Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

„Ég vona að þessi úrskurður breyti starfi bankans“

Seðla­bank­inn braut jafn­rétt­is­lög með ráðn­ingu upp­lýs­inga­full­trúa. Bank­inn réði karl með mun minni mennt­un og reynslu en Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, þar sem hann þótti standa sig vel í við­töl­um, vera frum­leg­ur og skemmti­leg­ur og með ein­staka hæfi­leika.

Mest lesið

Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
1
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
2
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
3
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
4
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
5
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
6
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
7
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Hrakt­ist úr grotn­andi húsi á Suð­ur­landi

Ungt að­flutt par flúði óí­búð­ar­hæft hús­næði sem vinnu­veit­andi þeirra á Suð­ur­landi leigði þeim. Þar var mik­ið um vatns­skemmd­ir og sorp var á víð og dreif um hús­ið og lóð­ina. Yf­ir­mað­ur­inn sagði að aðr­ir út­lend­ing­ar hefðu aldrei kvart­að und­an ástandi hús­næð­is­ins.
Stundin #122
Júlí 2020
#122 - Júlí 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. ágúst.
„Ég vona að þessi úrskurður breyti starfi bankans“
Kærði ráðninguna Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar horft var framhjá þeirri reynslu og menntun sem Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður og upplýsingafulltrúi, hafði umfram karlkyns umsækjanda.

„Ég vona að þessi úrskurður breyti starfi bankans og að faglegt ráðningarferli verið tekið upp innan hans. Ég vona einnig að bankanum vegni betur í ákvörðunum sínum undir nýrri yfirstjórn og fari að landslögum,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir í samtali við Stundina. 

Seðlabankinn hefur þrisvar sinnum brotið jafnréttislög frá árinu 2012, nú síðast þegar Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn upplýsingafulltrúi bankans, án þess að bankinn gæti sýnt fram á að Stefán hefði staðið Gunnhildi Örnu, konu sem einnig sótti um starfið, framar. Gunnhildur Arna hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2004 og stýrt fréttastofum, meðal annars sem ritstjóri dagblaðs. Í dag er hún starfandi dagskrárgerðarkona í Morgunútvarpi Rásar 2 auk þess sem hún er blaðamaður hjá Læknablaðinu. 

Greint var frá því í byrjun júní að Stefán Rafn hefði verið ráðinn til Seðlabankans og vísað í Facebook-status frá Stefáni þar sem hann staðfesti fregnirnar og kvaddi um leið fjölmiðla: „Mun samt sakna þess að flytja ykkur fréttir af Brexit, Trump og pöndum frá Kína,“ sagði hann. 

Þótti standa sig vel í viðtölum

Alls voru 49 umsóknir metnar og ákveðið var að bjóða sjö umsækjendur í viðtal, þar af fjórar konur og þrjá karla. Að þeim loknum voru þrír umsækjendur metnir hæfastir. Í framhaldinu var þeim boðið að leysa ákveðin verkefni og síðan var tveimur boðið í seinna viðtal. Í kærunni kemur fram að Gunnhildur Arna hafi verið kölluð í viðtal en ekki heyrt frekar af málinu fyrr en í júní þegar tilkynnt var um ráðninguna. Í kjölfarið óskaði hún eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni.

Þar kom fram að hæfniskröfur hefðu verið metnar heildstætt.

Sá sem hefði verið ráðinn, Stefán Rafn, hefði lokið BA-gráðu í stjórnmálafræði, starfað sem sjónvarpsfréttamaður frá árinu 2018, útvarpsfréttamaður í tvö ár og blaðamaður á Fréttablaðinu í rúmt ár. Í þrjá mánuði hafi hann verið í starfsnámi á upplýsinga- og fjölmiðlasviði hjá Jafnaðarmannaflokknum á Evrópuráðsþinginu og komið að gerð fréttatilkynninga og fleira. Auk þess hafi hann setið í stjórn Norðurlandaráðs æskunnar í eitt ár og verið fomaður Ungra jafnaðarmanna um nokkurra ára skeið. Þá var það talið honum til tekna að kunna á Adobe Photoshop og InDesign.

Á þessum grundvelli mat Seðlabankinn Stefán Rafn hæfan og þar sem frammistaða hans í viðtölum var talin mjög góð var honum að lokum boðið starfið.

Í ljósi þess að Gunnhildur Arna hefur töluvert meiri reynslu og betri menntun en Stefán kærði hún málið til kærunefndar jafnréttismála sem taldi nægar líkur á að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns til að Seðlabankinn yrði að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðunar hans. Niðurstaðan var skýr, Seðlabankanum tókst ekki að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hefði legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.

Samanburður á hæfnismati

Til að komast að þeirri niðurstöðu var farið yfir hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu um starfið og hæfni þeirra Gunnhildar og Stefáns borin saman. 

Hæfnis­kröfur Sá sem ráðinn var (hann) Kærandi (hún)
Háskóla­menntun sem nýtist í starfi

BA-gráða í stjórnmálafræði, HÍ 2017

BA-gráða í mannfræði, HÍ 2002

Diplóma í hagnýtri fjölmiðlun, HÍ, 2004

MBA-gráða, HR, 2016.

Samanburður

Kærandi hefur lokið þremur háskólagráðum, þar af diplómagráðu og annarri á meistaragráðustigi.

Sá sem ráðinn var lauk BA-gráðu og stundaði námið með hléum á árunum 2009-2017.

Reynsla af kynningar­starfi

1. Starfsnám hjá Jafnaðarmanna-flokknum á Evrópuþinginu á uppýsinga– og fjölmiðlasviði frá febrúar–maí 2012. Þar kom hann að gerð fréttatilkynninga, vann örmyndbönd, tók viðtöl og var í samskiptum við fjölmiðlafólk og vann að samfélagsmiðlum.

1. Kærandi var talsmaður/upplýs-ingafulltrúi stærsta fjarskiptafélags landsins í rúm fimm ár, frá 2012-2018. Auk þess að svara fyrirspurnum fjölmiðla ritaði kærandi allar fréttatilkynningar og birti á vef og bloggi félagsins og sendi fjölmiðlum, sá um innri upplýsingamiðlun til mörg hundruð starfsmanna, undirbjó efni á starfsmannafundi og upplýsingar til kauphallar. Ritaði einnig allan almennan texta í ársskýrslu félagsins og samfélags- ábyrgðarskýrslur, sem og fundargerðir framkvæmdastjórnar. Vann einnig með erlendum félögum að ritun fréttatilkynninga; Spotify, Ericsson og Comarch. Hún kom fram í eigin nafni sem talsmaður fyrirtækisins.

2. Kærandi hefur unnið sjálfstætt með fyrirtækjum í almannatengslum í rúmt ár.

3. Kærandi hefur sett upp og stýrt viðburðum FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, til að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum.

Samanburður

Kærandi hefur í það minnsta fimm árum lengri reynslu en sá sem ráðinn var af kynningarstarfi en reynsla hans þar kemur eingöngu úr starfsnámi.

Kærandi hefur í 5,5 ár svarað fjölmiðlum sem upplýsingafulltrúi. Þá reynslu hefur sá sem ráðinn var ekki.

Reynsla af fjölmiðlum

1. Fjölmiðlareynsla á árunum 2016-2019.

2. Gegnt starfi sjónvarps-fréttamanns frá mars 2018.

3. Útvarpsfrétta-maður um tveggja ára skeið og blaðamaður á fréttamiðlinum Vísi.

4. Blaðamaður á Fréttablaðinu frá febrúar 2015-maí 2016. Fréttaöflun og ritun.

5. Setti inn fréttir á samfélagsmiðla fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna.

6. Hefur góða þekkingu á Photoshop og InDesign.

1. Fjölmiðlareynsla á árunum 2004-2012, 2018-2019.

2. Gegndi starfi sjónvarps-fréttamanns sumarið 2010 á RÚV. Stýrði viðtalsþáttum í sjónvarpi 2009.

3. Útvarpsfréttamaður sumarið 2010. Stýrði útvarpsþáttum Fréttablaðsins 2005, hádegisþáttum og morgunþáttum.

4. Vann á árunum 2004 til október 2012 hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV, Blaðinu/24 stundum og Fréttatímanum. Var blaðamaður, vaktstjóri, kvöldfréttastjóri, fréttastjóri og ritstjóri.

5. Vann á mbl.is og setti inn fréttir á Vísi.

6. Tilnefnd til verðlauna fyrir rannsóknar-blaðamennsku.

7. Ritar nú viðtöl og fréttir, gerir hlaðvörp og tekur ljósmyndir og vinnur þær fyrir Læknablaðið frá 2018. Setur inn fréttir á samfélagsmiðla.

8. Hefur þekkingu bæði á Photoshop og InDesign en var ekki í viðtalinu spurð sérstaklega um forrit tengd blaðamennsku aðeins sjónvarp.

Samanburður

1. Kærandi hefur sent starfandi fjölmiðlum ógrynni fréttatilkynninga. Það hefur sá sem ráðinn var ekki gert.

2. Kærandi hefur unnið að gerð fréttatilkynninga með erlendum stórfyrirtækjum. Það hefur sá sem ráðinn var ekki gert.

3. Kærandi hefur reynslu af því að bregðast við og hafa samband við fjölmiðla vegna umfjöllunar. Þá reynslu hefur sá sem ráðinn var ekki.

4. Kærandi hefur reynslu af skýrsluskrifum. Þá reynslu hefur sá sem ráðinn var ekki.

Starfstími kæranda á fjölmiðlum er þrefalt lengri en starfstími þess sem ráðinn var. Sá starfstími kæranda er allur eftir grunnnám en hjá þeim sem ráðinn var er lengsti hluti starfstíma hans meðan hann var í námi.

Kærandi hefur mun víðtækari reynslu umfram þann sem ráðinn var á dagblöðum landsins, svo munar sjö árum. Sá sem ráðinn var hefur hins vegar um árs lengri reynslu af útvarpsfréttamennsku en kærandi.

Kærandi var stjórnandi; fréttastjóri og ritstjóri með yfirsýn yfir allar unnar fréttir hvern dag í starfi. Sá sem ráðinn var hefur ekki þá reynslu.

Kærandi hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir blaðamennsku. Slíka tilnefningu hefur sá sem ráðinn var ekki.

Kærandi hefur reynslu af ljósmyndun í starfi og af gerð hlaðvarpa. Þá reynslu hefur sá sem ráðinn var ekki.

Góðir samskipta­hæfileikar

1. Formaður Ungra jafnaðarmanna.

2. Sat í stjórn Norðurlandaráðs æskunnar 2014-2015.

3. Formaður Ungra Evrópusinna.

4. Alþjóðafulltrúi Landssambands æskulýðsfélaga.

5. Gjaldkeri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

6. Formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla-nema.

7. Forseti Nemendafélags FG.

8. Sveitaforingi í skátafélaginu Svönum.

1. Talsmaður fjarskiptafyrirtækis á markaði.

2. Hefur þróast í starfi og verið treyst fyrir mannaforráðum.

3. Situr í dómnefnd fyrir Blaðamannafélag Íslands.

4. Framkvæmdanefnd FKA til að auka hlut kvenna í fjölmiðlum.

5. Treyst til leiðaraskrifa í fjórum dagblöðum landsins.

6. Var formaður nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík til tveggja ára, en kom ekki fram í ráðningarferli.

Samanburður

1. Sá sem ráðinn var talaði sem formaður ungra jafnaðarmanna og hefur verið í framvarðasveit í skólapólitík og annarri. Kærandi hefur verið talsmaður félags með 30 milljarða árlega veltu í markaði.

2. Kæranda hefur verið treyst til að stýra mannskap á vinnustað. Það á ekki við um þann sem ráðinn var.

Góð kunnátta og ritfærni í íslensku og ensku

1. Þriggja ára fréttamennska í innlendum og erlendum fréttum gengi ekki án góðrar tungumála-kunnáttu.

1. Fimmtán ára reynsla í fjölmiðlum og almannatengslum gengi ekki án góðrar tungumála-kunnáttu.

2. MBA nám HR er allt kennt á ensku.

Góð þekking á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum er kostur.

1. Ritaði erlendar fréttir, einnig um utanríkismál, stjórnmál og kjaramál.

1. Fréttastýrt bæði innlendum og erlendum fréttum. Hefur einnig ritað fréttir um kjaramál, utanríkismál, stjórnmál og vísitöluna.

2. Lauk efnahags- og fjármálatengdum áföngum í MBA–náminu, þar á meðal í bókhaldi, markaðsfræði og þjóðhagfræði.

3. Upplýsingafulltrúi í skráðu félagi.

Samanburður

Kærandi hefur lokið áföngum í MBA–námi sem sanna góða þekkingu á efnahags- og peningamálum og fjármálamörkuðum.

Sá sem ráðinn var hefur enga sambærilega menntun.

Drifkraftur, frumkvæði og geta til að vinna faglega og sjálfstætt.

1. Forsenda góðrar blaða- og fréttamennsku.

1. Forsenda góðrar blaða- og fréttamennsku.

2. Kærandi heldur utan um eigin rekstur.

3. Kærandi rak og stýrði ritstjórn og hélt utan um og kom með hugmyndir fréttastofu.

4. Stundaði MBA– nám samhliða vinnu og barnauppeldi.

Samanburður

Bæði uppfylla örugglega þessa kröfu hvort á sinn hátt.

Kærandi lauk þó námsframvindu á háskólastigi á hefðbundnum og eðlilegum námshraða. Það gerði sá sem ráðinn var ekki heldur lauk hann á þreföldum tíma námi sem telst þriggja ára nám.

„Augljóst sé af þessari samanburðartöflu að sá sem ráðinn hafi verið hafi uppfyllt með mun lakari hætti en kærandi hlutlægar kröfur til starfsins,“ segir í kærunni.  Gunnhildur Arna lýsti reyndar þeirri skoðun að Stefán hefði aldrei átt að ná svo langt í ráðningarferlinu sem raun bar vitni. Hlutlægum mælikvörðum hafi verið vikið til hliðar og ráðningin byggð á huglægum sjónarmiðum.

Þriggja mánaða starfsnám vó þyngra en þriggja ára háskólanám

Bent er á nokkur atriði sem vekja sérstaka athygli: 

  • Í umsóknarferlinu var þriggja mánaða starfsnám Stefáns á upplýsinga- og fjölmiðlasviði hjá Jafnaðarmannaflokknum á Evrópuþinginu á árinu 2012 verið látin vega þyngra en diplómagráða í hagnýtri fjölmiðlun og MBA–gráða, samtals þriggja ára framhaldsnám í Háskóla sem Gunnhildur Arna hafði lokið. 

  • Upplýsingagjöf í þriggja mánaða starfsnámi sé talin veigameiri en öll sú hagnýta reynsla sem Gunnhildur Arna hafi umfram þann sem ráðinn hafi verið sem upplýsingafulltrúi og talsmaður stórs og öflugs hlutafélags á markaði í rúm fimm ár, skýrsluskrif á þeim tíma, innri upplýsingagjöf og samskipti við fjölmiðla. Einskis sé metin reynsla hennar sem sjálfstætt starfandi við almannatengsl.

  • Reynsla Stefáns sem blaða- og sjónvarpsfréttamaður á árunum 2016-2019 sé metin veigameiri en reynsla Gunnhildar Örnu sem blaða- og sjónvarpsfréttamaður, vaktstjóri, kvöldfréttastjóri, fréttastjóri og ritstjóri á árunum 2004-2012 og aftur sem blaðamaður frá árinu 2018.

  • Sérstök áhersla sé lögð á þekkingu þess sem ráðinn hafi verið á InDesign og Photoshop. Gunnhildur Arna hafi ekki verið spurð um þekkingu sína á þessum forritum sem unnið sé samhliða með í núverandi starfi kæranda. Blaðið/24 stundir, Fréttatíminn og Læknablaðið séu öll sett upp í InDesign. Hún hafi því einnig þekkingu á þessum forritum.
  • Fyrir liggi að sá sem nú gegni stöðu ritstjóra Seðlabankans sé karlmaður. Það hefði því átt að vera eftirsóknarvert fyrir bankann að ráða konu í þetta starf þannig að störf sem tengist almannatenglum á vegum Seðlabankans væru skipuð bæði karli og konu.

Brutu lög um jafnan rétt kvenna og karla

Seðlabankinn hafnaði því að kyn hefði ráðið því hver var metinn hæfastur. Í umsóknarferlinu hafi Stefáni verið boðið að leysa verkefni sem hann hefði nálgast með „frumlegum og skemmtilegum“ hætti og því hafi verið talið að hann væri „góð viðbót við teymi“ Seðlabankans. Hann hafi því ekki aðeins búið yfir sérþekkingu  heldur „sérstökum hæfileikum“. Frammistaða hans í viðtölum hafi verið mjög góð, auk þess sem hann hafi unnið að áhugaverðum verkefnum í frítíma sínum, svo sem hlaðvarpsþáttinn Pendúlinn. 

Á móti bendir Gunnhildur Arna á að hún hafi greint frá því í ráðningarviðtalinu að hún hefði verið í teymi sem hafi unnið að stórri herferð fyrir Símann og Samgöngumiðstöð, Höldum fókus, sem hlaut íslensku auglýsingarverðlaunin Lúður sem herferð ársins 2013. Átakið hafi einnig verið endurtekið í Noregi. Hún hafi verið með útvarps- og sjónvarpsþætti, sett inn efni á Facebook-síðu Læknablaðsins og unnið fyrir það hlaðvörp. Hún gagnrýndi þá ákvörðun að henni hafi ekki verið gefið tækifæri til að leysa sömu verkefni og Stefán, enda þess fullviss að reynsla hennar hefði skilað sér þar. 

Að lokum komst úrskuðarnefndin að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hefði brotið lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með ráðningunni. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
1
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
2
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
3
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
4
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
5
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
6
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
7
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Hrakt­ist úr grotn­andi húsi á Suð­ur­landi

Ungt að­flutt par flúði óí­búð­ar­hæft hús­næði sem vinnu­veit­andi þeirra á Suð­ur­landi leigði þeim. Þar var mik­ið um vatns­skemmd­ir og sorp var á víð og dreif um hús­ið og lóð­ina. Yf­ir­mað­ur­inn sagði að aðr­ir út­lend­ing­ar hefðu aldrei kvart­að und­an ástandi hús­næð­is­ins.

Mest deilt

Fordæma aðför stórfyrirtækisins Samherja að mannorði Helga Seljan
1
Fréttir

For­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja að mann­orði Helga Selj­an

Út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Sam­herji sak­ar Helga Selj­an ým­ist um að hafa átt við eða fals­að skýrslu sem hann hafi byggt á um­fjöll­un sína um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Út­varps­stjóri og frétta­stjóri RÚV hafna áburði Sam­herja og for­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins að mann­orði hans.
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
2
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
3
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
4
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
5
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
6
Fréttir

Verð­lags­stofa við­ur­kenn­ir að hafa unn­ið gögn sem Helgi studd­ist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.
Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
7
Fréttir

Fé­lag frétta­manna lýs­ir undr­un og von­brigð­um með gagn­rýn­is­lausa birt­ingu ásak­ana Sam­herja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.

Mest lesið í vikunni

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
1
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
2
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
3
Fréttir

Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir að borg­in aug­lýsi störf kenn­ara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
4
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
5
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
6
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
7
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.

Mest lesið í mánuðinum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
1
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með blæð­andi sár

All­ir sem hafa elsk­að alkó­hólista vita þetta: Það get­ur ver­ið ansi sárt.
Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
2
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu
3
Fréttir

Hann­es Hólm­steinn furð­ar sig á því að Hild­ur Lilliendahl haldi starfi sínu

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or við stjórn­mála­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, spyr af hverju Hild­ur Lilliendahl, nem­andi við deild hans, hafi ekki ver­ið rek­in frá Reykja­vík­ur­borg.
Giftu sig í fjörunni í Arnarfirði
4
ViðtalFerðasumarið 2020

Giftu sig í fjör­unni í Arnar­firði

Hjón­in Þröst­ur Leó Gunn­ars­son og Helga Helga­dótt­ir eiga fag­urt fjöl­skyldu­hús við fjör­una á Bíldu­dal þar sem þau verja sem flest­um frí­stund­um sín­um.
DV fjarlægði frétt um Fréttablaðið af vef sínum
5
Fréttir

DV fjar­lægði frétt um Frétta­blað­ið af vef sín­um

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, seg­ist ekki hafa rætt frétt sem fjar­lægð var af DV.is við Þor­björgu Marínós­dótt­ur, rit­stjóra DV. Hún seg­ir þau hins veg­ar hafa rætt mál­ið, en ákvörð­un­in hafi ver­ið henn­ar og hún geti tek­ið slag­inn um svona mál. Miðl­arn­ir eru báð­ir í eigu Torgs.
Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum
6
Fréttir

Um­deild­ur fer­ill Ól­afs Helga lög­reglu­stjóra lit­að­ur af hneykslis­mál­um

Dóms­mála­ráð­herra hef­ur beð­ið Ólaf Helga Kjart­ans­son að láta af störf­um í kjöl­far deilu­mála um fram­ferði á vinnu­stað en hann hef­ur ekki orð­ið við því. Fer­ill hans hef­ur ein­kennst af um­deild­um ákvörð­un­um og hef­ur hann ít­rek­að sætt gagn­rýni.
Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
7
Fréttir

Upp­nám í pólska sendi­ráð­inu vegna upp­sagn­ar: „Hann var mjög aggress­íf­ur“

Ræð­is­mað­ur í pólska sendi­ráð­inu var send­ur heim án fyr­ir­vara. Pólsk fé­lög á Ís­landi mót­mæla upp­sögn­inni og segja að Ger­ard Pokruszyński sendi­herra hafi öskr­að og neit­að að taka við bréfi um mál­ið. Ann­ar starfs­mað­ur sendi­ráðs­ins er sagð­ur hafa kvart­að til ráðu­neyt­is.

Nýtt á Stundinni

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Fréttir

Verð­lags­stofa við­ur­kenn­ir að hafa unn­ið gögn sem Helgi studd­ist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.
Greiðsla til Hjaltalín stöðvuð út af gráa listanum
Fréttir

Greiðsla til Hjaltalín stöðv­uð út af gráa list­an­um

Dreif­ing­ar­að­ila var óheim­ilt að milli­færa á ís­lensk­an banka­reikn­ing hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjaltalín vegna veru Ís­lands á gráa lista FATF um að­gerð­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.
Segir Guðlaug Þór vilja skipa pólitíska sendiherra
Fréttir

Seg­ir Guð­laug Þór vilja skipa póli­tíska sendi­herra

Ís­lensk­ur sendi­herra seg­ir Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra líta svo á að hann geti skip­að hvern sem er sem sendi­herra. Nýtt frum­varp hans ógni lýð­ræð­is­legri stjórn­sýslu.
Lestir á járnbrautum
Myndir

Lest­ir á járn­braut­um

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son dá­ist að skil­virkni lest­ar­sam­gangna, nú þeg­ar flug­ferð­ir eru í lág­marki.
108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?
Þrautir10 af öllu tagi

108. spurn­inga­þraut: Við hvað starf­aði hin mið­aldra sögu­hetja í bíó­mynd­inni Líf annarra?

Áð­ur en lengra er hald­ið, þá leyn­ist hér þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni hér að of­an er bíó­mynda­per­sóna sem Brie Lar­son lék í vin­sælli mynd í fyrra. Í sínu dag­lega lífi heit­ir per­són­an Carol Dan­vers en hvað nefn­ist þeg­ar hún er kom­in í þenn­an skín­andi fína og vel saum­aða bún­ing? Á neðri mynd­inni er bros­mild salam­andra. Hvað heit­ir...
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
Fréttir

Fé­lag frétta­manna lýs­ir undr­un og von­brigð­um með gagn­rýn­is­lausa birt­ingu ásak­ana Sam­herja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.
Fordæma aðför stórfyrirtækisins Samherja að mannorði Helga Seljan
Fréttir

For­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja að mann­orði Helga Selj­an

Út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Sam­herji sak­ar Helga Selj­an ým­ist um að hafa átt við eða fals­að skýrslu sem hann hafi byggt á um­fjöll­un sína um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Út­varps­stjóri og frétta­stjóri RÚV hafna áburði Sam­herja og for­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins að mann­orði hans.
Ótrúlegur líkfundur í yfirgefinni franskri villu: Maður myrtur og lá svo ósnertur í 30 ár
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Ótrú­leg­ur lík­fund­ur í yf­ir­gef­inni franskri villu: Mað­ur myrt­ur og lá svo ósnert­ur í 30 ár

Í byrj­un árs keypti fransk­ur auðjöf­ur nið­ur­nídda höll í einu fín­asta hverfi Par­ís­ar á 5,6 millj­arða ís­lenskra króna. Í kjall­ar­an­um leynd­ist lík.
Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads
Fréttir

Eyða þre­falt meira í inn­lend­ar aug­lýs­ing­ar en Google Ads

Aug­lýs­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar á störf­um í skól­um eru helst keypt­ar í inn­lend­um miðl­um. Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi hef­ur gagn­rýnt að störf­in séu aug­lýst og það á er­lend­um vef­síð­um.
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Hrakt­ist úr grotn­andi húsi á Suð­ur­landi

Ungt að­flutt par flúði óí­búð­ar­hæft hús­næði sem vinnu­veit­andi þeirra á Suð­ur­landi leigði þeim. Þar var mik­ið um vatns­skemmd­ir og sorp var á víð og dreif um hús­ið og lóð­ina. Yf­ir­mað­ur­inn sagði að aðr­ir út­lend­ing­ar hefðu aldrei kvart­að und­an ástandi hús­næð­is­ins.