Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Notalegar jólahefðir mikilvægar

Dom­in­ique Plé­del Jóns­son hef­ur bú­ið á Ís­landi í hart­nær hálfa öld og til­eink­að sér ýmsa ís­lenska jólasiði, þó að franskra áhrifa gæti í bland. Bernskuminn­ing­ar frá jól­um í Par­ís eru henni þó alltaf einna kær­ast­ar.

Það er snjór yfir öllu og sannarlega jólalegt á að líta í borginni þegar við Dominique Plédel Jónsson hittumst yfir rjúkandi bolla á Kjarvalsstöðum daginn fyrir storminn. Dominique er flestum landsmönnum kunn enda hefur hún átt stóran þátt í að betrumbæta vímenningu okkar Íslendinga um áratuga skeið og rekið Vínskólann frá árinu 2006. Innan hans eru haldin margvísleg vínnámskeið en síðastliðin ár hefur Dominique einnig haldið með hópa í menningarferðir til Marokkó sem hún segir að mætti kalla sitt þriðja heimaland. Dominique hefur búið hérlendis í hartnær hálfa öld og tileinkað sér íslenska jólasiði með fjölskyldu sinni þótt franskra áhrifa gæti í bland.

„Af barnæskuminningum mínum eru minningarnar frá jólum í París, þar sem ég ólst upp, meðal þeirra bestu. Ég fylltist einmitt miklum söknuði núna um daginn þegar vinkona mín var í París og setti inn færslu á Facebook um að hún hefði fengið sér 12 ostrur. Ostrur voru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár