Rán Flygenring er einn færasti og vinsælasti teiknari landsins og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir teikningar sínar fyrir bókina Sagan um Skarphéðin Dungal sem kom út fyrir síðustu jól.
Í nóvember kom út ný bók eftir Rán sem að þessu sinni skrifar einnig textann en hún fjallar um Vigdísi Finnbogadóttur og var unnin í samstarfi við frú Vigdísi. Bókin er gefin út af hinni metnaðarfullu Angústúru, líkt og sagan um Skarphéðin Dungal, og fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands. Bókin er fallega hönnuð og í sirka A4 broti og er litrík og skemmtilega teiknuð í þeim afgerandi stíl sem Rán hefur tileinkað sér. Bókin fjallar um litla stúlku sem ákveður að verða rithöfundur og gera bók um fyrstu konuna í heiminum sem var kosin forseti. Sagan ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Athugasemdir