Mest lesið

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni
1

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
2

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
3

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska
4

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
5

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu
6

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein vinnur fyrir Samherja í deilunni um togarann Heinaste. Samherji neitaði því að lögmannsstofan ynni að öðru en rannsókninni á Samherja. Talsmaður lögmannsstofunnar segir að vinna Wikborg Rein í Heinaste-deilunni tengist „rannsókninni“ á Samherja.

Lögmannstofan sem „rannsakar“ Samherja  vinnur lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu
Trúverðugleiki rannsóknarinnar Björgólfur Jóhannsson sagði við Stundina í síðustu viku að Wikborg Rein ynni ekki önnur störf fyrir Samherja en „rannsóknina“ á fyrirtækinu þar sem slíkt gæti grafið undan trúverðugleika rannsóknarinnar. Hann sést hér með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja sem er í leyfi.  Mynd: Vísir/Sigurjón
ingi@stundin.is

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein sem Samherji hefur ráðið til að „rannsaka“ starfsemi útgerðarinnar í Namibíu og í öðrum löndum vinnur líka lögmannsstörf fyrir útgerðina í Namibíu samhliða þessari vinnu sinni. Þetta kemur fram í tölvubréfi frá einum meðeiganda á lögmannstofunni Wikborg Rein, Chris Grieveson sem starfar í London, til lögmannsstofu í Suður-Afríku. Í bréfaskiptunum er deilt um ætluð kaup rússnesks útgerðarfélags á togaranum Heinaste af Samherja, og namibískum meðfjárfestum íslensku útgerðarinnar, á 20 milljónir dollara.

Kaupin á togaranum eru komin í uppnám vegna mútumáls Samherja í Namibíu sem greint var frá í Kveik, Stundinni og Al Jazeera fyrir mánuði síðan á grundvelli gagna frá Wikileaks. 

Í bréfi segir Chris Grieveson að hann komi fram sem fulltrúi „eigenda togarans og Samherjasamstæðunnar vegna sölunnar á skipinu“.  Í bréfinu frá Wikborg Rein og Chris Grieveson er lögð áhersla á að fyrirliggjandi stofnsamningur (e. MOA) um kaup á Heinaste frá því í lok október eigi að halda þrátt fyrir fréttaflutning um Samherja sem Grieveson segir að séu „einfaldlega ásakanir“ á þessu stigi málsins. Samherji reynir því allt hvað félagið getur til að halda sölu á Heinaste til streitu. 

Í svörum við spurningum Stundarinnar neitar Samherji að afhenda verksamning sinn við norsku lögmannsstofuna:  „Verksamningur sem Samherji hefur við Wikborg Rein vegna rannsóknarinnar hefur verið afhentur hlutaðeigandi hagsmunaaðilum. Hann verður hins vegar ekki birtur opinberlega á þessu stigi,“ segir í svarinu sem Björgólfur Jóhannsson er titlaður fyrir sem málsvari Samherja.

Bréfið frá Wikborg ReinBréfið frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein til lögmannsstofu ætlaðs kaupanda togarans Heinaste sem dagsett er þann 9. desember síðastliðinn.

„Rannsókn“ Wikborg Rein

Upplýsingarnar sem koma fram í tölvubréfinu frá Wikborg Rein sýna því fram á það að norska lögmannsstofan er ekki eingöngu að vinna við svokallaða rannsókn á Samherja fyrir hönd Samherja heldur eru starfsmenn lögmannsstofunnar einnig að gæta hagsmuna Samherja í deilum í Namibíu sem teygja sig til annarra landa.

