Fríða er líka ein Svikaskáldanna, ljóðakollektív sex kvenna sem árlega gefur út ljóðabók, þær eru orðnar þrjár bækurnar í allt og sú nýjasta heitir Nú sker ég net mín. Eftir að ég las Leðurjakkaveður leita ég að handtöskunni „Г í öllum strætisvögnunum sem ég tek. Að mínu mati hlýtur það að vera himneskt fallegt að búa til handtösku úr þessum fallega bókstaf.
Fríða Ísberg – fædd 1992, lauk grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands – hvert eftirfarandi afla hafa haft – mestu – áhrif á val þitt á lífsleiðum: guð, samfélagið, þú sjálf?
Samfélagið.
Hvert eftirfarandi afla hafa – betri – áhrif á líf þitt almennt talið: guð, samfélagið, þú sjálf?
Samfélagið, svo ég, svo guð.
Hefurðu talað við guð? Talarðu við guð?
Ég talaði við guð þangað til ég fermdist.
Misstirðu þá trúna?
Já, ég missti trúna.
Svaraði guð þér?
Já, ég held það …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir