Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Þorvaldur Gylfason

Rík lönd, fátækt fólk

Þorvaldur Gylfason veltir fyrir sér hvort virkilega sé þörf fyrir milljarðamæringa, í ljósi þeirrar reynslu að þeir stundi lögbrot og grafi undan lýðræði og velferð almennings.

Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason veltir fyrir sér hvort virkilega sé þörf fyrir milljarðamæringa, í ljósi þeirrar reynslu að þeir stundi lögbrot og grafi undan lýðræði og velferð almennings.

Rík lönd, fátækt fólk
Fátækt í New Orleans Fimmti hver íbúi í Lousiana, hvar New Orleans er fylkishöfuðborgin, lifir undir fátæktarmörkum. Það er þrátt fyrir að miklar auðlindir séu til staðar í fylkinu.  Mynd: Shutterstock

Landið okkar er ríkt, en fólkið er fátækt, er haft eftir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú sagður vera ríkasti maður heims með árslaun sem eru þriðjungur af árslaunum forseta Bandaríkjanna. Rússland er þjófræðisríki.

Fávaldar ná undirtökunum

OfurríkurVladimir Pútín er sagður vera ríkasti maður í heimi. Ekki hefur hann þó efnast svo af launum sínum sem forseti, eitthvað annað hefur komið til.

Sovézki kommúnistaflokkurinn, sem stjórnaði Rússlandi frá byltingu 1917 fram að hruni 1991, var glæpafélag frá fyrstu tíð. Betra tók að vísu við eftir að veldi kommúnista hrundi 1989–1991, en þó þannig að einkavæðing ríkiseigna í Rússlandi eftir 1991 snerist upp í einkavinavæðingu sem var útfærð á þann hátt að fáeinir menn komust í ofsaálnir m.a. með því að sölsa undir sig náttúruauðlindir Rússlands, auðlindir sem rússneska þjóðin á skv. stjórnarskrá landsins frá 1993 og einnig skv. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þessir fávaldar (e. oligarchs) þurftu að makka rétt til að lenda ekki bak við lás og slá, í útlegð eða undir grænni torfu. Þeir sem mökkuðu rétt ráða nú lögum og lofum í landinu. Í þeim hópi eru Íslandsvinirnir Roman Abramovich og Alisher Ushmanov.

Málið snýst ekki aðeins um yfirráð yfir auðlindum heldur einnig um aðgang að eða umráð yfir öðrum gæðum sem almannavaldið úthlutar, svo sem einkaleyfum, fasteignum, fjölmiðlum, framkvæmdum, jarðnæði, viðskiptasamböndum og fleiru. Skipting auðs og tekna í Rússlandi er nú ójafnari en í Bandaríkjunum og mun ójafnari en í Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum. Ríkasti hundraðshluti heimilanna á nú 43% allra einkaeigna í Rússlandi borið saman við 39% í Bandaríkjunum og 33% í Frakklandi (tölurnar eru frá 2014–2015).

Þau eru mörg löndin – Alsír, Angóla og þannig áfram út stafrófið – sem hafa misst auðlindir sínar í hendur fáeinna óprúttinna manna sem beita ýmsum brögðum til að halda illa fengnum forréttindum, auði og völdum á kostnað réttra eigenda, fólksins.

Hér segir frá einu slíku dæmi sem er að vísu ekki sjálfstætt þjóðríki heldur eitt fátækasta ríki Bandaríkjanna, suðurríkið Lúísíana.

Fátækt innan um allsnægtir

Bandaríkjamenn keyptu Lúísíönu af Frökkum 1803 fyrir 15 milljónir dala. Ríkið er nú sem þá þekktast fyrir stærstu borgina þar, heimsborgina New Orleans, heimaborg Louis Armstrong. Fátæktin víða um Lúísíönu er yfirþyrmandi. Fimmti hver íbúi er undir fátæktarmörkum borið saman við tíunda hvern íbúa í ríkustu ríkjunum, Maryland og New Jersey.

Lúísíana skrapar botninn í efnahagslegu og félagslegu tilliti nánast hvert sem litið er. Fleiri morð eru framin í Lúísíönu miðað við mannfjölda en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna. Barnadauði er meiri en næstum alls staðar annars staðar um landið, tekjumunur karla og kvenna er meiri, og kunnátta í lestri og stærðfræði er minni. Ríkið er talið spilltast allra ríkja landsins. Ekkert ríkjanna 50 hefur fleiri fanga miðað við mannfjölda en Lúísíana. Fólkið í Lúísíönu lifir að jafnaði þrem árum skemur en Bandaríkjamenn að meðaltali og sex árum skemur en íbúar Kaliforníu og New York. Allt er þarna sem á eina bók lært.

Fátæktarhverfi í New OrleansLouisiana skrapar botninn í því sem næst öllu efnahagslegu og félagslegu tilliti.

Lúísíana er eitt fátækasta ríki landsins, bara rösklega hálfdrættingur á við Maryland og New Jersey, mælt í meðaltekjum heimilanna. Samt eru heildartekjur fólksins í Lúísíönu litlu minni en í Finnlandi sem skorar landa hæst í allra handanna alþjóðasamanburði. Meðaltekjur á mann eru áþekkar á báðum stöðum.

Af þessu má ráða að meðaltekjur á mann eru varasamur mælikvarði á velferð fólks einar sér ef skipting auðs og tekna milli manna er ekki einnig tekin með í reikninginn. Þar liggur hundurinn grafinn.  

Þegar auðlindagnægð spillir

Af hverju stafar misskiptingin í Lúísíönu? Ein ástæðan er sú að þar er að finna gnægð olíu og annarra náttúruauðlinda líkt og í Texas á næsta bæ við, auðlinda sem ríkisstjórnin hefur ekki farið vel með. Lúísíana er í öðru sæti listans yfir umfang olíuvinnslu í 50 ríkjum Bandaríkjanna, í þriðja sæti listans yfir efnaframleiðslu og í fjórða sæti listans yfir framleiðslu jarðgass. Ríkið á að auki fimm af fimmtán stærstu höfnum landsins. Auðlindavinnslan og meðfylgjandi útflutningur olíu, efna og jarðgass til annarra ríkja og útlanda býr til gríðarleg verðmæti.

„Þeir, sem sitja að auðlindunum og hirða tekjurnar af þeim, gæta þess að halda þeim út af fyrir sig svo sem hægt er“

Þeir, sem sitja að auðlindunum og hirða tekjurnar af þeim, gæta þess að halda þeim út af fyrir sig svo sem hægt er. Til þess hafa þeir meðal annars komið sér upp fyrirkomulagi sem er einstakt í landinu og felst í að embættisnefnd á vegum ríkisstjórnarinnar tekur við umsóknum fyrirtækja um undanþágur frá skattgreiðslum og veitir þær svo að segja sjálfkrafa. Í þessu sjálfsafgreiðslukerfi hafa 99,95% allra umsókna um undanþágur frá skatti hlotið samþykki nefndarinnar síðastliðin 20 ár. Fyrirtækin hafa nefndina í vasanum. Styrkir sem fyrirtæki í Lúísíönu þiggja af ríkisstjórninni eru tífaldir miðað við landsmeðaltal og meira en þrítugfaldir borið saman við Texas. Bróðurparturinn af þessum styrkveitingum, um 80%, felst í framangreindum undanþágum frá skattheimtu. Fyrirtækin ganga fyrir fólkinu.

Þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í meira en 80 ár án þess að ríkisstjórnin hafi hirt um að láta kanna reynsluna af því, kosti þess og galla. Þetta hefur kippt fótunum undan tekjuöflun ríkisins og valdið því að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og flest önnur almannaþjónusta er mun lakari en næstum alls staðar annars staðar um landið.

Skattheimta í Lúísíönu hvílir á þrem stoðum: tekjuskatti, söluskatti og eignarskatti. Sé farið sýslu úr sýslu innan ríkisins, kemur í ljós, að allt frá 66% upp í 99% af eignum fyrirtækja eru undanþegnar eignarskatti með stimpli frá nefndinni góðu.

Það er fyrst nú nýlega, að fjölmiðlar sem ná til landsins alls tóku að fjalla um málið. Ætla má að kerfinu verði breytt eftir því sem fleiri komast í hvernig í málinu liggur. Olíuríkið Texas í næsta nágrenni kallar að sönnu ekki allt ömmu sína í auðlindamálum, en annað eins og þetta myndi ekki geta gerzt þar, enda stendur Texas, næstfjölmennasta ríki landsins, býsna vel í alhliða samanburði milli ríkjanna 50.

Er þörf fyrir milljarðamæringa?

Fram að efnahagshremmingum og hruni 2008 var það útbreidd skoðun að skipting auðs og tekna milli manna væri víðast hvar ekkert tiltökumál og að áhugi á henni vitnaði ef til vill einna helzt um öfund. Margir hagfræðingar, stjórnmálamenn og aðrir létu sér málið í léttu rúmi liggja. Hagstofa Íslands hirti jafnvel ekki um að birta tölur um ört vaxandi ójöfnuð í tekjuskiptingu fram að hruni. En hrunið gerbreytti landslaginu erlendis og einnig á Íslandi. Misskipting er nú á allra vörum og margir telja viðnám gegn henni nú vera eitt mikilvægasta verkefnið á vettvangi stjórnmálanna ásamt viðnámi gegn hlýnun loftslags.

Helztu rökin fyrir jafnari skiptingu auðs og tekna hafa jafnan verið þau að meiri jöfnuður lyfti kjörum þeirra sem höllustum fæti standa. Þessi rök voru víða talin léttvæg í hópi þeirra sem kæra sig kollótta um hag láglaunafólks. Síðan hafa tvær veigamiklar röksemdir bætzt við í ljósi reynslunnar og breyta stöðunni. Í fyrsta lagi benda rannsóknir til þess að mikill ójöfnuður í skiptingu tekna og eigna hamli vexti og viðgangi efnahagslífsins yfir höfuð, spilli friði og samheldni og bitni því þegar til lengdar lætur ekki aðeins á lágtekjuhópum heldur einnig á öðrum.

Í annan stað hefur þróun síðustu ára vakið nýja spurningu sem brennur nú á margra vörum: Er þörf fyrir milljarðamæringa? Ef reynslan sýnir að milljarðamæringar, einkum þeir sem hafa komizt í ofsaálnir gegnum klíkuskap og spillingu, stunda lögbrot í trausti refsileysis, kaupa stjórnmálamenn og flokka í kippum og grafa undan lýðræði og velferð almennings, er þá ekki ástæða til að staldra við og leita leiða til að grisja stofninn? Það er hægt með því að svipta milljarðamæringa forréttindum sem þeim hafa verið fengin að ófyrirsynju, grafa upp faldar eignir þeirra í skattaskjólum og breyta skattalögum á þann veg að auðmenn greiði eftirleiðis ríflegan skerf til samfélagsins. Hér er verk að vinna.

 

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?