Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Á fimmtu­dags­kvöld­ið var opn­uð sýn­ing Hrafn­hild­ar Arn­ar­dótt­ur, Shoplifter, í Lista­safni Reykja­vík­ur en verk­ið var fram­lag Ís­lands til Fen­eyjat­víær­ings­ins 2019 og vakti þar mikla at­hygli. Inn­setn­ing­in er ein sú stærsta sem Hrafn­hild­ur hef­ur gert en um 100 manns tóku þátt í fram­leiðslu­ferl­inu, með­al ann­ars rokksveit­in HAM sem skap­aði tón­verk­ið. „Mig lang­aði alltaf til þess að skapa risa­vax­ið um­hverfi, ein­hvers kon­ar flaum­rænd­an sýnd­ar­veru­leika sem um­lyk­ur fólk,“ seg­ir Hrafn­hild­ur.

„Ég er flækt í þennan efnivið“ Hár er eftirlætis efniviður Hrafnhildar. Hún er heilluð af því hvernig mannfólk reynir að temja á sér hárið og reynir að temja efniviðinn til þess að hann verði eitthvað annað en að vera bara búnt af hári.

Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, er verið að leggja lokahönd á uppsetningu Chromo Sapiens, umfangsmikla og ævintýralega innsetningu listakonunnar Hrafnhildar Arnardóttur. Hún er einnig þekkt undir nafninu Shoplifter, sem festist við hana þegar fólk misheyrði erfitt íslenskt eiginnafnið í New York þar sem hún býr og starfar. Hrafnhildur hefur um árabil kannað og unnið með mannshárið og tákngildi þess og hefur öðlast fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Tengsl hennar við tískuheiminn eru sterk og hún hefur meðal annars unnið náið með tónlistarkonunni Björk. 

Þegar ég geng inn í listasafnið inn úr haglélinu er mér vísað beint inn í einhvers konar hlýtt hellismynni á jarðhæð. Þar er ég hreinlega gengin inn í listaverkið, eða nánar tiltekið  einn af þremur hlutum verksins, þrjú rými alsett gervihári í mismunandi litum sem hreinlega virðast anda og bærast og umlykja mig á meðan magnþrungin drunutónlist hljómar í eyrum. Ein fyrsta tilfinning mín er að vilja strjúka …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár