Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Stofnun Hálendisþjóðgarðs yrði okkar stærsta framlag til náttúruverndar hingað til en ekki síður til byggðaþróunar, skrifar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Margrét Hallgrímsdóttir

Stofnun Hálendisþjóðgarðs yrði okkar stærsta framlag til náttúruverndar hingað til en ekki síður til byggðaþróunar, skrifar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin
Fjallabaksleið syðri Náttúruunnandinn Gunnar Pétursson tók myndina árið 1963 af Ljósá, Fjallabaksleið syðri.  Mynd: Gunnar Pétursson

Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra nýlega skýrslu sinni um Hálendisþjóðgarð. Hálendi Íslands þekur stóran hluta landsins, meðal annars stærstu víðerni landsins og afmarkast svæðið sem um ræðir af þegar skilgreindum þjóðgarði, þjóðlendum og friðlýstum svæðum. Hálendið er sameiginlega auðlind okkar sem byggjum landið eins og verið hefur allt frá landnámi. Með stofnun Hálendisþjóðgarðs er asklok ekki haft fyrir himinn eins og segir í gömlu orðatiltæki um mikilvægi þess að horfa fram á veginn og líta upp frá dagsins önn. 

Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi er lögð áhersla á að Hálendisþjóðgarður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem einkenna allt svæðið. Áhersla er lögð á víðtækt samráð og skýra dreifstýringu um stjórnun þjóðgarðsins þar sem sveitarfélög og fulltrúar hagsmunaaðila munu bera lykilábyrgð á hverju rekstrarsvæði og skiplagi þess.  Þannig er leitast við að stilla sem best saman strengi þeirra sem að þessu mikilvæga verkefni koma og eiga ýmissa hagsmuna að gæta. Þjóðgarðar eru hugsaðir til að vernda náttúruna og gera fólki unnt að njóta hennar en sjálfbær nýting er einnig mikilvæg. Þar verður því áfram beit, veiði, ferðamennska og hvers kyns nytjar eins og hefð er fyrir. Það sama á við um virkjanir sem nú þegar eru á svæðinu. Með stofnun þjóðgarðs yrði lagður aukinn metnaður í uppbyggingu innviða, svo sem bílastæði við aðkomu hvers rekstrarsvæðis, göngustíga og merkingar sem tryggja munu öryggi, aðgengi og upplýsingar til ferðamanna. Ekki yrði tekið gjald inn í þjóðgarðinn sjálfan, en gjaldtaka yrði fyrir skilgreinda þjónustu eins og í þjóðgarðinum á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarð. 

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðanáttúruverndarsamtaka IUCN eru þjóðgarðar umfangsmikil náttúruleg eða lítt snortin svæði sem eiga það alla jafna sameiginlegt að tengjast lífríki svæðisins. Skilgreining íslenskra laga um þjóðgarða tekur einnig mið af því. Mikilvægt er að horfa til jákvæðra reynslu af þjóðgörðum hérlendis þegar kemur að Hálendisþjóðgarði. Rannsóknir sýna að reynslan sé almennt góð og að stofnun þjóðgarða hér á landi hafi haft jákvæð áhrif á nærliggjandi sveitarfélög og þjóðarhag almennt. Má í því sambandi nefna afar jákvæða reynslu á Þingvöllum og hjá þeim sveitarfélögum sem Vatnajökulsþjóðgarður tilheyrir. Reynslan sýnir að starfsemi þjóðgarða stuðlar að fjölþættri atvinnustarfsemi í heimabyggð og tilurð þeirra hefur leitt til markvissari innviðauppbyggingar. Við stofnun Hálendisþjóðgarðs er mikilvægt að líta til reynslu af þeim þjóðgörðum sem fyrir eru í landinu bæði til þess sem vel hefur tekist og til þess sem betur mætti fara. Reynslan af starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er þar gagnlegt veganesti. Með stofnun Hálendisþjóðgarðs ættu að geta skapast fjölmörg tækifæri fyrir fólk í landbúnaði, heilsuvernd, rannsóknum, ferðaþjónustu og útivist svo dæmi séu tekin. Stofnun Hálendisþjóðgarðs kæmi því ekki í veg fyrir hefðbundna nýtingu hvers konar eða umferð manna og dýra sem ekki gengur á náttúruna með óafturkræfum hætti. Þjóðgarðar eru til þess fallnir að vernda náttúruna en um leið gera fólki kleyft að njóta hennar og nýta. Útivist, hvort sem það eru hestaferðir, snjósleðaferðir, gönguferðir eða jeppaferðir rúmast því innan þjóðgarða.  Markmiðið með stofnun Hálendisþjóðgarðs er að undirbúa hálendið til framtíðar litið með samstilltu átaki, skýrri stefnu og skipulagi sem mótuð er í héraði og markvissri uppbyggingu innviða. Reynslan af skyndilegri fjölgun ferðamanna á liðnum árum sýnir okkur að við þurfum að bregðast við af framsýni og með samstilltu átaki.

Sem þjóðminjavörður hef ég fengið tækifæri til þess að starfa með fólki um allt land um varðveislu þjóðminja, svo sem sögulegra bygginga og felst varðveislan í góðu aðgengi og viðeigandi notkun bygginganna sem margar eru fjölsóttir ferðamannastaðir og miðsvöðvar menningarstarfs á hverju svæði. Minjarnar endurspegla sögu fólksins í landinu í gegnum aldirnar, sambúð lands og þjóðar og eru brunnur frumheimilda sem vitna um líf og störf genginna kynslóða. Má þar nefna torfhús, fornleifar, ljósmyndir og heimildir um þjóðhætti, já og forna gripi dagsins annar á borð við útskorna aska með  loki þar sem dagleg næring hvers og eins var geymd. Ómetanlegar menningarminjar eru varðveittar á hálendinu, minjar um göngur og fjallskil, fornar leiðir og leifar um líf útilegufólks. Menningarminjar sem vitna um umferð fólks og nytjar á hálendinu frá ómunatíð. Þjóðminjarnar eru sameiginlegur menningararfur okkar allra, fjöregg sem við gætum fyrir komandi kynslóðir rétt eins náttúra Íslands, samofin lífi fólks og byggðaþróun í landinu. Sömu lögmál gilda um menningararfinn og um hálendið okkar. Sú auðlind er í eigu og á ábyrgð okkar allra. Stofnun Hálendisþjóðgarðs yrði okkar stærsta framlag til náttúruverndar hingað til en ekki síður til byggðaþróunar.  Í þeim efnum er mikilvægt að líta til framtíðar í samræmi við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og gæta þess að hafa ekki asklokið góða fyrir himin!  


Ljósmyndir eftir Reykvíkinginn Gunnar Pétursson (1928-2012) sem var mikill náttúruunnandi sem ferðaðist um hálendið með myndavélina í farteskinu. Hann kleif fjölmörg fjöll og gekk á alla jökla landsins og varð hálendi Íslands heimavöllur hans og hugleikið myndefni, jafnt á fjölförnum slóðum sem afskekktum. Elsta myndin hér er tekin 1963, Ljósá, Fjallabaksleið syðri. Myndir hans eru nú til sýnis á sýningunni Í ljósmálinu í Þjóðminjasafni Íslands ásamt sýningu kanadíska ljósmyndarans Jessicu Auer  Horft til norðurs á íslenskum ferðamannastöðum og umhverfi ferðamannsins á hálendinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
4

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
5

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
5

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu