Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Samherji heldur áfram að gagnrýna fjölmiðla sem fjallað hafa um Namibíumálið. Björgólfur Jóhannsson ýjar að því að samsæri eigi sér stað gegn Samherja sem snúist um að valda félaginu skaða. Forstjórinn segir að lyktir málsins verði líkega þau sömu og í Seðlabankamálinu þrátt fyrir að sex einstaklingar hafi nú þegar verið ákærðir í Namibíu.

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið
Samsæri gegn Samherja Björgólfur Jóhannsson ýjar að því í svörum sínum að fjölmiðlar og opinberir aðilar á Íslandi eigi í samsæri gegn Samherja.  Mynd: mbl/Árni Sæberg
ingi@stundin.is

„Hið svokallaða Seðlabankamál gegn Samherja fékk skjótan endi eftir að Samherji hafði fengið aðgang að þeim gögnum sem rannsóknin var byggð á. Markmið okkar er að þetta muni gerast aftur í tilfelli Samherja og viðskipta þess í Afríku,“ segir í svari frá Margréti Ólafsdóttur, einkaritara starfandi forstjóra Samherja, Björgólfs Jóhannssonar, sem norska blaðið Fiskeribladet birtir í dag.  Svörin frá Margréti eru í reynd svör frá Björgólfi sem forstjóra og talsmanns Samherja, líkt og komið hefur fram í fyrri svörum frá Björgólfi.

Norski miðillinn spurði Samherja út í frétt sem Stundin birti þann 20. desember síðastliðinn. Í fréttinni var fjallað um gagn úr Samherjaskjölunum, sem Stundin vann umfjallanir upp úr í samvinnu við Wikileaks, Kveik og Al-Jazeera, þar sem kom fram að íslenska útgerðin hafi átt að greiða 30 milljón króna skattaskuld þingmanns í Marokkó, Cheik Amar, sem seldi Samherja fiskveiðikvóta.

Frétt Stundarinnar byggði á samningi um málið, sem finna má í Samherjaskjölunum, þar sem Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Afríku, er fulltrúi Samherja í málinu. Stundin gerði fyrirvara við fullyrðinguna um greiðslu skuldarinnar í fréttinni þar sem endanlega staðfestingu á greiðslunni er ekki að finna í gögnum og Aðalsteinn Helgason veitti fjölmiðlinum ekki viðtal þar sem hægt hefði verið að spyrja hann út í málið. 

Björgólfur segir að frétt Stundarinnar um málið sé full af rangfærsum.  Í frétt Fiskeribladet segir Samherji hins vegar ekki hvað var rangt í fréttinni og útgerðarfélagið leiðréttir engar staðhæfingar. Þá neitar útgerðin því heldur ekki að greiðslan á skattaskuld þingmannsins hafi átt sér stað til að liðka fyrir því að Samherji fengi kvóta í landinu.  

Ákærur liggja fyrir í öðru málinu

Athygli vekur að Samherji, eða Björgólfur Jóhannsson fyrir hönd Samherja, skuli líkja Namibíumálinu við Seðlabankamálið þar sem nú þegar liggja fyrir ákærur gegn sex einstaklingum í Namibíu út af málinu og mútugreiðslum Samherja til þeirra. Sexmenningarnir eru meðal annars ákærðir fyrir mútuþægni og fleiri ætluð brot og sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu. 

Í Seðlabankamálinu var hins vegar enginn á endanum ákærður fyrir meint brot heldur var málinu vísað frá hjá sérstökum saksóknara og embætti skattrannsóknarstjóra ákvað að aðhafast ekkert í því eftir að hafa fengið kæru út af málinu frá embætti sérstaks saksóknara. 

Erfitt er því að sjá hvernig Björgólfur getur líkt þessum tveimur málum saman. Rannsókn málsins í Namibíu, sem hefur staðið yfir í meira en eitt ár eftir að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari kom gögnum til yfirvalda þar, og sakarefnin sem sexmenningarnir eru ákærðir fyrir hljóta því að byggja á misskilningi, miðað við orð Björgólfs.

„Þetta er ekki blaðamennska heldur frekar aktifífsmi með þeim augljósa tilgangi að valda skaða.“ 

Samherji virðist lýsa samsæri

Í svari sínu ti Fiskeribladet lýsir Samherji að öðru leyti því sem útgerðin telur vera samsæri gegn sér sem meðal annars Stundin sé þátttakandi í auk opinberra aðila á Íslandi. Björgólfur nefnir meðal annars fjölskyldutengsl blaðamanns Stundarinnar, Inga F. Vilhjálmssonar, og „einstaklinga sem starfa hjá hinu opinbera og sem unnið hafa að málum gegn Samherja“. Í svari Samherja segir að þessi fjölskyldutengsl styrki þá kenningu að Stundin vilji skaða Samherja. 

Að öllum líkindum á Björgólfur hér við bróður blaðamanns Stundarinnar, Finn Þór Vilhjálmsson, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara áður sérstaks saksóknara, sem vann að Samherjamálinu hjá embættinu áður en það var fellt niður árið 2015 og Samherja var tikynnt um þetta í bréfi líkt og félagið greindi sjálft frá.  Hvernig frávísun málsins hjá embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, og fréttaflutningur Stundarinnar um starfsemi Samherja tengjast og hvernig Björgólfur sér þetta samsæri fyrir sér liggur ekki fyrir.  

Samherji gagnrýnir Stundina meðal annars líka fyrir að hafa ekki spurt félagið um greiðsluna á skattaskuld þingmannsins í Marokkó en lætur þess ekki getið að Stundin reyndi að fá svar um málið frá Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Afríkuútgerðar Samherja, í aðdraganda þess að fréttin var birt. Aðalsteinn svaraði hvorki sms-skilaboðum né símtali frá Stundinni enda hefur hann ekki verið viljugur til að ræða við fjölmiðla um starfsemi Samherja í Afríku. 

Samherji segir að markmið Stundarinnar sé ekki að stunda blaðamennsku heldur aktífisma og að tilgangurinn sé að skaða útgerðarfélagið. „Hið sama á við um öruggar upplýsingar um að blaðamenn, sem birt hafa ásakanir á hendur Samherja, hringja í viðskiptavini Samherja og spyrja hvort þessir aðilar ætli sér ekki að hætta í viðskiptum við félagið í ljósi hinna óstaðfestu fullyrðinga. Þetta er ekki blaðamennska heldur frekar aktifífsmi með þeim augljósa tilgangi að valda skaða.“ 

Hvað Björgólfur á við með þessari síðustu staðhæfingu sinni liggur ekki fyrir.

Ítrekaðar tilraunir til að fá svör

Tekið skal fram að Fiskeribladet spurði Stundina hvort miðillinn vildi svara ásökunum Samherja í aðdraganda birtingar fréttarinnar og sendi Stundin svar til norska blaðsins sem miðillinn hefur einnig birt á vefsvæði sínu í sérstakri frétt

Í þessu svari var meðal annars rakið hvernig Stundin hefði í gegnum tíðina reynt að fá svör og í sumum tilfellum fengið svör við spurningum frá Þorsteini Má Baldvinssyni, fyrrverandi forstjóra Samherja, og eins hvernig tilraunir blaðsins og samstarfsmiðla blaðsins, Kveiks og Al Jazeera, til að fá svör frá honum í aðdraganda birtingar upplýsinga um mútugreiðslurnar í Namibíu hefðu ekki skilað sér í neinum svörum frá forstjóranum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Stundin hringdi meðal annars tvisvar í Þorstein Má og sendi honum tvö sms með beiðni um viðtal í aðdraganda birtingar fréttanna um miðjan nóvember og ítrekaðar tilraunir Kveiks til að fá viðtal við Þorstein Má í einn mánuð skiluðu ekki árangri. 

Þrátt fyrir þetta hefur Samherji haldið því fram frá birtingu frétta um mútugreiðslur félagsins í Namibíu að RÚV og aðrir fjölmiðlar hafi beitt félagið órétti og ekki gefið því tækifæri á að svara fullyrðingum um mútugreiðslur félagsins áður en þær voru birtar. Þessi málsvörn Samherja í Namibíumálinu er raunar sú sama sama og hjá félaginu í Seðlabankamálinu þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson kenndi RÚV öðrum þræði um rannsókn þess máls. 

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni kemur fjölmiðillinn Stundin og blaðamaður Stundarinnar við sögu.

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, heldur því fram að ekki sé hægt að segja að Samherji hafi greitt mútur af því enginn starfsmaður fyrirtækisins hafi verið ákærður og dæmdur fyrir þetta. Sænskur mútusérfræðingur, Natali Phálen, segir að oft sé það þannig í mútumálum fyrirtækja að enginn sé dæmdur fyrir múturnar en að þær teljist þó sannaðar.

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Samherjaskjölin

Norski bankinn DNB hefur sagt upp viðskiptasambandi sínu við ùtgerðarfélagið Samherja. Samherji hafði verið viðskiptavinur bankans frá árinu 2008.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Samherjaskjölin

Mikil umræða hefur verið í Noregi um að efnahagsbrotadeildin Ökokrim geti ekki sinnt eftirlits- og rannsóknarhlutverki sínu. Deildin hefur Samherjamálið til rannsókna út af mögulegu peningaþvætti í gegnum DNB. Svipuð gagnrýni hefur verið uppi á Íslandi.

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra telur sig hafa verið hæfan til að koma að undirbúningi og leggja fram lagafrumvarp um kvótasetningu á makríl í fyrra. Segir frumvarpið almenns en sértæks eðlis og að hæfisreglur stjórnsýslulaga nái ekki til lagafrumvarpa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
6

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu