Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Það tók Róbertu Michelle Hall langan tíma að safna kjarki til að stíga fram og segja sögu sína af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir. Nú sé hún hins vegar orðin sterk.

Róberta Michelle Hall

Það tók Róbertu Michelle Hall langan tíma að safna kjarki til að stíga fram og segja sögu sína af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir. Nú sé hún hins vegar orðin sterk.

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
Er orðin nógu sterk til að segja frá Róberta segir að hún sé að segja sína sögu til stuðnings öllum litlu Róbertunum þarna úti.  Mynd: Shutterstock

Ég hef setið með þessa grein í maganum í rúmlega ár núna en ég hef alltaf verið of hrædd. Óöryggið lamar konu og hugmyndin um falsminningar tekur yfir. Á sama tíma veit ég alveg hvað gerðist. Það getur bara verið ofboðslega erfitt að treysta sjálfum sér eftir ítrekuð kynferðisbrot, ítrekaðar tilraunir til að taka eigið vald frá manni. Of oft.

Ég get ekki annað en hugsað til allra þeirra kvenna sem stigið hafa fram með sínar sögur og allt það mótlæti sem þær hafa orðið fyrir. Hugsa líka um meðbyrinn. Það er búið að taka mig rúmlega ár að safna kjark í þetta. Ég skildi aldrei hversu mikið þor það þarf raunverulega til að taka þetta skref. Ég sé núna, skýrar en nokkru sinni fyrr, að það leikur sér enginn að svona löguðu.

Nú er minn tími kominn. Það er í raun ekki undir mér komið. Kona sem ég ber ómælda virðingu fyrir sagði við mig á einkafundi okkar um þessa sögu að það væri ábyrgð sterkra kvenna að stíga fram, hækka róm sinn og láta að sér kveða fyrir hönd þeirra sem ekki geta. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, takk fyrir hvatninguna og stuðninginn, ég er þessi sterka kona. Þessi saga er í raun ekki bara um mig, heldur líka allar litlu Róberturnar þarna úti sem eru einar, ströggla og þurfa stuðning.

Var lengi í afneitun

Ég var lengi í afneitun yfir því sem hafði gerst. Samt klóraði raunveruleikinn sífellt upp á yfirborðið. Það var eitthvað að, það var eitthvað sem kraumaði innra með mér og vildi að ég myndi horfast í augu við. Það var ekki fyrr en ég fór til heimilislæknisins míns með svefn vandamál sem ég neyddist til að gera nákvæmlega það. Svefninn var orðinn mikill kvíðavaldur því ég var farin að þjást af martröðum og seinna meir svefnlömun. Svefnlömun getur verið ógeðslega ógnvænleg upplifun. Sem betur fer er heimilislæknirinn minn yndislegur maður sem kveikti samstundis á perunni. Hann gekk á eftir mér til að ganga úr skugga um að ég myndi alveg örugglega prófa að leita til Stígamóta. Það var þá sem myrkar dyr opnuðust aftur og aftur. Mun fleiri en mig hefði nokkurn tíma grunað. Mér hafði ekki bara verið nauðgað 12 ára gamalli heldur hafði ég upplifað margvíslegt kynferðisofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því. Það sem er ótrúlegt við mína sögu er að ég hef tvisvar verið beitt kynferðisofbeldi af öðru barni. En samkvæmt tölum Stígamóta er það ekki svo óalgengt. Ótrúlegt ekki satt? Það kom mér í opna skjöldu þegar ég sá tölur Stígamóta yfir aldursbil gerenda. Fyrsta reynsla mín er þegar ég er rúmlega sex ára. Við erum þrjár stelpur að leika okkur, ég þekkti þær ekki mikið, en leikurinn endaði inn í svefnherbergi foreldra einna stelpunnar. Ég man enn eftir mjög svo hvítu heimili þeirra. Þetta byrjaði sem fíflaleikur en endaði með því að ein þeirra fór að skipa okkur fyrir og segja okkur til. Svo þegar við vildum hætta var það ekki í boði. Þetta hafði ég greinilega grafið djúpt í meðvitund mína því þetta rifjast ekki upp fyrir mér fyrr en ég er komin nokkuð langt í bataferli mínu vegna því kynferðisofbeldi sem ég verð seinna fyrir.

„Frá þessari stundu var öll ábyrgðin á mér, ég veit ekki til þess að það hafi nokkurn tíma verið rætt við drenginn“

Skólabróðir minn nauðgaði mér þegar ég var 12 ára og hann aðeins árinu eldri. Mig grunar að hann geri sér ekki grein fyrir því en það gerðist. Þessi atburður hefur mótað allt mitt líf, hingað til og mun líklega halda áfram að hafa áhrif. Röð atvika leiddi til þess að þetta kemst upp innan skólans en vegna þess að það var áfengi við hönd og ég frá tiltölulega brotnum bakgrunn þá var þetta afskrifað sem kynlíf samþykkjandi einstaklinga. Allavegana var ég ekki einu sinni spurð að því hvort þetta hafi verið eitthvað sem ég vildi. Það fór ferli í gang mín megin þar sem mér var hálfpartinn hótað að ef ég myndi ekki segja mömmu frá því sem gerðist sjálf myndi skólinn gera það. Það er að segja að ég hefði verið að drekka heima hjá mér með vinum mínum og að ég hafi sofið hjá skólabróður mínum. Að sjálfsögðu kaus ég að segja sjálf frá sem hafði þær afleiðingar að ég var sett í straff og fylgst var vel með mér en bara í skamman tíma. Frá þessari stundu var öll ábyrgðin á mér, ég veit ekki til þess að það hafi nokkurn tíma verið rætt við drenginn. Hvorki til að segja foreldrum sínum frá drykkjunni eða öðru.

Finnst sem skólinn hafi brugðist sér

Mín upplifun er að skólinn hafi brugðist mér. Ég var nýkomin í þennan skóla eftir flutning vegna skilnaðar foreldra minna. Ekki bara það heldur var ég lögð í gróft einelti í skólanum sem ég var í á undan. Ég hafði lítinn stuðning heima fyrir, með brotið bakland, brotna sjálfsmynd og ekki nema miðlungs námsmaður. Samt vil ég undirstrika að ég er ekki að benda á einstaka aðila, heldur heildina. Nokkrir kennarar reyndust mér afar vel.

„Ég var svo brotinn og óörugg að ég sagði aldrei nei þvert á hug minn“

Ég sýndi augljós merki þess að ekki væri allt með felldu. Ég brast í grát í tíma og ótíma, átti við kyngingarörðuleika að stríða, fann fyrir kvíða og fannst oft eins og væri verið að fylgjast með mér. Nú veit ég að þetta eru allt afleiðingar kynferðisofbeldis. Önnur afleiðing var að ég varð ofurkynferðisleg, sótti mikið í félagsskap eldri stráka sem nýttu sér stöðu mína. Ég var svo brotinn og óörugg að ég sagði aldrei nei þvert á hug minn. Ég lokaði bara augunum, spilaði með og beið eftir því að þetta væri búið. Svo kynferðisofbeldið hélt áfram. Ég byrjaði mjög ung í sambandi og flutti að heiman aðeins 15 ára gömul. Allar götur síðan hef ég nánast einungis verið í óheilbrigðum eða ofbeldissamböndum. Þetta hefur litað allt mitt líf.

En eins og ég sagði í byrjun, þá er ég sterk kona. Ég er heppin. Ég er heppin með fólkið mitt og þær nokkru skynsömu ákvarðanir sem ég hef tekið. Hins vegar trúi ég því að það eru stelpur þarna úti sem voru/eru í minni stöðu sem þurfa aðstoðina sem ég fékk ekki tímanlega. Þess vegna þarf að styrkja skólakerfið í þessum efnum. Það þorði enginn að stíga inn í þegar ég þurfti mest á því að halda. Bara það eitt að einhver hefði kennt mér það að ég mætti segja nei hvenær sem ég vildi hefði það komið í veg fyrir ýmislegt. Ég bara án gríns gerði mér ekki grein fyrir því. Mörk mín höfðu alltaf verið brotin, ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim.

Sú samfélagslega umræða um kynferðisofbeldi sem átt hefur sér stað undanfarið, ýtti við mér og gerði mér kleift að horfast í augu við sársaukafulla reynslu mína og bregðast við henni.

Markmið mitt með því að stíga fram og segja þessa sögu mína er tvíþætt. Börn og ungmenni þurfa að fá kyn og kynjafræðslu. Það þarf að ræða heilbrigð samskipti, mörk, tilfinningar og ofbeldi í skólakerfinu. Skólakerfið þurfa líka að vera í stakk búið að takast á við kynferðisofbeldi meðal nemenda. Kennarar og starfsfólk skóla þarf að bera kennsl á kynferðisofbeldi og fá þjálfun til að bregðast við.

 

 

Tögg

Ísland

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
2

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar