vegna hennar. Af því að konan var auðsýnilega veik og þurfti á aðstoð að halda. Fleiri íbúar í húsunum þarna í kring heyrðu grát konunnar og sársaukahljóð. Annað vitni kom að og sagðist hafa hitt konuna sem lá nú í götunni fyrr um nóttina. Þá var dökkklæddur maður á eftir henni.
„Hann vildi mig bara“
Á spítalanum fékkst aðeins óljós lýsing á atvikum: „Hann kýldi mig og kýldi,“ sagði konan, sem átti erfitt með að greina frá árásinni. Innt eftir nánari atvikalýsingu sagði hún aðeins: „Hann vildi mig bara.“ Þar sem konan lá í sjúkrahúsrúminu hafði blóð lekið í koddann. Andlit hennar var afmyndað, blóðugt, marið og stokkbólgið, svo hún gat ekki opnað augun. Hitinn í líkama hennar hafði mælst 35,3 gráður og hún skalf enn af kulda, auk þess sem hún var í annarlegu ástandi. Hún hefði ekki lifað nóttina af, þar sem hún var skilin eftir í blóði sínu, nakin í götunni.
Loks var konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann, þar sem hún sagði frá því á neyðarmóttöku vegna nauðgana að hún myndi eftir því að hafa hitt árásarmanninn skömmu fyrir árásina, sem bar brátt að. Hún hefði verið slegin tveimur höggum og myndi ekkert eftir það.
Seint á síðasta ári féll dómur í málinu. Maðurinn fékk sex ára fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða henni 3,5 milljónir.
Ef lögreglan hefði bara komið strax, um leið og hjálparkallið barst, hefði þá verið hægt að bjarga konunni? Líklega. En við vitum það ekki. Hún var upptekin.
Konan var komin í götuna, í lífshættulegu ástandi.
Maðurinn góður með sig.
Myndin er sviðsett.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Þegar lögreglan hverfur frá vettvangi
Reykjavík 2019
Það er 22. desember, það eru að koma jól. Örvæntingarfullur faðir hefur samband við lögregluna og óskar eftir aðstoð vegna dóttur sinnar. Í að minnsta kosti tíu daga hefur hún verið inni á heimili manns sem virðist hafa haldið henni uppi á fíkniefnum á milli þess sem hann misnotar hana. Lögreglan segir föður stúlkunnar að hann þyrfti að átta sig á því að umræddur maður væri löglærður og þangað yrði ekki farið inn nema með hans samþykki. Lögreglan fór að heimili mannsins og bankaði upp á. Maðurinn sagði stúlkuna vera í góðum málum og að hún vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. Fíkniefni sáust í fórum mannsins, en ekkert var aðhafst. Faðirinn var skilinn einn eftir fyrir utan húsið, vitandi af dóttur sinni bjargarlausri þar inni.
„Hann var að sprauta mig“
Á Þorláksmessukvöld kölluðu foreldrar stúlkunnar aftur á lögreglu. Í millitíðinni höfðu þeir ráðalausir og áhyggjufullir sent aðra unga manneskju inn á heimili mannsins undir því yfirskini að hún væri mætt í partíið. Viðkomandi gerði þeim viðvart að inni á heimilinu væri dóttir þeirra í vægast sagt annarlegu ástandi og að þar væru eiturlyf og sprautur. Faðir stúlkunnar hringdi aftur í lögreglu, og aftur, áður en hann fékk nokkur viðbrögð. Lögreglan kom loks á staðinn en hikaði við að fara inn. Stúlkan kom loks út, í vægast sagt annarlegu ástandi og datt ítrekað út: „Hann var að sprauta mig.“ Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem hún dvaldi yfir hátíðarnar.
Maðurinn var kallaður í skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Sólarhring síðar var hann handtekinn á ný, nú grunaður um að hafa nýtt þann tíma til að brjóta gegn tveimur ungum konum til viðbótar. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi fram yfir áramót en áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu var hafnað.
Hefði verið hægt að ná konunni sólarhring fyrr út úr húsinu hefði lögreglan brugðist strax við? Jafnvel bjarga tveimur konum til viðbótar í leiðinni? Við vitum það ekki, lögreglan hikaði og hvarf frá vettvangi án frekari aðgerða.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það.
Nærveru hans.
Þegar lögreglan meðhöndlar sjúka sem glæpamenn
Reykjavík 2019
Fyrr á sama ári, þann 9. apríl kl. 23.30, kveður faðir dóttur sína í síma með þeim orðum að hann muni heyra í henni í fyrramálið. Næsta morgun fengu foreldrar hennar símtal frá Landspítalanum. Læknirinn sagðist hafa slæmar fréttir og góðar. Slæmu fréttirnar voru að dóttir þeirra hefði farið í hjartastopp þá um nóttina. Góðu fréttirnar voru þær að það hefði gerst í höndunum á lögreglumönnum. Sú setning ómar stöðugt í huga foreldranna. Konan var úrskurðuð látin nokkrum klukkutímum síðar.
„Hún bara dó í miðjum slagsmálum“
Um nóttina hafði dóttir þeirra verið viðstödd gleði þar sem mikið var um eiturlyfjaneyslu, tekið örvandi efni og róandi lyf í bland. Undir áhrifum fíkniefna fór hún í geðrof og hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu, berfætt og óviðráðanleg. Vinur hennar fór á eftir henni og hringdi nokkrum sinnum í neyðarlínuna þar sem hann taldi vinkonu sína þurfa á læknisaðstoð að halda. Í stað sjúkrabíls mætti lögreglan, sem kom konunni í enn frekara uppnám og lagði hún á flótta. Lögreglumenn fóru á eftir henni og handtóku hana, með átökum sem leiddu til andláts hennar. Þeir sögðust hafa átt erfitt með að hemja hana, hún hefði barist gegn handtökunni og þeir því stutt hnjám ofan á herðablöð hennar. Tveir fullorðnir karlmenn. Fullmeðvitaðir um að hún væri sjúklingur kvaðst annar þeirra hafa farið til að sækja plastbönd til að bensla fætur hennar þar sem hún lá á maganum undir þeim, en fljótlega fundið að hún væri líflaus í höndum þeirra. Aðeins tvær mínútur og fjórtán sekúndur liðu á milli þess sem tilkynnt var að búið væri að handtaka hana og þar til tilkynnt var um skerta meðvitund. Eftir að þeir settust aftur inn í bíl sagði annar lögreglumaðurinn við hinn: „Hún bara dó í miðjum slagsmálum. Þetta er sturlað. Hún dó.“
Hafin var rannsókn á málinu þar sem lögreglumennirnir höfðu stöðu sakbornings en málið var látið niður falla því það þótti ekki líklegt til sakfellis. Síðar var greint frá því að frásögn þeirra hefði ekki verið fyllilega í samræmi við niðurstöðu krufningar, þar sem áverkar hefðu verið á líkama hennar vegna ofsafenginna högga, líklega þrýstingshögga sem gætu hafa haft áhrif á öndunargetu hennar. Á hægri fótlegg hennar hefðu meðal annars verið áverkar í samræmi við hart, langt og stíft áhald, sem gæti hafa orðið við högg með lögreglukylfu.
Yfirmaður neyðarlínunnar taldi verklag í samræmi við verkferla, þegar fólk er í geðrofsástandi eru sendir lögreglumenn en ekki læknar. Foreldrar hennar benda á að dóttir þeirra var veik og þurfti hjálp. Hún hafði ekki brotið af sér og var ekki glæpamaður.
Ef hún hefði fengið aðstoð en ekki verið elt uppi og lent í átökum við lögregluna, hefði þetta þá þurft að fara svona?
„Hún bara dó í miðjum slagsmálum ...“
„Hún dó.“
Ef fólk með fíkn og geðrænan vanda gæti bara fengið aðstoðina sem það þarf á að halda án þess að mæta fordómum og hindrunum. Ef sjúklingar væru ekki meðhöndlaðir eins og glæpamenn. Ef lögreglan væri ekki í slagsmálum við veikt fólk.
Ef ...
Sögurnar eru sláandi, en allar þessar konur áttu að minnsta kosti tvennt sameiginlegt: Þær voru undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna og ákalli um aðstoð vegna ástands þeirra var ekki svarað. Að minnsta kosti tvær þeirra glímdu einnig við geðrænan vanda.
Þegar við lítum undan
Ef undirliggjandi skilaboð eru þessi: Ef þú ert undir áhrifum þá kallar þú yfir þig ógæfu, þá er rétt að árétta þetta: Fólk kallar aldrei yfir sig ofbeldi. Ekki heldur með ofneyslu áfengis- og vímuefna. Ekkert réttlætir ranglæti.
Ábyrgðin er alltaf þeirra sem beita ofbeldinu, mannsins sem gekk góður með sig á blóðugum skóm frá naktri konu sem lá bjargarlaus í götunni eftir hann.
Ábyrgðin er líka hinna, sem hverfa frá vettvangi án þess að aðhafast nokkuð. Skilja fórnarlömbin eftir án þess að vita nokkuð um afdrif þeirra. Þeirra sem bregðast ekki við ákalli um hjálp. Þeirra sem láta sjúka afskiptalausa, meðhöndla þá sem glæpamenn. Það er ekki glæpur að vera fíkill og það er ekki glæpur að glíma við geðsjúkdóma.
Ábyrgðin er stjórnvalda sem grípa ekki til ráðstafana þegar úrræðaleysið blasir við ungu fólki í neyslu fíkniefna og aðstandendum þeirra, sem sætta sig við að lögreglan þarf stundum að vista ungt fólk í fangaklefa vegna þess að það eru engir aðrir kostir í stöðunni, að fangelsin séu full af veiku fólki sem fær litla sem enga lausn sinna mála, hvorki meðferð við fíkn né geðsjúkdómum, litla sem enga úrvinnslu áfalla eða ofbeldis, enga meðferð við því sem leiddi það að lokum í fangelsi. Stjórnvalda sem reka sjúkrahús með svo miklum skorti að það þarf að loka geðdeildum á sumrin. Þar sem tveir ungir menn þurftu að fyrirfara sér með nokkurra daga millibili áður en loks var gripið til aðgerða til að tryggja öryggi fólks í sjálfsvígshættu inni á geðdeildum Landspítalans.
Ábyrgðin er líka okkar hinna, sem höfnum því að fá húsnæði fyrir heimilislausa í hverfið okkar, göngum fram hjá þeim á götum úti, lítum undan og látum sem örvænting þeirra komi okkur ekki við, neyð þeirra snerti okkur ekki. Við getum gert betur, verið stærri, sýnt mennsku. Af því að samfélag sem getur ekki sýnt veiku fólki virðingu, veitt aðstoð á ögurstundu og stutt sjúka í átt að bata er ekki merkilegt.
Líf þeirra, heilsa og velferð er alveg jafn mikils virði og annarra.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Mest lesið
1
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
2
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
Fréttir
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
6
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
7
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
4
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
5
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
6
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
7
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
4
GreiningLaxeldi
4
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Íslenska stórútgerðin Síldarvinnslan er orðin stór fjárfestir í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt sig inn fyrir 13,7 milljarða króna. Hlutabréfin voru að langmestu leyti í eigu fyrirtækis á Kýpur sem pólski fjárfestirinn Jerzy Malek. Í kjölfarið er útgerðarfélagið Samherji beint og óbeint orðin einn stærsti hagsmunaðilinn í íslensku landeldi og sjókvíaeldi á eldislaxi.
5
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
6
Fréttir
„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“
Antonía Arna lýsir léttinum við að koma út sem trans og þungbærri bið eftir kynleiðréttandi aðgerð. Hún hefur beðið í hátt í á þriðja ár. Biðin tærir upp trans fólk og getur valdið alvarlegum andlegum veikindum. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús sökum þunglyndi vegna þess.
7
Fréttir
Skip Vinnslustöðvarinnar selt til ónefnds fyrirtækis í Hong Kong
Vinnslustöðin vill ekki gefa upp nafn fyrirtækisins sem kaupir Sighvat Bjarnason.
Mest lesið í mánuðinum
1
Viðtal
2
Að deyja úr fordómum
Elísabet Jökulsdóttir er með nýrnabilun á lokastigi eftir röð læknamistaka. Ríkið hefur þegar viðurkennt mistökin og ekki síður þá staðreynd að einkenni og beiðnir Elísabetar um aðstoð voru hunsaðar árum saman. Lögmaður hennar segir að í málinu kristallist fordómar gegn geðsjúkum sem talsmaður Geðhjálpar segir allt of algenga.
2
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
3
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
4
Úttekt
3
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Ekkert hámark er á þéttingu byggðar nærri Borgarlínu. Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur í ljósvist á Íslandi, reynir að fá sólarljós og dagsbirtu bundna inn í byggingarreglugerðina. Hún segir það hafa verið sett í hendurnar á almenningi að gæta þess að kaupa ekki fasteignir án heilsusamlegs magns af dagsbirtu.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
ÞrautirSpurningaþrautin
1
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
Fyrri aukaspurning: Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra? 2. William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði...
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
ÞrautirSpurningaþrautin
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þetta fjall? * Aðalspurningar: 1. Hvaða vinsæla hljómsveit sendi frá sér plötuna Their Satanic Majesties Request árið 1967? 2. Hver var þá aðal gítarleikari hljómsveitarinnar? 3. Dönsk yfirvöld og sér í lagi forsætisráðherrann hafa nú fengið skömm í hattinn hjá opinberri rannsóknarnefnd í Danmörku vegna framgöngu sinnar í máli sem snerist um ákveðna dýrategund. Hvaða dýr voru...
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
ÞrautirSpurningaþrautin
790. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru skjáskotin?
Þemaþraut dagsins snýst um erlendar kvikmyndir. Aukaspurningarnar eru um íslenska sjónvarpsþætti. * Fyrri aukaspurning: Hér fyrir ofan er auglýsing fyrir íslenska sjónvarpsþætti sem nefndust ... ? Aðalspurningar: 1. Úr hvaða bíómynd er þetta? 2. Úr hvaða mynd er þetta? * 3. Kannski hafa ekki margir séð þessa mynd núorðið. En þið ættuð samt að þekkja hana með nafni....
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir