Neydd í hjónaband 11 ára en fann öryggi á Íslandi

„Það sem kom fyr­ir mig er að henda millj­ón­ir stúlkna dag­lega um all­an heim,“ seg­ir Najmo Fyi­a­sko Finn­boga­dótt­ir. Að­eins barn að aldri var kyn­fær­um henn­ar mis­þyrmt, með þeim af­leið­ing­um að hún þjá­ist enn í dag og treyst­ir sér ekki til þess að bera börn. Eft­ir að fað­ir henn­ar var myrt­ur var hún gef­in full­orðn­um frænda sín­um, þá ell­efu ára göm­ul. Tveim­ur ár­um síð­ar flúði hún Sómal­íu og hef­ur öðl­ast nýtt líf á Ís­landi.

Neydd í hjónaband 11 ára en fann öryggi á Íslandi
Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég var að máta stúdentshúfu í dag, ég útskrifaðist í vor en athöfnin sjálf er í næstu viku. Ég og pabbi fórum saman að kaupa stúdentshúfuna og þegar við vorum búin þar fórum við í Þjóðskrá og fylltum út eyðublað þannig að eftir nokkra daga verð ég formlega Finnbogadóttir. Þá ber ég nöfn beggja feðra minna, Fiyaskos og Finnboga. Ég kom beint þaðan hingað að hitta þig,“ segir hin 21 árs gamla Najmo Fiyasko, bráðum formlega Finnbogadóttir, þegar við erum búnar að heilsast og fá okkur sæti í einni af mörgum litlum setustofum á Mími við Hagatorg síðdegis í lok vinnuviku, skömmu fyrir vetrarsólstöður.  Þar vorum við í skjóli frá jólastressinu. Najmo liggur hátt rómur og var áberandi ánægð með dagsverkið, enda drjúgt: húfa og nýtt nafn. Nokkrum dögum síðar stóð hún í pontu í sómölskum kjól með íslenska stúdentshúfu og flutti útskriftarræðu nemenda í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. 

NýstúdentNajmo með húfuna sem merkt er nöfnum beggja feðra hennar. Myndina tók Finnbogi Björnsson, íslenski pabbi hennar. 

Þegar við vorum búnar að sitja í um klukkustund á Mími barst talið að atburðum í æsku hennar sem ekkert barn á að þurfa að upplifa og þá dimmdi yfir henni. Hún talaði hægar og lægra.  Najmo ber líðan sína utan á sér. Hún er ekki í felum.

„Ég er hætt að fela mig. Ég er samt ekki frjáls, ég verð það ekki fyrr en allar konur eru frjálsar,“  segir hún og bætir við að hún ætli að nýta hverja lausa stund sem hún eigi til að berjast fyrir stúlkur sem eru í sömu sporum og hún var þegar hún var lítil stelpa í Sómalíu. „Ég ætla að fræða þær og nota jafnvel óhefðbundnar aðferðir til þess,“ segir Najmo.


Stóra sviðið hennar eru samfélagsmiðlarnir, Facebook, Youtube, Instagram, Snapchat.  Þar segir hún áhorfendum sögu sína, bendir á ofbeldið sem konur í Sómalíu verða fyrir á hverjum degi. Þar fræðir hún stúlkur, konur, stráka og karla um hvernig er hægt að stöðva ofbeldi gagnvart stelpum og konum í landinu sem hún fæddist í og flúði þegar hún var þrettán ára. Áhorfendum fjölgar dag frá degi og meðal margra Sómala er hún stjarna, Youtube stjarna með 23.000 áskrifendur og heildaráhorf á myndböndin hennar er komið yfir eina milljón. 

Mikilvægt að sýna skaðannNajmo segir mikilvægt að sýna skaðann sem misþyrmingar á kynfærum kvenna veldur og fjallar opinskátt um það í fræðslumyndböndum sem þessum.

Þöggun umlykur misþyrmingar á sómölskum stúlkum

Litríki klúturinn sem hún er með um hálsinn er einmitt gjöf frá aðdáanda í London. „Ég er í námi þar og eftir skóla einn daginn fór ég í bæinn og staðnæmdist við verslun sem selur sómalskar vörur, afgreiðslukonan sá mig, kom út og bauð mér inn í búðina. Þegar þangað var komið faðmaði hún mig og þakkaði mér fyrir allt sem ég væri búin að  gera fyrir stelpur og konur í Sómalíu,“ segir Najmo stolt á svip. Hún segir að afgreiðslukonan hafi síðan kallað á vinkonur sínar sem voru í búðinni og að þær hafi líka þekkt hana og fagnað henni ákaft. Kveðjugjöfin var klúturinn litríki. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kapítalisma fylgir rasismi, fátækt, atvinnuleysi, glæpir, og ofbeldi
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Kapí­tal­isma fylg­ir ras­ismi, fá­tækt, at­vinnu­leysi, glæp­ir, og of­beldi

Eft­ir­farna­di er þýð­ing á skrif­um leik­stjór­ans Boots Riley sem hann setti fram á Twitter fyr­ir skömmu í tengsl­um við morð­ið á Geor­ge Floyd. Rót vand­ands er efna­hags­kerf­ið sem býr til skil­yrð­in sem leið­ta til þess of­beld­is sem lög­regl­an sýn­ir fólki. Hann sýn­ir fram á hvernig at­vinnu­leys­ið, sem kapí­tal­ism­inn þarfn­ast og við­held­ur, leið­ir til fá­tækt­ar sem svo leið­ir fólk á...
Samfélög og markaðir
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Pistill

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Sam­fé­lög og mark­að­ir

Spurn­ing­ar vakna um grunn­virkni sam­fé­lags­ins. Hvar liggja mörk gagn­semi mark­að­ar­ins?
Tólf kaflar og tólf kvæði um samtímann
Menning

Tólf kafl­ar og tólf kvæði um sam­tím­ann

Ný bók eft­ir pró­fess­or í heim­speki fjall­ar bæði um hvers­dags­leik­ann og stór­ar áskor­an­ir.
Heima er bezt
Vettvangur

Heima er bezt

Þeg­ar mað­ur hef­ur haft lifi­brauð af því að ferð­ast um og mynda ís­lenska nátt­úru fyr­ir bæk­ur og tíma­rit í hátt í fjöru­tíu ár, hljóta auð­vit­að ein­hverj­ir stað­ir að standa upp úr. Stað­ir sem kalla á mann aft­ur og aft­ur og eru sí­breyti­leg­ir eft­ir árs­tíð­um og birtu. Hér kem­ur lít­ill listi til að hjálpa okk­ur að ferð­ast heima í sum­ar.
Villingur í hjarta
Viðtal

Vill­ing­ur í hjarta

Ugla Hauks­dótt­ir, leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur, hef­ur á ör­fá­um ár­um sýnt sig og sann­að. Hún hlaut með­al ann­ars verð­laun Leik­stjóra­sam­bands Banda­ríkj­anna, Director's Guild of America, fyr­ir stutt­mynd sína við út­skrift frá há­skóla og í vor fékk hún inn­göngu í þessi sömu sam­tök, fyrst ís­lenskra kven­leik­stjóra. Hún er þar með kom­in í hóp við­ur­kennd­ustu Hollywood-leik­stjór­anna að­eins þrí­tug að aldri.
Spurningaþraut 36: Fjögur flugvélamóðurskip, tvær konur, einn staður
Þrautir10 af öllu tagi

Spurn­inga­þraut 36: Fjög­ur flug­véla­móð­ur­skip, tvær kon­ur, einn stað­ur

Þá eru hér spurn­ing­ar: Auka­spurn­ing­arn­ar eru þess­ar: Á efri mynd­inni er karl nokk­ur í hlut­verki trans­konu í ný­legri sjón­varps­seríu. Áð­ur hafði karl­inn gert garð­inn fræg­an í langri röð sjón­varps­mynda þar sem hann lék lög­reglu­mann nokk­urn. Hvað hét sú per­sóna? Og hver er kon­an á neðri mynd­inni? Að­al­spurn­ing­arn­ar tíu eru þess­ar: 1.    Hversu langt er frá Gróttu­vita á Seltjarn­ar­nesi í...
Zorro kóngur og Pollyanna drottning
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Zorro kóng­ur og Pollyanna drottn­ing

Skær­ustu stjörn­ur þöglu mynd­anna í Banda­ríkj­un­um skinu skært ár­ið 1920 en eng­ar þó skær­ar en Douglas Fair­banks og Mary Pickford.
Síðasta veiðiferðin
Bíó Tvíó#178

Síð­asta veiði­ferð­in

Andrea og Stein­dór ræða gam­an­mynd­ina Síð­ustu veiði­ferð­ina sem kom út í ár.
Skála fyrir íslensku smjöri
Uppskrift

Skála fyr­ir ís­lensku smjöri

Vin­irn­ir og bak­ar­arn­ir Kjart­an og Guð­mund­ur hafa opn­að nýtt bakarí á göml­um grunni á Sel­fossi en í hús­inu hef­ur ver­ið rek­ið bakarí í ein 40 ár. Smjör­deig er í miklu upp­á­haldi hjá þeim fé­lög­um og hafa þeir próf­að sig áfram með ýms­ar nýj­ar teg­und­ir af góm­sætu bakk­elsi úr slíku til að setja í ofn­inn.
Sjarmatröllin
Kristín I. Pálsdóttir
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Sjarmatröll­in

Höf­und­ar: Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir og Krist­ín I. Páls­dótt­ir Til sjarmatrölla telj­ast þau sem leyf­ist meira en venju­legu fólki af því að þau er sjarmer­andi, skemmti­leg, óút­reikn­an­leg og það sem skipt­ir mestu máli skipt­ir eru með völd. Til hag­ræð­ing­ar skul­um við tala um sjarmatröll í karl­kyni fleir­tölu. Þau fyr­ir­finn­ast vissu­lega í kven­kyni en ekki í sama mæli, kon­ur hafa nefni­lega ekki...
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Myndir

„Mitt líf hef­ur snú­ist um sauð­fé og reka­við“

Siggi er með­al síð­ustu sauð­fjár­bænd­anna í Ár­nes­hreppi á Strönd­um. Hann er 81 árs og býr í hús­inu þar sem hann ólst upp. Hann hef­ur alltaf bú­ið þar, fyr­ir ut­an tvo vet­ur. Heiða Helga­dótt­ir ljós­mynd­ari fylgd­ist með sauð­burði hjá Sigga.
Bleikur himinn
Melkorka Ólafsdóttir
Pistill

Melkorka Ólafsdóttir

Bleik­ur him­inn

Mel­korka Ólafs­dótt­ir þræddi öld­ur­hús­in með vin­kon­um sín­um á lang­þráð­um laug­ar­degi eft­ir sam­komu­bann.