Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

Upp­lýs­inga­full­trúi DNB-bank­ans, Even Wester­veld, seg­ir að DNB slíti við­skipta­sam­bandi við fyr­ir­tæki sem fremja lög­brot. DNB vill ekki svara sér­tæk­um spurn­ing­um um Sam­herja­mál­ið.

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum
Viðskiptasambandi Samherja og DNB lýkur ef lögbrot sannast Upplýsingafultrúi DNB bankans í Noregi segir að ef lögbrot sannast á fyrirtæki þá muni það vitanlega hafa áhrif á viðskiptasamband þess við bankann.

Norski DNB-bankinn segir að enginn viðskiptavinur bankans sé það mikilvægur að bankinn myndi brjóta gegn lögum og reglum til að ganga hagsmuna viðkomandi fyrirtækis. Þetta kemur fram í svörum frá upplýsingafulltrúa DNB, Even Westerveld, við einni af spurningum Stundarinnar um Samherjamálið í Namibíu.

Stundin hefur um alllangt skeið og ítrekað  reynt að fá efnisleg og sértæk svör við spurningum um viðskipti bankans við íslenska útgerðarfélagið Samherja, líkt og áður hefur komið,  en bankinn hefur ekki viljað svara spurningum blaðsins. „Við áttum okkur á að þið viljið vita hvernig bankinn hefur unnið með þetta mál en við höfum hreinlega ekki leyfi til að fjalla um smáatriði í því,“ segir Even Westerveld í einni af synjunum sínum þar sem hann segist ekki geta svarað spurningum um Samherjamálið í Namibíu. 

Hið sama á við um efnislegar spurningar samstarfsaðila Stundarinnar í umfjöllun um Samherjaskjölin, fréttaskýringaþáttinn Kveik í Ríkissjónvarpinu og norska ríkissjónvarpið NRK, líkt og kom fram í umfjöllun þessara miðla í gær.

Wikileaks hefur nú birt skjölin um starfsemi Samherja í DNB-bankanum sem umfjallarnir fjölmiðlanna byggja á og miðlarnir hafa haft aðgang að í gegnum Wikileaks.

Samherjamálið er nú til rannsóknar eða athugunar í þremur löndum: Namibíu, Noregi og Íslandi. Í Noregi hefur efnahagsbrotadeildin Ökokrim haft málið til skoðunar líkt og fram hefur komið. 

„Almennt séð er enginn kúnni mikivægari en vinna bankans við að framfylgja lögum um reglum“

Reikningar Samherja í DNB

DNB-bankinn er helsti viðskiptabanki Samherja, eins og Samherjaskjölin sýna, og eru helstu eignarhaldsfélög Samherja eins og Esja Seafood Limited og Esja Shipping Limited á Kýpur með bankareiknininga í DNB. Samherji hefur verið í viðskiptum við DNB frá árinu 2008.

Eins og fjallað hefur verið um sagði DNB upp viðskiptasambandinu við félagið Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum í maí í fyrra eftir að athuganir bankans á fyrirtækinu, og móðurfélagi þess JPC Ship Management, sýndu fram á að bankinn vissi ekki hver væru endanlegur eigandi þessara fyrirtækja.

Slíkt þekkingarleysi stríðir gegn svokölluðum KYC-reglum (e. Know your client) og stríða gegn lögum og reglum um aðgerðir fjármálafyrirtækja til að berjast gegn peningaþvætti. Samherji hafði þá millifært 9,2 milljarða króna til Cape Cod FS á tímabilinu 2010 til 2018 þaðan sem peningarnir voru notaðir til að greiða laun sjómanna í Afríku. Í slíkum tilfellum, þar sem endanlegur eigandi félagsins er ókunnur, skapast hætta á peningaþvætti og grunur vaknar um að peningaþvætti hafi mögulega átt sér stað ef viðskiptasambandið hefur verið látið óátalið í lengri tíma. 

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í máli Samherja í Namibíu, segir í viðtali við NRK, að Samherji hafi valið norska bankann út af því orðspori sem fer af honum og vegna orðspors Noregs almennt séð: „Þetta er góð leið til að þvætta peninga, peningastraumurinn kemur frá Namibíu og til fyrirtækja á Kýpur sem eru með norska bankareikninga. Þegar peningarnir eru komnir inn í norskan banka og norska hagkerfið, þá vakna færri spurningar þegar þeir eru fluttir fram og til baka vegna þess að Noregur er með gott orðspor og telst vera öruggt og traust land. Þá spyrja menn færri spurninga í öðrum löndum um uppruna fjármagnsins,“ segir Jóhannes í viðtalinu við NRK. 

Vafasamir fjármagnsflutningar í sjö árFélagið Cape Cod FS tók við rúmlega 9 milljörðum króna og greiddi laun starfsmanna Samherja í sjö ár án þess að DNB-bankinn vissi hver ætti félagið. Kjerstin Braathen er forstjóri DNB.

Af hverju var Samherji áfram viðskiptavinur DNB?

Ein af spurningunum sem vaknar í máinu er af hverju DNB gerði ekkert almennt séð í viðskiptasambandi sínu við Samherja þar sem fyrir liggur að bankinn vissi að Samherji hefði notað reikninga Cape Cod FS, að fjármálastjóri Samherja á Kanaríeyjum, Brynjar Þórsson, var skráður sem „notandi“ bankareikninga Cape Cod hluta tímabilsins og að það fjármagn sem fór inn og út af reikningum Samherja tengdist rekstri Samherja. DNB segir meira að segja í greiningu sinni á Cape Cod FS að félagið hafi verið „undir Samherja“ en að það sé það ekki lengur.

Út frá Samherjaskjölunum liggur líka fyrir að Samherji notaði að minnsta kosti tvö af félögunum sínum á Kýpur sem voru með bankareikninga í DNB til að greiða mútur til fyrirtækis James Hatuikulipi í Dubaí og eins til félags Tamson Hatukulipi í Namibíu.

Spurning Stundarinnar hljóðaði svona: „ Ef bankinn hélt, eða vissi, að Cape Cod FS hafði verið „undir Samherja“ af hverju gerði bankinn ekkert í hinum bankareikningunum og félögum Samherja sem voru með bankareikninga hjá DNB, meðal annars Esju Seafood sem borgaði nokkrar milljónir dollara í mútur til félags í Dubaí? Var hugsun bankans að Samherji væri of stór og mikilvægur viðskiptavinur til að bankinn vildi segja upp viðskiptasambandi við Samherja sem slíkt“.

Um þetta segir Westerveld: „Almennt séð er enginn kúnni mikilvægari en vinna bankans við að framfylgja lögum um reglum. Alveg óháð því hversu stór viðskiptavinurinn er þá á bankinn að tilkynna grun um refsiverða háttsemi til lögreglunnar.“

Ein af spurningunum sem DNB neitar að svara er af hverju og út frá hvaða gögnum bankinn hafi metið það sem svo að Cape Cod FS á Marshall-eyjum hafi verið undir Samherja. Spurningin hljóðaði svona: „Við hvað átti DNB, og hvaða sannanir hafði bankinn fyrir því, að félagið væri „ekki lengur undir Samherja“ í fyrra eins og það var orðað í gögnum bankans? Hvaða sannanir hafði DNB fyrir því að Samherji hafii átt félagið, þetta stendur ekki í gögnunum, var það mat bankans að þetta hafi verið svo?“

Engin sértæk svörUpplýsingafulltrúi DNB, Even Westerveld, hefur ekki veitt nein sértæk svör við spurningum um Cape Cod FS og Samherja.

 „DNB hefur aldei fengið sekt frá bandarískum stofnunum vegna brotalama í regluverki sínu gegn peningaþvætti og fjármögnunum hryðjuverka.“

DNB aldrei greitt sektir til bandarískra stofnana

Stundin spurði DNB líka af hverju bankinn hefði ekki gert neitt í viðskiptasambandi sínu við Cape Cod og JPC Ship Management sumarið 2017 þegar KYC-athugun var gerð á félögunum og niðurstaðan var sú sama að viðskiptavinirnir fælu í sér „mikla áhættu“.

Eins og segir í áhættugreiningu bankans sem greint hefur verið frá : „JPC Ship Management (á Kýpur) Ltd. hefur verið viðskiptavinur LCI, sem nú tilheyrir Ocean Industries Global Seafood Oslo. Félagið varð viðskiptavinur í kjölfar þess að sett voru gjaldeyrishöft á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Viðskiptavinurinn gekkst undir KYC-athugun (Know Your Client) árið 2017 og var niðurstaðan úr henni sú að honum fylgdi mikil áhætta vegna millifærslna til Rússlands og Úkraínu en ekki var brugðist við því með nokkrum hætti. Millfærslur viðskiptavinarins til Rússlands og Úkraínu (greiðslur á launum) fela í sér mikla áhættu á peningaþvætti og sektargreiðslur [e. High AML and sanction risk].“

DNB gerði ekkert í viðskiptasambandinu fyrr en eftir að bandaríski bankinn Bank of New York Mellon stöðvaði millifærslu frá JPC Ship Managment í mars 2018, eins og bankinn hafi viljað þagga áhættuna í viðskiptasambandinu við þessi félög niður. Um þetta var ein spurning til DNB: „Af hverju var ekkert gert í málum þessara félaga fyrr en eftir að Bank of New York Mellon hafði stöðvað millifærslu frá öðru þeirra? Það kemur fram í gögnunum að DNB hafi verið hrætt við bæturnar sem bandaríska stofnanir hefðu getað látið bankann greiða fyrir að hafa brotið gegn sínu eigin regluverki. Var þetta eina ástæðan að eitthvað var að endingu gert? Hversu oft hefur DNB þurft að greiða bætur vegna slælegra varna gegn vafasömum fjármagnsflutningum?“

Um þetta segir upplýsingafulltrúinn Even Westerveld, en svarar hins vegar aðeins hluta spurningarinnar: „DNB hefur aldei fengið sekt frá bandarískum stofnunum vegna brotalama í regluverki sínu gegn peningaþvætti og fjármögnunum hryðjuverka.“

Bandaríska stofnunin sem um ræðir er SEC (The  Securities and Exchange Commission) en þessi stofnun hefur í gegnum tíðina lagt háar sektir á erlend fyrirtæki sem stunda viðskipti í Bandaríkjunum og eða í Bandaríkjadollurum vegna lögbrota þeirra erlendis, eins og til dæmis vegna peningaþvætti eða mútubrota. 

„Ef niðurstaðan verður að félag hafi notað bankakerfi DNB til að fremja glæpi þá mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á viðskiptasamband þess við bankann.“

Verður Samherja bara sagt upp ef lögbrot sannast?

Annað sem Even Westerveld segir um Samherjamálið og rannsóknina á því almennt séð er að það sé lögreglan sem þurfi að rannsaka það og komast að því hvað gerðist og hvað teljist mögulegt lögbrot. „DNB rannsakar þetta til að komast að staðreyndum. Svo er það lögreglan sem verður að segja til um hvort þetta tiltekna félag hafi brotið lög eða ekki. Ef niðurstaðan verður að félag hafi notað bankakerfi DNB til að fremja glæpi þá mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á viðskiptasamband þess við bankann.“

Eitt af því sem er áhugavert við þetta er að bankinn virðist hafa, réttilega eða ranglega og í góðri trú eða vondri, metið það sem svo að Cape Cod FS væri „ekki lengur undir Samherja“ og að íslenska útgerðin hafi því ekki lengur borið ábyrgð á félaginu.

Eitt af því sem DNB bankinn kann að vera að meina með þessum orðum er að Samherji hætti mestu að nota Cape Cod FS til að greiða út laun sjómanna sinna í Namibíu árið 2016 þegar ný lög um tekjuskatt tóku gildi í landinu, líkt og fjallað hefur verið um. 

Samkvæmt þessum lögum þurftu sjómennirnir íslensku og frá Austur-Evrópu sem fengið höfðu launin sín óskattlögð útborguð í gegnum Cape Cod FS að greiða tekjuskatt af þeim í Namibíu. Margir milljarðar króna höfðu hins vegar verið millifærðir inn á félagið þann tíma sem það var sem mest virkt og greiddi út laun sjómanna Samherja. Í gögnum DNB bankans frá stofnun bankareikinga Cape Cod FS árið 2010 kemur fram að til hafi staðið að millifæra 100 milljónir króna á mánuði inn á reikningana og gekk þetta eftir nokkurn veginn næstu árin. Ef brot eins og peningaþvætti hafa átt sér stað í rekstri Cape Cod FS þá áttu þau sér stað á meðan Samherji var að nota þetta félag sama þó DNB hafi metið það svo að félagið væri „ekki lengur undir Samherja“ þegar bankareikningum þess var lokað í fyrra. 

Út af óvissu um eignarhaldið á Cape Cod FS, og út af hættu á peningaþvætti vegna þessa, lokaði DNB reikningum Cape Cod í fyrra. Í tilfelli Cape Cod var þessi óvissa um eignarhald Cape Cod FS, og möguleiki á peningaþvætti og þá grunur um að peningaþvætti hafi verið stundað innan félagsins fram að því, nægjanlegt skilyrði til að loka reikningum félagsins.

Miðað við svör upplýsingafulltrúa DNB um viðskiptasamband Samherja við bankann þá er það hins vegar eingöngu sönnun á lögbrotum Samherja  í gegnum DNB sem mun hafa áhrif á viðskiptasamband Samherja við DNB almennt séð. Miðað við orð Westerveld þá mun DNB einungis segja upp viðskiptasambandi sínu við Samherja ef lögbrot sannast á félagið, grunur um slíkt og möguleiki á því virðist ekki vera nægjanlegur.  Viðskiptasambandi bankans við Cape Cod FS var hins vegar ekki sagt upp á grundvelli lögbrota heldur óvissu um eignarhald og mögulegra lögbrota líkt og gilti um viðskiptasamband Cape Cod FS við bankann.  

Á meðan þá getur Samherji haldið áfram að nota félögin sín á Kýpur og bankareikningana í DNB, meðal annars Esju Seafood Limited sem greiddi hálfan milljarð í mútur til skúffufélags Namibíumannsins James Hatukulipi í Dubaí og sem fjármagnaði Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum að stóru leyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
6
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár