Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Fimm ís­lensk­ir lista­menn munu fá stuðn­ing til dval­ar við mynd­list­ar­stofn­un­ina Künst­ler­haus Bet­hanien í Berlín vegna nýs sam­komu­lags. Anna Rún Tryggva­dótt­ir seg­ir dvöl sína við stofn­un­ina hafa opn­að dyr, en sam­hliða henni frum­sýn­ir hún heim­ild­ar­mynd um ung­barna­sund.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín
Samkomulagið í höfn Anna Rún hefur dvalið við vinnustofu Künstlerhaus í ár og ber stofnuninni vel söguna.

Íslenskir myndlistarmenn munu geta iðkað list sína við Künstlerhaus Bethanien stofnunina í Berlín næstu fimm árin vegna nýs samkomulags sem fjármagnað er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og einkaaðilum. Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur verið við stofnunina undanfarið ár og segir samninginn vera einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn. Sýning hennar var opnuð í gær.

„Stofnunin er fimmtíu ára gömul og mjög rótgróin hér í borginni,“ segir Anna Rún. „Síðustu 25 ár hefur hún einbeitt sér að því að hýsa myndlistarmenn og stuðlað að tengslamyndun þeirra inn í Evrópu. Þetta er í fyrsta skiptið sem ríkið gerir samning um vinnustofustofnun af þessu tagi, þannig að þetta er mjög stórt skref fyrir íslenska listamenn og listasenu.“

Verkin taka breytingum á sýningu

Anna Rún hefur verið búsett í Berlín frá 2016, en sýnir reglulega í íslenskum listasöfnum og starfar við leikmynda- og búningagerð í leikhúsi, auk þess að hafa nýlega snúið sér að heimildarmyndagerð með myndinni KAF um frumkvöðlastarfsemi í ungbarnasundi. Í vinnu sinni hefur Anna Rún mikið unnið með efnislega ferla í náttúrunni og taka listaverk hennar gjarnan breytingum á meðan sýningar standa yfir.

Hún segir dvöl sína hjá Künstlerhaus hafa verið sér mjög gagnlega. „Þetta samkomulag er bæði menningarlega og fjárhagslega þýðingarmikið fyrir listamenn,“ segir hún. „Núna munu fimm íslenskir listamenn fá að dvelja hér á næstu fimm árum. Síðan ég kom inn hef ég hitt tugi fólks; sem eru blaðamenn, sýningastjórar, listfræðingar og fleira. Künstlerhaus getur boðað til sín fólk úr listheiminum í krafti stöðu sinnar og það er ótrúlega góð leið til að byggja upp tengslanet.“

Anna Rún segir ekki margar slíkar leiðir færar fyrir myndlistarmenn. „Sérstaklega þegar fólk kemur inn í nýja borg, þá er erfitt að kynna sig. Það getur verið mjög snúið og í borg eins og Berlín, sem er uppfull af listamönnum, getur maður ekki gengið upp að hverjum sem er til að fá fólk í vinnustofuheimsókn. Það er erfitt í faginu hvað maður þarf að vera með mikið á bak við sig til að fá áheyrn, en þannig er það alls staðar. Künstlerhaus Bethanien hefur mikla vigt í því samhengi.“

Vinnustofudvölin felur í sér vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmanninn og stuðningsnet. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Á sjötta hundrað í Berlín

Umsóknarferlið fer af stað á næstunni. „Það er mikill fengur að þessu samstarfi fyrir íslenskt myndlistarfólk og menningarlíf,“ var haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. „Það hefur sýnt sig að vinnustaðadvöl af þessu tagi getur verið ómetanlegur stökkpallur og Künstlerhaus Bethanien er ein virtasta stofnun á þessu sviði í Evrópu og þótt víðar væri leitað.“

Talið er að á sjötta hundrað Íslendinga búi í Berlín og að um helmingur þeirra starfi við eða leggi stund á listir. „Ég held að Berlín sé án efa stærsta höfn íslenskra listamanna utan Íslands,“ segir Anna Rún. „Myndlistarmenn hafa komið hingað í gegnum nám, starfsnám eða skiptinám en svo eru margir sem einfaldlega kjósa að vera hérna.“

Sýning Önnu Rúnar í Künstlerhaus ber titilinn „An Ode -Poriferal Phases“ og var opnuð 16. janúar. „Sýningin er innsetning á skúlptúrum, sem verða eins konar karakterar í listrænu rannsóknarferli,“ segir hún. „Ég er að vinna með grjót, svampa og tæknibúnað, og eitt dautt tré sem fannst í skógi fyrir utan Berlín. Tréð var reyndar alls ekki dautt, heldur fyllti vinnustofuna mína af maurum, bjöllum og góðri lykt.“

Gerði heimildarmynd um ungbarnasund

Anna Rún hefur staðið í ströngu undanfarið, en heimildarmyndin KAF, eftir hana, Elínu Hansdóttur og Hönnu Björk Valsdóttur, var frumsýnd í Berlín á dögunum. „Hún var heimsfrumsýnd á Salem-hátíðinni í Massachusettes í vor og er búin að flakka á milli hátíða, en er komin núna í almenna sýningu í mörgum borgum Þýskalands. Ég hef ekki verið í kvikmyndagerð áður. Hanna Björk kemur úr þessum heimi, en við Elín erum myndlistarmenn og við fengum þessa hugmynd allar saman. Þegar maður býr á Íslandi, eins og ég gerði á þessum tíma, er ótrúlegt að maður getur daðrað við hugmyndina um að gera heimildarmynd, svo allt í einu er maður að gera heimildarmynd og fimm árum síðar búinn að gera heimildarmynd,“ segir hún og hlær.

Heimildarmyndin KAFAnna Rún tók sín fyrstu skref í kvikmyndagerð við myndina um ungbarnasund.

Myndin gefur innsýn í heim þroskaþjálfans Snorra Magnússonar sem hefur þróað kennsluaðferðir í ungbarnasundi frá upphafi tíunda áratugarins. Hún var tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem ungbörnin komast í sín fyrstu kynni við hina rammíslensku sundlaugamenningu.

„Kvikmyndaformið var mér mjög kunnugt þó ég hafi ekki unnið með það áður, sem myndlistarmaður er ég upptekin af því hvernig við skynjum og tengjumst sjálfum okkur og umhverfi okkar,“ segir Anna Rún. „Að verða foreldri er ein stærsta  lífsreynsla sem maður upplifir og okkur langaði að gera hluta af þeim upplifunum skil í heimildarmyndinni. Snorri er mjög merkilegur maður, nánast eins konar barnahvíslari, og rýmið sem hann býður nýbökuðum foreldrum og ungbörnum upp á er einstakt. En þetta tímabili í lífi foreldra og í lífi hverrar manneskju, að vera ungbarn, liggur líka til grundvallar í myndinni. Hvaða áhrif hafa þessi fyrstu tvö ár sem enginn man út lífið okkar? Ég held að þarna sé lagður grunnur að mörgu til framtíðar.“

„Hvaða áhrif hafa þessi fyrstu tvö ár sem enginn man út lífið okkar?“

Anna Rún segir myndina þannig hafa orðið til á mörkum myndlistar og heimildarmyndagerðar. „Hvernig við nálgumst viðfangsefnið og hvað við drögum fram sprettur fram úr því hvaða bakgrunn við höfum,“ segir hún. „Við hugsuðum til dæmis mikið um hvernig við gætum notað vatnið í sundlauginni inn í söguna, sem eins konar sögupersónu. Auðvitað hugsa allir kvikmyndagerðarmenn mikið um myndefnið, en þessar áherslur voru mér og okkur sérstaklega hugleiknar sem myndlistarmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Heimilið er að koma aftur í tísku
5
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.
Upp á (þing)pallinn - Greifi á Alþingi
6
Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pall­inn - Greifi á Al­þingi

Bassa­leik­ari hinn­ar goð­sagnak­endu sveit­ar Greif­anna, er einn af þing­vörð­um Al­þing­is. Jón Ingi Valdi­mars­son hef­ur gegnt starf­inu í sjö ár og þyk­ir gera það með sóma. Viddi, æsku­vin­ur hans og Greifi, seg­ir fáa betri drengi til en Jón. Fjöru­tíu ár eru síð­an hljóm­sveit­in var stofn­uð, kom sá og sigr­aði. Af­gang­inn skrifa menn um í sögu­bók­um. Hef­ur ekki áhrif á hæfi Bald­urs Þór­halls­son­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
10
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár