Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Þegar mamma deyr
4

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
5

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, telur of miklar sveiflur í framlagi ríkisins til barnabóta og að endurskoða þurfi kerfið í heild sinni.

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Formaður BSRB, telur mikilvægt að farið verði í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu. 
ritstjorn@stundin.is

Morgunverðarfundi á vegum BSRB um barnabótakerfið og leiðir til úrbóta var að ljúka. Þar kynnti Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, nýja skýrslu sem hann vann fyrir BSRB þar sem barnabótakerfið á Íslandi er borið saman við kerfi hinna Norðurlandanna. 

„Við hjá BSRB teljum mikilvægt að það verði farið í heildarendurskoðun á barnabótakerfinu með það að markmiði að tryggja að fleiri fái fullar bætur. Það er jákvætt að stuðningi sé beint til þeirra sem þurfa mest á honum að halda en að sama skapi er ljóst að mun fleiri þurfa á slíkum stuðningi að halda,“ segir Sonja. 

Í skýrslunni kemur fram að barnabótakerfið hér á landi sé mjög lágtekjumiðað. Skerðingarmörk miðist við lægstu laun fyrir fullt starf á almennum vinnumarkaði. Það er því svo að vísitölufjölskylda, tveir foreldrar sem eiga tvö börn, sem bæði eru með meðaltekjur fá svo gott sem engar barnabætur. Slíkar fjölskyldur fá hinsvegar umtalsverðar barnabætur á hinum Norðurlöndunum. Barnabætur eru tekjutengdar á Íslandi og í Danmörku en ekki Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

„Markmiðið með barnabótakerfinu er að jafna tekjur og brúa bilið milli þeirra sem minna mega sín og þeirra sem hafa meira milli handanna. Það segir sig sjálft að því markmiði er ekki náð ef nánast allir á vinnumarkaði að undanskyldum þeim sem eru á lágmarkslaunum fá verulega skerðingu á barnabótum,“ segir Sonja.

Styður ekki við meðaltekju fjölskyldur

Vísitölufjölskylda með meðaltekjur fær 5.505 krónur á ári ef bæði börnin eru yngri en sjö ára en ekkert ef annað eða bæði hafa náð sjö ára aldri. Barnabótakerfið gerir þannig lítið sem ekkert fyrir hina dæmigerðu meðaltekju vísitölufjölskyldu á Íslandi. 

„Þessi regla um auknar barnabætur til barna yngri en sjö ára virðist hafa verið innleidd strax í upphafi fyrir næstum hálfri öld en litlar sem engar skýringar er að finna á því hvers vegna þetta aldursviðmið er í hvorki þáverandi né núverandi barnabótakerfi. Flestar rannsóknir á útgjöldum barnafjölskyldna sýna einmitt þvert á móti að kostnaðurinn aukist eftir því sem börnin eldast,“ segir hún. 

Vísitölufjölskylda með meðaltekjur fær 5.505 krónur á ári ef bæði börnin eru yngri en sjö ára en ekkert ef annað eða bæði hafa náð sjö ára aldri.

Sonja bendir á að miklar sveiflur hafi verið í framlagi ríksins til barnabóta á undanförnum árum. „Meginlínurnar sem má greina þar er að þegar það þarf að spara er skorið niður en þegar vel árar er ekki leiðrétt til samræmis við fyrri skerðingar. BSRB hefur til fjölda ára bent á að fjárstuðningur vegna framfærslu barna er tiltölulega lítill hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin og enn fremur önnur ríki OECD“.

Engin heildstæð hugsun á bak við kerfið

Í skýrslunni bendir Kolbeinn á að íslenska barnabótakerfið sé fremur flókið. Það byggi á hámarksfjárhæðum, skerðingarhlutföllum, skerðingarmörkum, hjúskaparstöðu foreldra og fjölda og aldri barna. Sumt virki mótsagnakennt eða orki tvímælis og erfitt sé að greina heildstæða hugsun bak við kerfið. 

Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir því að skerðingarmörk barnabóta hækki um 25 þúsund krónur á mánuði fyrir einstæða foreldra og 50 þúsund krónur fyrir foreldra í hjúskap. 

Nýir kjarasamningar fela í sér launahækkanir á næsta ári og í skýrslunni er tekið dæmi um að í janúar 2020 munu skerðingarmörk barnabóta nema 325 þúsund krónum á mánuði fyrir einstætt foreldri og 650 þúsund fyrir foreldra í hjúskap (eða tvisvar sinnum 325 þúsund). Á þeim tíma verður lágmarkstekjutryggingin á almennum vinnumarkaði, það er lægstu laun fyrir einstakling í fullu starfi, 317 þúsund krónur á mánuði. Þann 1. apríl sama ár hækkar lágmarkslaunatryggingin í 335 þúsund krónur á mánuði. Neðri skerðingarmörk barnabóta verða eftir sem áður 325 þúsund krónur.

Einnig er bent á að í ljósi þess að skerðingarmörk barnabóta á Íslandi liggi mjög lágt, nærri lágmarkstekjutryggingu kjarasamninga á almennum markaði, er afleiðingin að margar lágtekjufjölskyldur fá skertar barnabætur. „Nú er fæðingartíðni í sögulegu lágmarki og því til mikils að vinna að auka stuðning við barnafjölskyldur,“ segir Sonja.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Þegar mamma deyr
4

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
5

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
5

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
5

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Nýtt á Stundinni

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Símon Vestarr

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mótsagnir málsvara SFS

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Lífsgildin

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur