Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.
SWAPO flokkurinn fær sína verstu útreið en heldur völdum
Hage Geingob, forseti Namibíu, hlaut endurkjör en fylgi hans hrundi um rúm 30 prósentustig. SWAPO flokkur hans tapaði auknum meirihluta sem gerir honum erfiðara fyrir að breyta stjórnarskrá.
SWAPO flokkurinn í Namibíu tapaði auknum meirihluta sínum í þingkosningum sem fram fóru á miðvikudag. Er þetta minnsta fylgi flokksins í kosningum frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1994. Flokkurinn heldur þó völdum og var forsetinn Hage Geingob var endurkjörinn samkvæmt niðurstöðunum sem birtar voru í gær.
Umfjöllun Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um mútugreiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna til að komast yfir fiskveiðiheimildir vakti gríðarlega athygli í aðdraganda kosninga í landinu. Tveir ráðherrar, sjávarútvegsráðherrann Bernhardt Esau og dómsmálaráðherrann Sacky Shanghala, sögðu af sér vegna málsins og voru þeir báðir handteknir ásamt fjórum öðrum.
Í kosningunum fékk SWAPO flokkurinn 63 sæti á þinginu, aðeins minna en tvo þriðju sæta, sem hefur gert flokknum kleift að breyta stjórnarskrá landsins þrátt fyrir andstöðu úr öðrum flokkum. Var það markmið stjórnarandstöðunnar að brjóta á bak þennan aukna meirihluta SWAPO flokksins sem hefur notið mikils meirihluta á þinginu frá 1994 og fékk sitt mesta fylgi í sögunni í síðustu kosningum með 77 af 96 þingsætum.
Geingob var endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða í forsetakosningum, en fylgi hans í síðustu kosningum árið 2014 hafði verið 87 prósent. Óháður frambjóðandi, Panduleni Itula, hlaut 29,4 prósent atkvæða.
„Ég vil þakka Namibíumönnum fyrir að kjósa mig aftur sem forseta,“ sagði Geingob í yfirlýsingu á laugardag. „Ég finn fyrir auðmýkt og lofa að þjóna namibísku þjóðinni af meiri ástríðu og algjörum einhug við að bæta líf íbúanna tilfinnanlega. Ég hef heyrt skilaboðin.“
Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
FréttirSamherjaskjölin
Samherji hefur síðastliðinn mánuð ítrekað haldið því fram að Jóhannes Stefánsson hafi einn borið ábyrgð á mútugreiðslum félagsins í Namibíu. Óútskýrt er hvernig Jóhannes á að hafa getað tekið þessar ákvarðanir einn og gengið frá mútunum út úr félögum Samherja, bæði meðan hann starfaði þar og eins eftir að hann hætti, sem millistjórnandi í Samherjasamstæðunni.
Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
FréttirSamherjaskjölin
Forstjóri Samherja hafnar mútugreiðslum en útskýrir ekki orð sín. Stjórn Samherja svarar ekki spurningum um málið.
Bergsveinn Birgisson
Andlegt líf á Íslandi
PistillSamherjaskjölin
Bergsveinn Birgisson rithöfundur segist hafa vaknað upp við vondan draum í Samherjamálinu því það sýni að íslenskt samfélag samanstandi í raun af herrum og þrælum.
Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
FréttirSamherjaskjölin
Fréttamaðurinn fyrrverandi bætist í hóp þeirra aðila sem veita Samherja aðstoð í kjölfar uppljóstrana um mútugreiðslur í Namibíu.
Athugasemdir