Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tóm­as Guð­bjarts­son lækn­ir er gagn­rýn­inn á skip­an tveggja sænskra sér­fræð­inga í átaks­hóp í mál­efn­um bráða­mót­tök­unn­ar. „Þar log­ar allt í deil­um,“ seg­ir hann um Karol­inska sjúkra­hús­ið, sem Birg­ir Jak­obs­son, að­stoð­ar­mað­ur heil­brigð­is­ráð­herra, var áð­ur for­stjóri hjá.

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
Tómas Guðbjartsson og Birgir Jakobsson Skurðlæknir segir aðstoðarmann ráðherra leita til síns gamla vinnustaðar við skipan átakshóps.

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir gagnrýnir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skuli kalla til tvo sérfræðinga frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi til að leysa vanda bráðamóttöku Landspítalans. Bendir hann á að Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, sé fyrrverandi forstjóri Karolinska og spyr hvort með þessu sé hann að „kalla vini sína til leiks“ úr sjúkrahúsi þar sem allt logi í deilum.

„Ég fagna því að taka eigi á málefnum bráðamóttöku LSH - enda engin vanþörf á,“ skrifaði Tómas á Facebook í gærkvöldi. „Nýskipaður átakshópur heilbrigðisráðherra - sem á að skila áliti innan fjögurra vikna vekur þó furðu mína. Þarna er reyndar ágætasta fólk, eins og aðstoðarmaður forstjóra og yfirlæknir bráðamóttökunnar. En hvar eru hjúkrunarfræðingar sömu deildar - sem standa öðrum fremur í eldlínunni?“

Eins og Stundin hefur fjallað um rekja margir innan Landspítalans vanda bráðamóttökunnar til skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa vegna kjara þeirra og starfsaðstæðna. Ein stærsta ástæða ástandsins er skortur á hjúkrunarfræðingum á legudeildum, sem veldur því að ekki er hægt að flytja sjúklinga af bráðamóttöku á aðrar deildir, og fyrirsjáanlegt er að vandinn aukist á næstu árum þegar umtalsverður hluti hjúkrunarfræðinga kemst á eftirlaunaaldur.

„Ef það er einhver borg á norðurhveli jarðar sem á í vandamálum með bráðamóttökur sínar þá er það Stokkhólmur“

Tómas segir að það veki einnig furðu sína að kallaðir séu til tveir sérfræðingar frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Segir hann endalaust gusta um það sjúkrahús. „Eflaust ágætir menn en ef það er einhver borg á norðurhveli jarðar sem á í vandamálum með bráðamóttökur sínar þá er það Stokkhólmur. Þar logar allt í deilum, ekki síst eftir að Karolinska sjúkrahúsið ákvað að loka fyrir stóran hluta af bráðamóttöku sinni. Þetta færði vandann yfir á bráðamóttökur hinna sjúkrahúsanna í Stokkhólmi - með skelfilegum afleiðingum.“

Tómas spyr hverjum það hafi dottið í hug að fá þessa sérfræðinga til verkefnisins. „Getur verið að fyrrum landlæknir og fyrrum forstjóri Karolinska, sem jafnframt ku vera ráðgjafi heilbrigðisráðherra, sé að kalla vini sína til leiks? Þetta er álíka fáránlegt og ef stjórnendur á Landspítala væru beðnir um að koma til Færeyja eða Grænlands og ráðleggja þarlendum stjórnvöldum um uppbyggingu bráðaþjónustu. Því miður feilskot í máli sem þarf að taka mun fastari tökum.“

Vandinn blasir öllum við

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, skrifar athugasemd við færsluna, þar sem hann segist ekki átta sig á því hvernig skurðlæknir og svæfingalæknir, sem eru sérfræðingar í flæði, eigi að geta ráðlagt þeim út úr þessari klemmu, þegar vandinn liggur í lágum launum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. 

Ragnar átti nýlega í hörðum orðaskiptum við heilbrigðisráðherra á fundi læknaráðs, þar sem hann óskaði eftir tillögum ráðherra að aðgerðum vegna neyðarástands á bráðamóttöku. „Það væri eiginlega brot á læknaeiðnum sem ég sór þegar ég varð læknir að ekki benda á það ástand sem blasir við,“ sagði hann, eftir að Svandís gagnrýndi starfsmenn Landspítalans fyrir að ræða ástandið á Landspítalanum á opinberum vettvangi, með þeim orðum að það væri orðið „töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi“.

„Það þarf að greiða hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum betri laun“

Í athugasemd við færslu Tómasar segir Ragnar Freyr: „Ég átta mig ekkert á því hvernig skurðlæknir og svæfingalæknir „sérfræðingar“ í flæði - eiga að geta ráðlagt okkur úr þessari klemmu. Vandinn blasir við öllum sem hann vilja sjá og líka lausnin. Það þarf að greiða hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum betri laun. Þannig getum við opnað fleiri rúm. Ekki nema þeir bendi á þetta - þeir glíma jú við sama vanda.“

Mikilvægt að hafa hjúkrunarfræðinga með í ráðum

Fleiri læknar  á Landspítalanum tjá sig um færsluna, þeirra á meðal er Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum, sem tekur undir mikilvægi þess að hafa hjúkrunarfræðinga með í ráðum. „Sammála því að það sé mikilvægt að hafa hjúkrunarfræðinga með í ráðum, enda er hér í raun eingöngu um vanda sem er til kominn vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. 

Einnig vil ég benda á að það er í raun ekki rétt að hér sé um að ræða vandamál á bráðamóttökunni. Vandinn liggur í að Landspítali hefur ekki nægilegan fjölda legurýma til að taka við þeim sem þurfa að leggjast inn af bráðamóttökunni. Í stað þess að dreifa þeim sjúklingum jafnt á deildir umfram skilgreind pláss hefur hingað til verið tekin ákvörðun um að geyma þá alla á bráðamóttöku.

Það verður að teljast að bráðamóttakan sé vel rekin þegar starfsfólk hennar hefur getað sinnt verkefnum sínum með 30 innlagða sjúklinga á deildinni. Innlagnarvandi legudeilda hefur eitthvað lengt biðtíma eftir þjónustu en þó merkilega lítið, helsta afleiðingin hefur verið að persónuvernd sjúklinga er engan vegin virt, né heldur sýkingarvarnir eða brunavarnir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
3
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
4
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár