Þann 8. júlí 2017 stóð Gina Martin, þá 25 ára, ásamt systur sinni í steikjandi hita í Hyde Park í London og beið í ofvæni eftir að uppáhalds hljómsveit þeirra, The Killers, byrjaði að spila. Tveir menn gáfu sig á tal við þær og eftir stutt spjall fengu systurnar óþægilega tilfinningu af þeim, þeir voru ágengir og mældu þær út frá toppi til táar. Annar þeirra nuddaði sér upp við Ginu og stuttu seinna heyrði hún hann hlæja um leið og hann sýndi félaga sínum mynd í símanum. Gina þekkti myndefnið alltof vel og varð ljóst að á einhverjum tímapunkti hafði maðurinn laumað símanum undir pilsið hennar og tekið mynd. Hún reif símann af manninum, sem varð ógnandi og heimtaði að fá símann tilbaka. Þegar hún neitaði tók hann um axlir hennar og hrinti henni. Einhver sagði: „Hlauptu!“ og Gina tók á rás. Hún hljóp eins og hún ætti lífið að leysa með manninn á hælunum og nam ekki staðar fyrr en hún sá hóp öryggisvarða. Þeir slógu skjaldborg utan um hana og vörðu hana fyrir manninum, sem reyndi að brjótast í gegn og æpti hástöfum að hann hefði ekki tekið neina mynd af henni. Tveir lögregluþjónar mættu á svæðið innan skamms og eftir að hafa skoðað myndina tilkynntu þeir Ginu að í ljósi þess að hún var í nærbuxum (sem að hennar sögn voru efnislitlar og huldu í raun ekki mikið) gætu þeir ekkert gert fyrir hana. Henni var allri lokið þegar hún áttaði sig á því að það að ráðast inn í friðhelgi kvenna, ljósmynda kynfærasvæði þeirra án leyfis og svipta þær þar með sjálfsákvörðunarréttinum yfir eigin líkama, væri í raun leyfilegt. Maðurinn hafði ekki brotið nein lög.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir