Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.

Illugi Jökulsson

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Þann 13. janúar 1898 birti franska blaðið L'Aurore á forsíðu opið bréf til forseta Frakklands þar rithöfundurinn Zola fordæmdi málsmeðferð þá sem herforinginn Alfred Dreyfus hafði sætt eftir að hafa verið ákærður fyrir njósnir fyrir Þjóðverja.

Illugi Jökulsson

Þann 13. janúar 1898 birti franska blaðið L'Aurore á forsíðu opið bréf til forseta Frakklands þar rithöfundurinn Zola fordæmdi málsmeðferð þá sem herforinginn Alfred Dreyfus hafði sætt eftir að hafa verið ákærður fyrir njósnir fyrir Þjóðverja.

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu
„Ég ákæri!“ Blaðsöludrengur úr nýrri bíómynd Polanskis um Dreyfus-málið. 

Á þessum degi, þann 13. janúar, árið 1898 birti franska blaðið L'Aurore á forsíðu sinni einhverja frægustu blaðagrein allra tíma. Það var opið bréf frá rithöfundinum Émile Zola til þáverandi forseta Frakklands, Félix Faure, þar sem Zola sakaði franska herinn og frönsk yfirvöld um Gyðingaandúð og ýmis misferli og rangindi í máli herforingjans Alfred Dreyfus.

Alfred Dreyfus.Hann var loks endanlega hreinsaður af öllum ákærum 1908.

Dreyfus hafði nokkrum árum fyrr verið dæmdur í lífstíðarþrælkunarvist fyrir njósnir í þágu Þjóðverja. Franskur njósnari hafði fundið í þýska sendiráðinu í París ummerki um að einhver herforingi sendi Þjóðverjum upplýsingar um frönsk hernaðarmálefni.

Eftir rannsókn var Dreyfus, sem þá var höfuðsmaður að tign og starfaði við herforingjaráð franska hersins, talinn sekur um njósnirnar. Í janúar 1895 var hann dæmdur og sviptur herforingjatign sinni við opinbera athöfn þar sem sverð hans var brotið og tignarmerki rifin af búningi hans.

Síðan var hann fluttur til Djöflaeyju út af ströndum frönsku Guyana og átti þar illa vist, eins og nafn eyjarinnar er gleggst tákn um.

Til voru þeir sem voru sannfærðir um sakleysi Dreyfus og töldu allan málareksturinn gegn honum merki um Gyðingaandúð innan franska hersins, en Dreyfus var Gyðingur.

Émile Zola.Hann var óþreytandi baráttumaður fyrir betra samfélagi sem blaðamaður, skáldsagnahöfundur og leikritaskáld. Hann lifði það ekki að sjá Dreyfus hreinsaðan því hann dó 1902.

Strax árið 1896 rannsakaði nýr yfirmaður leyniþjónustu franska hersins málið og komst að þeirri niðurstöðu að allt annar herforingi, Ferdinand Walsin Esterhazy að nafni, væri hinn rétti njósnari Þjóðverja. Frönsk hernaðaryfirvöld vildu ekki viðurkenna að hafa látið sakfella rangan mann og þögguðu niður þessar upplýsingar.

Þá kom Zola til skjalanna og birti í sínu opna bréf ákæru á hendur franska ríkinu vegna meðferðarinnar á Dreyfus.

„J'accuse ...“ eða „Ég ákæri ...“ var hin fræga fyrirsögn - og upphafsorð - greinar Zola. 

Eftir að greinin birtist þumbuðust yfirvöld lengi við og Zola var dæmdur fyrir meiðyrði í grein sinni. Þáttaskil höfðu þó orðið og þar kom að lokum að yfirvöldin neyddust til að ná í Dreyfus til Djöflaeyju og aftur var réttað í málinu.

Ótrúlegt nokk var Dreyfus aftur sakfelldur, þótt öllum mætti vera ljós að hann væri saklaus. 

Hins vegar var hann náðaður um leið, svo hann þurfti ekki að sitja lengur á Djöflaeyju.

Tæpum áratug síðar fékk Dreyfus mál sitt loks tekið upp að nýju og þá var hann sýknaður.

Esterhazy var settur fyrir herrétt en sýknaður. Hann flúði þó land og bjó í útlegð á Bretlandi til æviloka.

Dreyfus hélt áfram í hernum og þjónaði með sóma í fyrri heimsstyrjöld. Hann lést 1935.

Dreyfus-málið var gríðarleg raun fyrir franskt samfélag og neyddi Frakka til að horfast í augu við spillingu í æðstu lögum samfélagsins og undirliggjandi Gyðingahatrið.

Ótal bækur hafa verið skrifaðar um málið og bíómyndir og sjónvarpsþættir skipta tugum. Nú síðast gerði Roman Polanski myndina J'Accuse í fyrra um málið en hún heitir á ensku An Officer and a Spy. Hefur sú mynd mælst ágætlega fyrir.

Brotið sverð.Louis Garrel í hlutverki Dreyfus sviptur herforingjatign sinni við opinbera athöfn í mynd Polanskis.

Tengdar greinar

Flækjusagan

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Illugi Jökulsson

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Illugi Jökulsson

Ofsaveður sem skall á suðvesturlandi 15. janúar 1942 var í Reykjavík á við þriðja stigs fellibyl.

Í dag var teningum kastað við Rubicon

Illugi Jökulsson

Í dag var teningum kastað við Rubicon

Illugi Jökulsson

Þann 10. janúar árið 49 fyrir upphaf tímatals okkar hélt Julius Caesar á vit örlaga sinna þegar hann skoraði Gnaeus Pompeius og rómverska öldungaráðið á hólm með því að halda með hersveit sína yfir fljótið Rubicon

„Ég giftist ekki þessu svínstrýni!“

Illugi Jökulsson

„Ég giftist ekki þessu svínstrýni!“

Illugi Jökulsson

Af hverju er breska konungsættin þýsk? Það kemur í ljós hér þar sem við sögu koma drottning í stofufangelsi, myrtur sænskur greifi, prins með „þykka skurn“ um heilann og sitthvað fleira.

Myndin af manninum flækist enn

Illugi Jökulsson

Myndin af manninum flækist enn

Illugi Jökulsson

Homo erectus átti að vera útdauður fyrir 400.000 árum. En nýjar rannsóknir benda nú til að fyrir aðeins 100.000 hafi hann verið í fullu fjöri á Jövu, löngu eftir að homo sapiens kom fram á sjónarsviðið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Nýtt á Stundinni

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Svanavatn á torgi

Einar Már Jónsson

Svanavatn á torgi

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Ritstjórn

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Stuðningur berst björgunarsveitinni  á Flateyri alls staðar að af landinu

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“