Samherji hefur haldið því fram að þessi rannsókn verði sjálfstæð og hlutlæg. Þegar Samherji greindi frá „rannsókn“ Wikborg Rein í aðdraganda fjölmiðlaumfjöllunar um mútugreiðslurnar í Namibíu í nóvember var það gert með þessum orðum: „Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um einstakar ásakanir.“

 „Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn“

Í yfirlýsingu frá Samherja nokkrum dögum síðar sagði að viðbrögð Samherja við fréttunum af mútugreiðslunum myndi byggja á niðurstöðum Wikborg Rein, líkt og um væri að ræða niðurstöðu frá óháðri eftirlits- eða rannsóknarstofnun: „Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins. […] Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember sagði Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, að hann furðaði sig á gagnrýni á þá ákvörðun Samherja að fá Wikborg Rein til að rannsaka starfshætti Samherja „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ sagði Björgólfur.

Í þessu tilfelli er Samherji hins vegar bæði verkkaupi og rannsóknarefni „rannsóknar“ Wikborg Rein  en einnig viðskiptavinur lögmannsstofunnar á öðrum vígsstöðvum eins og í deilu um sölu á togara í Namibíu.

Neitaði að Wikborg Rein ynni önnur störf

Þegar Stundin spurði Samherja að því í síðustu viku, eftir að Stundin hafði fengið upplýsingar um að Wikborg Rein væri að vinna lögmannsstörf fyrir Samherja í Namibíu í máli sem fjallaði ekki rannsókninni á mútugreiðslum Samherja, hvort Wikborg Rein væri að vinna fyrir Samherja með öðrum hætti en að „rannsaka“ fyrirtækið neitaði útgerðin. Spurningum um þetta var beint til Margrétar Ólafsdóttur, ritara forstjóra Samherja. Svör Samherja koma frá eða eru eignuð Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra og talsmanns fyrirtækisins og stjórnar þess. 

Í svari fra Björgólfi kom fram að vinna Wikborg Rein fyrir Samherja afmarkaðist af „rannsókninni“ á fyrirtækinu: „Vinna Wikborg Rein afmarkast við rannsókn á þeim ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur Samherja vegna starfseminnar í Namibíu. Innifalið í þeirri vinnu er aðstoð við styrkingu á innra eftirliti hjá fyrirtækinu. Tilgangurinn með því er meðal annars að koma í veg fyrir að einstaklingar geti bakað fyrirtækinu bótaábyrgð í framtíðinni.“

Út frá tölvubréfinu frá starfsmanni Wikborg Rein um söluna á Heinaste, sem ekki flokkast sem hluti af rannsókninni á Samherja, er ljóst að þetta svar frá Samherja er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. 

Aðstoðar Samherja við rannsaka sjálfan sig

Í svari frá Geir Swiggum, lögfræðingi hjá Wikborg Rein og talsmanni fyrirtækisins, kemur fram að öll vinna lögmannsstofunnar tengist ásökununum á hendur Samherjasamstæðunni. „Öll sú vinna sem við innum að hendi tengist ásökununum á hendur Samherjasamstæðunni,“ segir í löngu svari frá Geir sem er birt í heild sinni fyrir neðan þessa frétt.

Stundin spurði Geir Swiggum beint út í vinnu lögmanns Wikborg Rein í Heinaste-deilunni og virðist Wikborg Rein því líta svo að deilan um söluna á Heinaste tengist „rannsókn“ Wikborg Rein á hendur Samherja. Hvernig þetta gengur upp liggur ekki fyrir þar sem sala á togara getur vart flokkast undir rannsóknarefni lögmannstofunnar. 

Annað sem er áhugavert í svari Geir Swiggum er að hann segir að Wikborg Rein sé fyrst og fremst að „aðstoða stjórnina við innri rannsókn“.

Út frá þessu svari er því ljóst að það er ekki norska lögmannsstofan sem er að rannsaka Samherja, eins og útgerðin hefur sagt, heldur er Wikborg Rein að aðstoða Samherja við meinta eigin rannsókn á fyrirtækinu sjálfu. 

Trúverðugleiki „rannsóknarinnar“?

Björgólfur svaraði þeirri spurningu einnig neitandi hvort önnur vinna Wikborg Rein fyrir Samherja umrædd „rannsókn“ hefði ekki áhrif á trúverðugleika niðurstaðna hennar. Spurningin var því í reynd, samkvæmt svörum Samherja sem svo virðist ekki vera alveg rétt, byggð á röngum forsendum. Orðrétt sagði í svarinu: „Wikborg Rein veitir Samherja ekki þjónustu sem Wikborg Rein eða við teljum að hafi neikvæð á hrif á getu lögmannsstofunnar til að sinna þeirri rannsókn sem nú stendur yfir.“

Þetta er ekki alveg rétt en eftir stendur spurningin hvort önnur vinna Wikborg Rein fyrir Samherja hafi einhver áhrif á trúverðugleika „rannsóknarinnar“ á fyrirtækinu eða ekki. Ef bein vinna Wikborg Rein við lögfræðistörf fyrir Samherja hefur ekki áhrif á trúverðugleika rannsóknarinnar hvers konar störf Wikborg Rein fyrir Samherja geta þá haft áhrif á þennan trúverðugleika?

Stundin beindi annarri spurningu til Samherja í aðdraganda birtingar þessarar fréttar um misræmið í svörum Samherja og í gögnunum frá Namibíu um eðli vinnu Wikborg Rein fyrir Samherja.

Orðrétt var erindið ti Samherja : „Skjöl frá Namibíu sýna að Wikborg Rein hefur unnið fyrir Samherja í tengslum við söluferli á togaranum Heinaste í Namibíu. Þetta kemur fram í tölvubréfi starfsmanna Wikborg Rein, Chris Grieveson, frá 9. desember. Orðrétt segir í bréfinu: Wikborg Rein acts "for the owners of the vessel and the Samherji group in respect of the sale of the vessel". Spurning mín til Samherja er:  1. Hvernig útskýrir Samherji þessa staðreynd í ljósi þeirra svara sem bárust frá fyrirtækinu við spurningum Stundarinnar í síðustu viku? Þá sagði Samherji, í svörum frá þér Margrét: „Vinna Wikborg Rein afmarkast við rannsókn á þeim ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur Samherja vegna starfseminnar í Namibíu.““

Þegar fréttin um lögmannsvinnu Wikborg Rein fyrir Samherja var birt hafði þessari spurningu ekki verið svarað. 

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, heldur því fram að ekki sé hægt að segja að Samherji hafi greitt mútur af því enginn starfsmaður fyrirtækisins hafi verið ákærður og dæmdur fyrir þetta. Sænskur mútusérfræðingur, Natali Phálen, segir að oft sé það þannig í mútumálum fyrirtækja að enginn sé dæmdur fyrir múturnar en að þær teljist þó sannaðar.

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Samherjaskjölin

Norski bankinn DNB hefur sagt upp viðskiptasambandi sínu við ùtgerðarfélagið Samherja. Samherji hafði verið viðskiptavinur bankans frá árinu 2008.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Samherjaskjölin

Mikil umræða hefur verið í Noregi um að efnahagsbrotadeildin Ökokrim geti ekki sinnt eftirlits- og rannsóknarhlutverki sínu. Deildin hefur Samherjamálið til rannsókna út af mögulegu peningaþvætti í gegnum DNB. Svipuð gagnrýni hefur verið uppi á Íslandi.

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra telur sig hafa verið hæfan til að koma að undirbúningi og leggja fram lagafrumvarp um kvótasetningu á makríl í fyrra. Segir frumvarpið almenns en sértæks eðlis og að hæfisreglur stjórnsýslulaga nái ekki til lagafrumvarpa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni
1

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
2

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
3

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska
4

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
5

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu
6

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
2

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
5

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Launin gera fólk háð maka sínum
6

Launin gera fólk háð maka sínum

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
2

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
5

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Launin gera fólk háð maka sínum
6

Launin gera fólk háð maka sínum

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Þegar silkihúfan kom að sunnan

Illugi Jökulsson

Þegar silkihúfan kom að sunnan

Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“

Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Sonur minn er klámfíkill

Sonur minn er klámfíkill

Duldir möguleikar melgresis

Duldir möguleikar melgresis

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi