Samherji leigir togara í eigu ríkisstjórnarinnar í olíuríkinu Venesúela í Suður-Ameríku sem notaður er til að veiða á fiskikvótum í Namibíu sem útgerðin hefur komist yfir með stórfelldum mútugreiðslum til áhrifamanna í landinu. Togarinn sem Samherji leigir er kallaður Geysir í dag, áður hét hann José Marti og Alpha, og var í eigu hafnfirsku útgerðarinnar Sjólaskipa fram til ársins 2007 og síðar dótturfélags Samherja í Afríku, Kötlu Seafood, á árunum 2007 til 2010. Fram til ársins 2010 notaði Samherji hann til að veiða hestamakríl í Máritaníu og Marokkó.
Árið 2010 var togarinn seldur til fyrirtækis í 51 prósents eigu félags í eigu venesúelska ríkisins, og 49 prósent í eigu fyrirtækis sem ríkisstjórnin á Kúbu átti. Í kjölfarið var togarinn færður yfir á flagg frá Kúbu en hafði áður siglt á flaggi Mið-Ameríkuríkisins Belís. Þegar togarinn var keyptur var Hugo Chavez forseti Venesúela – hann lést árið 2014 – og Fidel …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir