Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Sigur Boris Johnsons á Bretlandi hefur, eins og sigur Donald Trumps fyrir þrem árum, leitt hugann að misvægi atkvæða í kosningum á Vesturlöndum.

Illugi Jökulsson

Sigur Boris Johnsons á Bretlandi hefur, eins og sigur Donald Trumps fyrir þrem árum, leitt hugann að misvægi atkvæða í kosningum á Vesturlöndum.

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans
Boris Johnson. Hann var lengi í vafa um hvort hann ætti að styðja veru eða brotthvarf Breta úr ESB. Loks ákvað hann að styðja brotthvarfið því það væri eini möguleiki hans á að komast til valda í Íhaldsflokknum. Og það hefur nú skilað honum æðstu völdum.  Mynd: Shutterstock

Í bresku kosningunum í fyrragær fékk breski Íhaldsflokkurinn 365 þingmenn af 650 og því meirihluta.

Og nú skrifa bresku blöðin hvert í kapp við annað að Boris Johnson forsætisráðherra hafi eftir þennan glæsilega kosningasigur umboð til að gerbreyta bresku samfélagi eftir sínu höfði.

Og það er lítill vafi á að hann lítur sjálfur svo á og getur vart beðið eftir því að taka til óspilltra málanna.

Úrslit kosninganna.Bláir eru þingmenn Íhaldsflokksins, 365 en 326 þarf til að ná hreinum meirihluta.

Nú ætla ég ekki að hætta mér út í þann forarpytt að fjalla um bresk stjórnmál og allra síst Brexit. 

Um Brexit er fátt að segja sem ekki hefur verið sagt 300.000 þúsund sinnum áður. Ég vil aðeins geta þess að ég ber virðingu fyrir þeirri sannfæringu svo margra breskra stjórnmálamanna að eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um ESB 2016 beri að fara, hvað sem tautar og raular.

Eftir þjóðaratkvæðagreiðslum á að fara

Skoðanakannanir allar götur síðan (fyrir utan 1-2 skipti) hafa reyndar sýnt að meirihluti kjósenda myndi styðja áframhaldandi veru Bretlands í ESB (síðasta könnun frá 11. desember), væri kosið nú, en samt verður niðurstaðan að „get Brexit done“ og ekkert við því að gera.

Eftir þjóðaratkvæðagreiðslum ber að fara.

En látum það liggja milli hluta.

Það sem ég klóra mér í höfðinu yfir eru fyrrnefndar hugmyndir um að nú hafi Boris Johnson umboð til að „gerbreyta“ bresku samfélagi.

Svo frábær hafi kosningasigur hans verið.

En það er nefnilega það.

Hve frábær var hann?

„Dead man walking“

Í kosningunum 2017 fékk Íhaldsflokkur Theresu May 13,6 milljónir atkvæða. Flokkurinn tapaði 13 þingmönnum og missti meirihluta sinn á þingi, enda þótti kosningabaráttan með eindæmum stirðbusaleg og misheppnuð.

Eftir þessa útreið var Theresa May í raun „dead man walking“ í breskri pólitík.

En bíðum við.

Í þessum kosningum 2017 fékk flokkurinn 42,3 prósent atkvæða sem var reyndar 5,5 prósentum MEIRA en í kosningunum 2015. Þá hafði flokkurinn undir forystu David Camerons unnið stórsigur, unnið 24 þingmenn en fengið „ekki nema“ 11,3 milljónir atkvæða.

Einmenningskjördæmi

Ástæðan fyrir þessum furðum er vitaskuld kosningakerfið í Bretlandi, það er að segja einmenningskjördæmin sem þar eru við lýði.

En hvað gerðist núna?

Jú, Íhaldsflokkur Boris Johnsons vann vissulega á.

Enda voru allir sammála um að kosningabaráttan hefði verið með eindæmum snörp og vel heppnuð.

Og flokkurinn fékk alls 13.966.565 atkvæði.

Heilum 329.881 fleiri en síðast.

Hinn mikli og væntanlega örlagaríki kosningasigur Johnsons var sem sé upp á 1,2 prósent atkvæða.

Íhaldsflokkurinn hefur nú 43,6 prósent atkvæða.

Umboð til að breyta

En út á þetta vann flokkurinn 48 þingsæti og hefur nú öruggan meirihluta á þingi.

Theresa May,forsmáður „lúser“ en fékk aðeins 1,3 prósent færri atkvæði en Johnson.

Hann hefur 56 prósent þingmanna og þykir sem sé hafa umboð til að „gerbreyta bresku samfélagi“.

En sú mikla fjölgun íhaldsmanna, sem nú er raunin, stafar ekki fyrst og fremst af fjölgun atkvæða sem greidd voru Boris Johnson.

Eiginlega alls ekki.

Hinn mikli sigurvegari fékk þrátt fyrir allt bara örlítið meira fylgi en hin forsmáða Theresa May.

Fjölgunin stafar af hruni Verkamannaflokksins sem missti 60 þingmenn. 

Aðallega út á þrennt skilst mér: Óþarflega flókna og illskiljanlega kosningabaráttu, óvissa og þokukennda stefnu í Brexit-málum og þó umfram allt massífar óvinsældir leiðtogans Jeremy Corbyns.

Hrollvekjandi

Vegna þess stefnir Íhaldsflokkurinn á „gerbreytingu“ á bresku samfélagi með 1,2 prósent fylgisaukningu á landsvísu.

Sayeed Warsi,„flokkurinn minn“ þarf að græða sárin.

Og að því er sannarlega stefnt.

Baldur McQueen, sem búsettur er í Bretlandi, birti á Facebook-síðu sinni skjáskot af hrollvekjandi Twitter-samskiptum.

Sayeeda Warsi heitir kona ein á Bretlandi, fædd þar í landi 1971 en af pakistönskum ættum. Hún hefur verið frammámaður í Íhaldsflokknum og nýtur þar heilmikillar virðingar. Hún situr nú í lávarðadeildinni fyrir flokkinn.

„Þjóðernisstefnan er snúin aftur“

Eftir að Boris Johnson lýsti því yfir í sigurræðu sinni að nú ætti að „græða sárin“ skrifaði Warsi á Twitter að „flokkurinn minn“ ætti að byrja á að græða þau sár sem myndast hefðu í samskiptum flokksins við múslima eftir blygðunarlítið daður margra íhaldsmanna við múslimaandúð undanfarið.

Katie Hopkins,áhrifamikill dálkahöfundur á hægri væng.

Nema hvað, þá stökk fram Katie Hopkins sem er einn mest áberandi dálkahöfundurinn á hægri vængnum, og hún svaraði Warsi á Twitter á þessa leið:

„Þinn flokkur? Bíddu hæg systir. Ég held þú munir sjá að þetta er núna OKKAR flokkur. Bretland hefur Boris og alþýðuherinn [„blue collar army“]. Þjóðernisstefnan [„nationalism“] er snúin aftur. Breskt fólk í öndvegi.“

Þennan gorgeir telur Hopkins sem sé óhætt að hafa uppi á grundvelli atkvæðaaukningar upp á 1,3 prósent og 329.881 atkvæði.

Og hún er ekki ein um að tala svona í kjölfar sigurs Íhaldsflokksins.

Erfiðleikar „þriðja flokksins“

Fleira er skrýtið í bresku lýðræði.

„Þriðji flokkurinn“ á yfirleitt mjög erfitt uppdráttar milli stóru flokkanna tveggja.

Þetta vita menn fyrirfram og því fær flokkurinn (hver sem hann er) áreiðanlega alltaf töluvert færri atkvæði en hann mundi annars fá.

Núna fékk Frjálslyndi demókrataflokkurinn samt 11,6 prósent atkvæða og jók reyndar fylgi sitt um 4,6 prósent.

Á þingi þar sem kosið væri eftir hlutfallsreglum hefði hann fengið 75 þingsæti af þeim 650 sem kosið er um. 

En hann tapaði einu þingsæti þrátt fyrir kosningasigur í heild og fékk 11 þingmenn.

11 í stað 75.

38 þúsund bak við Boris

Græningjar, sem fengu 2,7 prósent heildaratkvæða, hefðu átt að fá 17 þingmenn en fengu 1.

Og eins og menn hafa bent á eru nú 865.697 atkvæði á bak við þann eina þingmann græningja, Caroline Lucas.

Caroline Lucas,eini þingmaður græningja.

Á bak við hvern þingmann frjálslyndra demókrata eru 336.038 kjósendur.

Og á bak við hvern þeirra Jeremy Corbyns og annarra þingmanna Verkamannaflokksins er 50.935 kjósendur.

En á bak við Boris Johnson og aðra íhaldsþingmenn eru 38.264 kjósendur.

Nærri tíu sinnum færri en á bak við þingmenn frjálslyndra demókrata!

Hvers konar lýðræði?

Nú er spurning hvers konar lýðræði er þetta.

Donald Trump.Heildarfylgið sem hann fékk 2016 hefði í fæstum tilfellum dugað til að hann næði kjöri. En kjörmannakerfið tryggði honum forsetaembættið vestanhafs.

Svipaðra spurninga má spyrja um Bandaríkin þar sem kjörmannakerfið (sem er í reynd kjördæmakerfi núorðið þótt uppruninn sé annar) olli því 2016 að Donald Trump var kjörinn forseti með umtalsvert færri atkvæði í heild en Hilary Clinton.

Þar munaði 2,1 prósenti, nærri þrem milljónum atkvæða.

En vegna fleiri kjörmanna taldi Trump sig hafa umboð til gerbreyta bandarísku samfélagi eftir sínu höfði og hefur sannarlega hafist handa um það.

Þetta er það „winner takes alls“ hugarfar sem virðist alltaf verða ofan á í samfélögum þar sem atkvæðamisvægi er mikið.

Meirihlutinn telur að honum beri öll völd og ekki þurfi að taka neitt tillit til minnihlutans.

Ekki einu sinni þótt minnihlutinn sé í rauninni meirihluti, og öfugt!

Leikreglur

Í sjálfu sér er lítið um þetta að segja eftir á. Þetta eru þær leikreglur sem menn hafa samþykkt og ganga til leiks samkvæmt þeim.

Tony Blairsigurreifur árið 1997

Á tímum Tony Blairs naut Verkamannaflokkurinn í Bretlandi til dæmis mjög góðs af kosningakerfinu þar.

Blair rústaði Íhaldsflokknum að þingmannatölu þrennar kosningar í röð og fékk til dæmis hvorki meira né minna en 418 þingmenn í þeim fyrstu, 1997, gegn 165 þingmönnum Íhaldsflokksins.

Blair fékk sem sé 63,4 prósent þingmanna ef ég kann ennþá prósentureikning.

En þá fékk hann þó „aðeins“ 43,2 prósent atkvæða eða 0,4 prósentum minna en Boris Johnson nú.

Er þetta réttlátt?

Menn geta fært ýmis rök fyrir atkvæðamisvægi. Bretar telja sitt kerfi auka stöðugleika. Ekki hefur honum þó verið fyrir að fara að undanförnu. Og í Bandaríkjunum hefur misvægið reynst beinlínis hættulegt.

Stórhættulegt.

Maður sem nýtur fylgis minnihluta kjósenda er að gera byltingu í bandarísku samfélagi. Og ef Johnson - og fólk eins og Hopkins - fá að ráða verður það sama upp á teningnum í bresku samfélagi.

Aðalspurningin er þessi: Er þetta réttlátt?

Að því þurfa allir að leiða hugann. Líka við hér, þar sem atkvæðamisvægi er verulegt.

Er það réttlátt?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Nýtt á Stundinni

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svanavatn á torgi

Einar Már Jónsson

Svanavatn á torgi

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Ritstjórn

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Stuðningur berst björgunarsveitinni  á Flateyri alls staðar að af landinu

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu