Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tölur um plast, tölum um plast

Plast­ið tek­ur yf­ir heim­inn og um­ræð­una.

Tölur um plast, tölum um plast
Paradís á jörðu Ströndin í Kochi í Kerala í Suður-Indlandi er fjarska falleg, þegar komið er nær, er plast og aftur plast, eins langt og augað eygir. Mynd: Páll Stefánsson

Það var fyrir 113 árum í New York sem bandarísk-belgíski efnafræðingurinn Leo Beakland fann upp plastið. Hann gaf þessu nýja og handhæga mótandi efni nafnið plastic, en orðstofninn er gríska orðið plastikós, sem þýðir að móta. 

Það eru fáir hlutir sem móta tilveru okkar jafn áþreifanlega og plastið. Það er alls staðar. Jafnvel á þeim stöðum sem það ætti alls ekki að vera. Eins og rétt fyrir norðan okkur. 

Plast er alls staðar. Þegar við vöknum byrjum við daginn á að setja upp í okkur plast, þ.e.a.s. tannburstann, og kreistum á hann tannkrem, auðvitað úr plasttúbu. Síðan kveikjum við á farsímanum, sem er að meiri hluta úr plasti. Þaðan opnum við ísskápinn og tökum út plasthúðaða mjólkurfernuna og leggjum morgunverðinn á borðið; plastpakkaðan ost, plastaða gúrku, tómata í plastöskju.  Við sturtum okkur og þvoum hárið með plastpökkuðu sjampói ... og dagurinn er bara rétt að byrja. Úr plastútvarpinu óma fréttir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu