Bráðalæknir á Landspítalanum segir að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni sem eigi eingöngu eftir að versna á næstunni grípi stjórnvöld ekki inn í. Að mati starfsmanna og stjórnenda Landspítalans er vandamálið vel þekkt og hefur verið lengi. Ein stærsta ástæða þess er skortur á hjúkrunarfræðingum á legudeildum, sem veldur því að ekki er hægt að flytja sjúklinga af bráðamóttöku á aðrar deildir. Stjórnvöld hafi hunsað þennan vanda lengi í stað þess að grípa til aðgerða eins og í nágrannalöndunum, en vandinn á eftir að aukast á næstu árum.
„Þetta hefur viðgengist árum saman hreinlega,“ segir Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum. „Staðan er þannig að þegar þú kemur á spítala bráðveikur á að vera tilbúið pláss á bráðamóttöku til að taka á móti þér og finna út hvað er að. Það tekur oft nokkra klukkutíma og eftir það ættirðu að komast án tafar á viðeigandi legudeild. En …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir