Þessi grein er rúmlega 9 mánaða gömul.

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Það er hverju sam­fé­lagi nauð­syn­legt að sum­ir þegn­ar þess séu gúg­úgaga, sem er þá ekk­ert svo gúg­úgaga. Þetta seg­ir hand­boltagoð­sögn­in, heim­spek­ing­ur­inn og sagna­mað­ur­inn Ólaf­ur Stef­áns­son. Hann streit­ist á móti því að fest­ast í hlaupa­hjóli hamst­urs­ins, nýt­ur óviss­unn­ar sem líf­ið að lok­inni at­vinnu­mennsku hef­ur ver­ið og leit­ar æv­in­týr­in og þversagn­ir uppi. Hann ósk­ar öðr­um þess að taka líf­inu ekki of al­var­lega og vera þess í stað vak­andi fyr­ir töfr­um og leynd­ar­dóm­um lífs­ins.

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
Í augnablikinu hvergi Þessa dagana einkennist líf Ólafs af mikilli óvissu, enda hefur hann verið að sigla á mið sem eru honum sum kunnug en önnur ókunn. Hann kann vel að meta það ástand. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flest þekkjum við íþróttamanninn Ólaf Stefánsson, fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta. Hann naut mikillar virðingar sem fyrirliði enda þökkuðu margir honum sterka liðsheild og gott gengi liðsins. Ólafur vakti sérstaka athygli fyrir sýn sína á lífið og leikinn og þótti sem fyrirliði hafa einstakt lag á að hvetja liðsfélaga sína áfram og búa yfir þeim galdri að gera félaga sína að betri leikmönnum. Síðan hann hætti að spila handbolta hefur honum skotið upp kollinum í fjölmiðlum af og til í tengslum við fjölbreytt verkefni, stundum við aðstæður sem vekja umtal og undrun. Myndband af honum, þar sem hann sagði hópi eldri borgara sögu á vægast sagt lifandi hátt, var dreift víða og vakti mikla kátínu, en í því sást hann með skrýtinn hatt á höfði, hlaupandi á milli fólksins, spilandi á melódíku og gítar. Þá spurðu sumir sig: „Er Ólafur Stefánsson orðinn eitthvað ruglaður?“ Það liggur beint við að spyrja hann sjálfan að því, svo það verður fyrsta spurningin sem hann fær, þar sem við sitjum andspænis hvort öðru á kaffihúsinu í Perlunni á björtum vetrarmorgni. „Það er mjög eðlileg spurning, því já, ég er einmitt orðinn ruglaður,“ segir hann, hlær og kippir sér ekkert upp við þessa óviðeigandi spurningu. „Ég er bara ruglaður af því að ég trúi á ævintýrið. Ég er ruglaður því ég bendi á að veruleikur okkar sé eintómir töfrar. Undanfarið hef ég verið að gera flest öfugt við það sem maður „á“ að vera að gera. Ég held að það sé hollt fyrir öll samfélög að hafa nokkra svona gúgúgaga. Leiðin okkar úr viðjum vanans, úr kastala menningarinnar yfir í óvissuskóginn, liggur alltaf í gegnum ólógík og til að upplifa hana þarf að hvíla hinn eilíft útreiknandi huga. En þarna liggur líka skemmtilegasta mótsögn lífsins. Um leið og ég skilgreini mig sem gúgúgaga í einhverjum markvissum tilgangi þá er ég það ekki lengur. Þá er ég bara gæi sem hefur einmitt það hlutverk inni í tannhjólinu. Sem sagt, ég er meðvitað að rugla. Ég er að reyna að verða ruglaðri og sjá hvað ég kemst langt með það. Mér tekst ekkert alltof vel upp, því á endanum þarf ég til dæmis, rétt eins og aðrir, að vinna fyrir mér. Ég vildi stundum að ég gæti verið ruglaðri.“ 

Ég er að reyna að verða ruglaðri og sjá hvað ég kemst langt með það“ 

Hann segir það alla tíð hafa verið ríkt í honum að greina og gagnrýna umhverfi sitt. Í reynd sé breytingin sem hafi orðið á honum ekki eins mikil og hún lítur út fyrir utan frá. Eini munurinn sé sá að í dag sé allt undir þegar hann greinir veruleikann en áður fyrr hafi það einskorðast við íþróttina. „Ég hef aldrei verið rólegur í neinu umhverfi. En á síðustu fimm árum eða svo hefur skoðarinn færst út úr handboltabúbblunni og yfir á allt,“ segir hann.

Vatnið sléttað með kökuspaða

Við mæltum okkur mót í Perlunni að morgni í þeirri trú að það væri rólegur tími, án þess að gera okkur grein fyrir því að hún fyllist reglulega af grunnskólanemendum sem koma til að skoða Náttúruminjasafnið eða aðrar sýningar þar. Það sem átti að verða spjall í næði fer því að miklu leyti fram undir hlaupum og hlátrasköllum sem kom ekki að sök. Ólafur lætur þau ekki slá sig út af laginu, enda þaulvanur því að vera umkringdur börnum, ekki bara sem handboltaþjálfari – hann er til að mynda nýsnúinn aftur í þjálfun og tekinn við fjórða flokki karla hjá Val – heldur líka sem sagnamaður, sem er hans stærsta ástríða í dag. Hann hefur óbilandi trú á kraftinum sem býr innra með öllum, sérstaklega börnum, og vill að þau viðhaldi honum lengur í lífi sínu. „Ég er að reyna að koma sagnahefð inn í skólana. Með því er ég að reyna að hægja á krökkunum og fá þau til að skoða innra með sér hvort þetta kerfi sem við búum við sé það sem þau vilja. Börn kunna í raun ekki að mótmæla á sniðugan hátt og gera það ómeðvitað sem þolendur, kvartarar og fórnarlömb. Í núverandi kerfi fer barnið úr því að vera tímalaus rannsakandi, eins og það er á leikskóla, yfir í þennan þolanda. Smám saman hverfur barnið og úr verður einhver ósátt týpa sem er ekki alveg að fíla það sem er í gangi en kann ekki leiðir til að mótmæla því. Svo skrifum við þetta allt á einhverja hormóna.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Keilubíó með Hafþóri Harðar
Bíóblaður#26

Keilu­bíó með Haf­þóri Harð­ar

Haf­þór Harð­ar­son, fjór­fald­ur Ís­lands­meist­ari í keilu, kom til Haf­steins og þeir ræddu keilu­mynd­irn­ar, King­p­in og The Big Le­bowski. Þeir spjalla um þess­ar tvær mynd­ir en þeir ræða líka margt, margt fleira. Í þætt­in­um ræða þeir með­al ann­ars hversu skemmti­leg­ur leik­ari Tom Hanks er, hvernig fólk virð­ist ekki taka keilu al­var­lega, hvað ein­kenn­ir góð­an keilara, hversu fynd­inn Bill Murray er í King­p­in, hvort Friends séu betri þætt­ir en Sein­feld og hvort Sví­ar séu með lé­leg­an kvik­myndasmekk.
Druslur ganga áfram
Mynd dagsins

Drusl­ur ganga áfram

Net­part­ar, ungt fyr­ir­tæki á Sel­fossi í eigu Að­al­heið­ar Jac­ob­sen, fékk fyr­ir fá­um dög­um verð­laun frá For­seta Ís­lands fyr­ir fram­tak árs­ins á sviði um­hverf­is­mála. Net­part­ar rífa nið­ur nýj­ar og gaml­ar drusl­ur, sem síð­an fá nýt­an­leg hlut­verk í hringrás­ar­kerf­inu. Eins og vél­in í þess­um föngu­lega Renault sem tek­ur á móti manni í inn­keyrsl­unni.
Ég sakna Covid-19
Hugleikur Dagsson
TeikningHullastund

Hugleikur Dagsson

Ég sakna Covid-19

Hversu líklegt er að Trump vinni?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Hversu lík­legt er að Trump vinni?

Joe Biden hef­ur yf­ir­hönd­ina í skoð­ana­könn­un­um vestra. En það hafði Hillary Cl­int­on líka á þess­um tíma fyr­ir fjór­um ár­um. Gæti Trump unn­ið núna, rétt eins og 2016?
Leggja til nýjan starfshóp gegn upplýsingaóreiðu
Fréttir

Leggja til nýj­an starfs­hóp gegn upp­lýs­inga­óreiðu

Þing­menn kalla eft­ir að­gerð­um og laga­breyt­ing­um gegn fals­frétt­um, sem geti ógn­að kosn­ing­um, þjóðarör­yggi og eitr­að sam­fé­lagsum­ræðu. Fólk eldra en 65 ára er sagt lík­leg­ast til að dreifa fals­frétt­um.
178. spurningaþraut: Þrír íslenskir firðir, dans, filmstjarna, en engin spurning úr algebru!
Þrautir10 af öllu tagi

178. spurn­inga­þraut: Þrír ís­lensk­ir firð­ir, dans, film­stjarna, en eng­in spurn­ing úr al­gebru!

Hlekk­ur gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Mynd­in hér að of­an er tek­in ár­ið 1987 í Moskvu. Ungi mað­ur­inn á mynd­inni virð­ast hafa eitt­hvað til saka unn­ið. Hvað gæti það ver­ið? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir fjörð­ur­inn milli Siglu­fjarð­ar og Ól­afs­fjarð­ar? 2.   „Bolero“ merk­ir ým­ist tón­verk, eig­in­lega dans, sem á upp­runa sinn á Spáni, eða til­tek­in söng­lög sem runn­in eru frá Kúbu....
69
Podkastalinn#14

69

Arn­ar er hætt­ur að virka. Sól­in fór með sumr­inu en tók óvart hluta af Arn­ari með. Gauta dreym­ir uppistand en gleym­ir öll­um brönd­ur­un­um. Eitr­uð karl­mennska og menn sem voru aldn­ir upp af klett­um eru tekn­ir fyr­ir. Hver sturl­að­ist þeg­ar hann heyrði um bý­flug­urn­ar og blóm­in? Af­hverju? Hafa strák­arn­ir stund­að kyn­líf eða eru þeir bara að ljúga? Er 69 fyndn­asta stell­ing­in? Litlu mál­in eru rædd í þess­um risa­þætt­ir.
Kátur í land
Mynd dagsins

Kát­ur í land

Marteinn Sig­urðs­son, skip­stjóri á Akra­nesi, kem­ur trill­unni Kát í land. Bát­inn not­ar hann til að fiska í soð­ið en nú er kom­inn tími til að koma hon­um í skjól, fram á næsta vor. Enda var morg­un­inn í morg­un sá fyrsti uppá Skaga þar sem skafa þurfti af far­ar­tækj­um.
Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið
Fréttir

Gríð­ar­stór jarð­skjálfti reið yf­ir land­ið

Skjálft­inn var um 5,6 að stærð og fannst vítt og breitt um land­ið, allt frá Vest­manna­eyj­um í suðri og vest­ur á Flat­eyri. Skjálft­inn teng­ist ekki eld­virkni held­ur er af völd­um fleka­hreyf­inga á Reykja­nesi.
Fyrir átta árum
Viktor Orri Valgarðsson
Blogg

Viktor Orri Valgarðsson

Fyr­ir átta ár­um

Svo var það fyr­ir átta ár­um, að við kus­um þig með gleðitár­um. Svo var það fyr­ir tíu ár­um, að ég birti grein um þig. En ég var bara, eins og geng­ur, óharðn­að­ur, skrít­inn dreng­ur. Rétt að detta í am­er­íska áfengisald­ur­inn. Á öðru ári í stjórn­mála­fræði, að læra um stjórn­kerfi og stjórn­ar­skrár heims­ins. Hafði les­ið þá ís­lensku í mennta­skóla, skildi...
Íslendingar versla meira þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins
Fréttir

Ís­lend­ing­ar versla meira þrátt fyr­ir nýja bylgju far­ald­urs­ins

Versl­un rauk upp í sept­em­ber­mán­uði mið­að við sama mán­uð í fyrra. Ís­lend­ing­ar kaupa raf- og heim­ilis­tæki, áfengi og bygg­inga­vör­ur í aukn­um mæli.
177. spurningaþraut: Hvaða vesalings manneskju er verið að hálshöggva?
Þrautir10 af öllu tagi

177. spurn­inga­þraut: Hvaða ves­al­ings mann­eskju er ver­ið að háls­höggva?

Hlekk­ur á þraut­ina frá í gær, já, þetta er hann. * Fyrri auka­spurn­ing: Á mynd­inni hér að of­an er ver­ið að af­hausa konu eina ár­ið 1587. Það gekk víst ekki sem skyldi; böð­ull­inn þurfti þrjú högg til að losa henn­ar frá boln­um. Hvað hét þessi kona? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvaða tón­list­ar­mað­ur söng lag­ið This Glori­ous Land um Eng­land? 2.   Hvaða...