Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.

Illugi Jökulsson

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Ofsaveður sem skall á suðvesturlandi 15. janúar 1942 var í Reykjavík á við þriðja stigs fellibyl.

Illugi Jökulsson

Ofsaveður sem skall á suðvesturlandi 15. janúar 1942 var í Reykjavík á við þriðja stigs fellibyl.

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum
Alþýðublaðið sagði frá ofsaveðrinu á forsíðu sinni. 

Betur fór en á horfðist í ofsaveðrinu á Vestfjörðum í nótt og fer nú vonandi að ljúka illvirðrahrinu. Dagurinn í dag, 15. janúar, er hins vegar merkilegur dagur í veðursögu Reykjavíkur.

Fyrir réttum 78 árum eða þann 15. janúar 1942 gekk nefnilega yfir suðvestanvert landið sannkallað fárviðri og um hádegisbil mældist til dæmis í Reykjavík í fjórgang mesti vindstyrkur sem þar hefur mælst, bæði fyrr og síðar eftir því sem ég best veit, eða 59,5 metrar á sekúndu.

STYRKUR FELLIBYLS

Það samsvarar fellibyl af þriðja styrkleikaflokki af fimm. Fárviðri eða 12 vindstig af hinum gamla Beautfort-skala mældist þá á 10 veðurathugunarstöðvum á landinu en stormur (9 vindstig) var á 36 stöðvum. Fjögur stór erlend skip strönduðu á sundunum við Reykjavík, og marga smærri báta rak á land en mannbjörg varð í öllum tilfellum.

Hins vegar urðu verri tíðindi daginn eftir því þá fórust 25 af 27 manna áhöfn pólska flutningaskipsins Wigry sem strandaði við Snæfellsnes.

Í Alþýðublaðinu 16. janúar sagði svo frá afleiðingum veðursins daginn áður:

„Hér í Reykjavík fuku járnplötur og hellur af þökum mjög víða og var stórhættaaf þessu foki sumstaðar á götum bæjarins. Meðal annars fuku hellur af þaki Landspítalans. Grindur umhverfis hús brotnuðu mjög víða og köstuðust langar leiðir,tré rifnuðu upp úr görðum með rótum, meðal annars stór tré úr garðinum við Aðalstræti, svalir brotnuðu niður og járnplötur og annað rusl fauk um göturnar.

„BÖRN STÓÐU HJÁLPARVANA“

Þá munu hafa orðið skemmdir á útihúsum í nágrenni bæjarins. Þá brotnuðu rúður allvíða. Plötur fuku úr girðingu sundlauganna og lentu á húsum og brutu rúður. Svo að segja öll girðing umhverfis íþróttavöllinn [Melavöllinn] brotnaði í spón og fauk – liggur þar allt í bendu, brakið úr girðingunni og plötur og drasl frá byggð [breska og bandaríska] setuliðsins, sem er þarna skammt frá.

Kennslu var hætt í barnaskólunum eftir hádegi […] en strætisvagnar fluttu börn heim til sín um hádegið, að minnsta kosti í sumum hverfum. Nokkur börn stóðu hjálparvana undir húsum og biðu eftir hjálp […] Við og við í gær voru menn að koma í Landspítalann, sem höfðu meiðst af völdum veðursins, og komu 13 þangað af þeim ástæðum, en enginn þeirra var hættulega særður. Heyrzt hefir að bandarískur hermaður hafi slasast töluvert við íþróttavöllinn. Svo mikið var veðrið þarna að það fleygði mönnum um koll og gátu þeir með naumindum komist í hús.“

FLUGVÉLAR SETULIÐSINS FÓRUST

Einna mest tjón varð á eigum Breta og Bandaríkjamanna en síðari heimsstyrjöldin stóð þá sem hæst og Bandamenn höfðu setulið á Íslandi til að verjast kafbátaárásum Þjóðverja á skipaferðir á Atlantshafi.

Lady Madeleinevar einn fjölmargra breskra togara sem teknir voru í þjónustu breska flotans í stríðinu.

Á Fossvogi lágu fimm flugbátar við akkeri og sást oft lítið til þeirra þegar veðrið var verst vegna sælöðurs sem var eins og 15 metra hár veggur. Um nónbil höfðu allir bátarnir fimm allir sokkið.

„Á flugvellinum voru tjóðraðar niður sex breskar flugvélar,“ segir í ritinu Vindhraðamet í Reykjavík í fárviðrinu 15. janúar 1942 eftir Flosa Hrafn Sigurðsson. „[Þær] tók að hrekja undanvindinum og dró hver með sér sex steypuklossa, [150 kíló] að þyngd. Voru 40 hermenn þá settir til að halda við hverja [þeirra] til að stöðva hrakninginn, en vélunum hætti samt til að lyftast. Voru hreyflar þá ræstir til að vinna líka gegn veðrinu. [Ein] vélin var auk steypuklossanna tjóðruð við grjótfylltar tunnur og beitti vélarafli til að hamla gegn veðrinu.“

„MY SEA LADY“

Til er lýsing á veðurhamnum á ytri höfninni í Reykjavík, sem breski skipstjórinn Graeme Ogden skrifaði í minningum sínum frá stríðsárunum, en þær komu út í bókinni My Sea Lady. Ogden stýrði togaranum Lady Madeleine sem tekinn hafði verið í þjónustu breska flotans á stríðsárunum og var notaður til að fylgja skipalestum og vinna margvísleg störf önnur.

Óhætt er að segja að veður og náttúra Íslands hafi ekki heillað Ogden. Hann skrifaði - sennilega í léttum dúr:

„Ef ég hata einhvern stað á jörðinni, þá er það Ísland [sem er] næstum allt undirlagt af jöklum og eldfjallahrauni og er ömurleg og gleðisnauð eyðimörk.“

Þann 15. janúar 1942 lá Lady Madeleine á ytri höfninni, ásamt fjölda annarra skipa. Sum voru kaupskip að koma með birgðir til herliðs Bandamanna á Íslandi, önnur voru að bíða eftir að komast í skipalest til Sovétríkjanna. Mörg herskip af ýmsum gerðum voru og á höfninni.

Ogden lýsti þessu svo, og var þýðingin birt í bókinni minni „Til orrustu frá Íslandi“ fyrir nokkrum árum:

MARMARAKENNINGIN

„Fyrri part dags þann 15. janúar fór vindur að aukast.Við lágum þá fyrir akkeri úti á sundunum og höfðum ekki í sjó nema sex hlekki akkeriskeðjunnar. Við vorum að búa okkur undir að sigla og allt virtist vera með friði og spekt. En þá fór að hvessa æ meira og loftvogin féll svo að áhyggjuefni var.

Graeme Ogdenvar tíður gestur við Ísland á stríðsárunum.

Um hádegi var kominn stormur af norðaustri. Ég sagði við Geoff [fyrsta stýrimann] að ég kynni ekki við broddinn í storminum og ráðlegast væri að hífa upp akkerið og komast út á rúmsjó.

Valt er nefnilega að treysta á sjávarbotninn á sundunum við [Reykjavík]. Sumir segja að botninn sé úr úfnu eldfjallahrauni, aðrir að hann sé eins og pússaður marmari.

Ég hallast að marmarakenningunni því einmitt um leið og ég var að ræða þetta við Geoff skókst Lady M illilega til, dró akkerið og fór svo að reka undan vindi í átt að Engey. Sem betur fór snerum við ekki hliðinni undan vindáttinni því þá hefðum við ekki átt möguleika [að sleppa við strand].

Hviðan sem kom Lady M af stað hrakti korvettu eina [kafbátaleitarskip] utan í togara og saman byltust þau undan vindinum og við rétt sluppum við árekstur við þau.

STJÓRNLAUSIR Í OFSAVEÐRI

Ég varð að setja á fulla ferð til að reyna að hafa stjórn á skipinu og mundi nú að við drógum ennþá á eftir okkur sex hlekki af akkeriskeðjunni. Við náðum hluta af keðjunni innbyrðis en gandreið okkar í átt að fjörunni [á Engey] stöðvaðist loks þegar akkeriskrókar okkar festust rækilega í akkeriskeðju á hollensku kaupskipi sem þar lá.

Lady M fór nú að snúa skutnum upp í vindinn en það leitast togarar jafnan viðað gera ef þeir eru stjórnlausir í ofsaveðri. Vindurinn var nú farinn að nálgast fellibylsstyrk og með því að setja á fulla ferð aftur á bak tókst mér naumlega að fá Lady M til að halda sjó.

Vandamálið var að halda henni í skjóli við Hollendinginn án þess að rekast utan í hann. Við héldum þarna kyrru fyrir í meira en klukkustund og ég bað sífellt til guðs að vindinn myndi lægja eða hann að minnsta kosti snúast svolítið svo ég gæti smogið niður með bakborðssíðu hans.

40 METRAR Á SEKÚNDU

Loftvogin hélt hins vegar áfram að falla og höfnin var nú eitt fljúgandi særok. Vindurinn var svo öflugur að öldur brotnuðu og ytri höfnin var eins og hringiða af rjúkandi froðu. Himinninn var dökkfjólublár og sjórinn dumbbrúnn á litinn.

Ég komst nú að þeirri niðurstöðu að við værum líklega ekki bara fastir við Hollendinginn heldur hefðu akkeriskrókar okkar fest sig í eitthvað annað en hann – kannski gamlan kapal á botninum – en síðan hefði lykkja á akkerisfestinni vafist utan um akkerisfesti [Hollendingsins].“

Ogden og menn hans reiknuðu út að ef þeir slökuðu út meiri akkerisfesti kæmust þeir kannski aftur fyrir Hollendinginn eða dregið akkerið laust.

„Mér fannst það samt ekki mjög líklegt því akkerið okkar virtist satt að segja algjörlega pikkfast í einhverju,“ skrifaði Ogden og bætti við:

„Við ákváðum að nota vélarnar til að taka spennuna af og til að vera tilbúnir ef eitthvað örlítið drægi úr vindstyrk til að slaka kaplinum varlega burt.

Þetta var hægar sagt en gert því nú var vindhraðinn kominn upp í [40 metra á sekúndu].

GÁTU EKKI STAÐIÐ UPP

Þeir úr áhöfninni sem voru frammá gátu ekki einu sinni staðið upp, svo mikill var veðurofsinn, og ég sá þá varla gegnum særokið; það var meira að segja erfitt að grilla í merki frá þeim.

Okkar tröllvaxni bátsmaður, Paddy Sloan, lá endilangur á dekkinu og gaf út svolítið af keðjunni í einu og þannig náðum við að lokum í skottið á Hollendingum. Til að halda þeirri stöðu urðum við að sjálfsögðu að stíma beint áfram, og stundum á fullri ferð.

Ég held að fellibylurinn hafi náð hámarki um klukkan 1800 og hafi þá verið [53 metrar á sekúndu].

Ég eyddi tímanum í að skríða á milli brúarinnar og káetu minnar þar sem ég aðgætti loftvogina.

Um þetta leyti sýndi hún 26.4.

Ég hef aldrei séð hana lægri. Sjórinn fossaði nú framhjá brúnni (sem er í [9 metra] hæð) eins og þéttur vatnsveggur. Ég sá hvorki til himins né niður á yfirborð sjávar.

KÚTVELTIST EINS OG VITFIRRINGUR

Lady M kippti stöðugt í keðjuna sína eins og hrætt dýr og ég bjóst við að hún myndi rífa sig lausa á hverri stundu. Guð veit hvað hefði þá gerst, því fjöldi skipa að hlaðast upp milli okkar og opins hafs.

Tilfinningin af þessum fellibyl, þegar hann var verstur, var eins og að vera í göngum. Það var ómögulegt að standa upp og eina leiðin til að sjá eitthvað var að mynda eins konar öfugt gjallarhorn með lófunum, setja upp að andlitinu og gægjast augnablik gegnum þrengri enda þess.

Samkvæmt mínum bókum fór loftvogin að hækka um klukkan 2200 og vindurinn að minnka. Nóttin var samt ansi óþægileg fyrir Lady M kúrveltist enn fram og til baka eins og vitfirringur, en um morguninn vorum við enn fyrir aftan Hollendinginn og þá var smáræðis goluþytur.

Þegar dagaði um klukkan 1100 blasti við okkur ansi furðuleg sjón á allri ytri höfninni og sundunum.

SUNDIN ÞAKIN SKIPUM

Sundin voru þakin skipum af öllum stærðum og gerðum sem höfðu flækst saman um nóttina - flutningaskip, olíuskip, herskip, öll í einni bendu. Enn furðulegra var að einhver tuttugu skip hafði rekið á land. Hvert sem maður leit var eins og skip stæðu upp úr túnunum [á Seltjarnarnesi og í Reykjavík].

Ég hef aldrei séð annað eins og vonast til að sjá þetta ekki aftur því svona fellibyljir gera skipunum okkar meira tjón en svo og svo margir [þýskir] kafbátar. Síðast þegar ég var í [Reykjavík] árið 1943 voru sum af þessum skipum enn uppi á landi.“

Tvö af skipunum sem strönduðu,Querem frá Portúgal og Sonia Mærsk frá Danmörku.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Illugi Jökulsson

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Illugi Jökulsson

Þann 13. janúar 1898 birti franska blaðið L'Aurore á forsíðu opið bréf til forseta Frakklands þar rithöfundurinn Zola fordæmdi málsmeðferð þá sem herforinginn Alfred Dreyfus hafði sætt eftir að hafa verið ákærður fyrir njósnir fyrir Þjóðverja.

Í dag var teningum kastað við Rubicon

Illugi Jökulsson

Í dag var teningum kastað við Rubicon

Illugi Jökulsson

Þann 10. janúar árið 49 fyrir upphaf tímatals okkar hélt Julius Caesar á vit örlaga sinna þegar hann skoraði Gnaeus Pompeius og rómverska öldungaráðið á hólm með því að halda með hersveit sína yfir fljótið Rubicon

„Ég giftist ekki þessu svínstrýni!“

Illugi Jökulsson

„Ég giftist ekki þessu svínstrýni!“

Illugi Jökulsson

Af hverju er breska konungsættin þýsk? Það kemur í ljós hér þar sem við sögu koma drottning í stofufangelsi, myrtur sænskur greifi, prins með „þykka skurn“ um heilann og sitthvað fleira.

Myndin af manninum flækist enn

Illugi Jökulsson

Myndin af manninum flækist enn

Illugi Jökulsson

Homo erectus átti að vera útdauður fyrir 400.000 árum. En nýjar rannsóknir benda nú til að fyrir aðeins 100.000 hafi hann verið í fullu fjöri á Jövu, löngu eftir að homo sapiens kom fram á sjónarsviðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Nýtt á Stundinni

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svanavatn á torgi

Einar Már Jónsson

Svanavatn á torgi

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Ritstjórn

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Stuðningur berst björgunarsveitinni  á Flateyri alls staðar að af landinu

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu