Mest lesið

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja
1

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall
2

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
3

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Flúði hatur og hrylling
4

Flúði hatur og hrylling

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans
5

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?
6

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Bara lögum þetta!
7

Bara lögum þetta!

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Árið 1963 var bóluefni gegn mislingum búið til af rannsóknarhópi sem var leiddur af John F Enders. Reyndar varð til betri og endurbætt útgáfa einungis fimm árum seinna sem enn er notuð í dag til að bólusetja bróðurpart allra barna á Vesturlöndum gegn þeirri skæðu veiru sem veldur mislingum.

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið
ritstjorn@stundin.is

Þessi uppgötvun olli straumhvörfum í hinum vestræna heimi. Áður en bóluefnið varð til er talið að nær öll börn hafi smitast af veirunni fyrir 15 ára aldur og þónokkur fjöldi þeirra lést í baráttu sinni við veiruna. Með tíð og tíma hefur sjúkdómurinn sífellt orðið sjaldgæfari. Þar til nýlega voru helstu tilfelli hans að finna í fátækari löndum heims þar sem aðgengi að bólusetningum er ábótavant. 

Það sem hefur svo, því miður, valdið bakslagi í þessum góða árangri er rangtúlkuð vísindarannsókn sem benti til þess að bólusetningar valdi einhverfu. Fyrstu rannsóknirnar af þessum toga birtust í kringum aldamótin en hafa margsinnis verið hraktar. 

Ritstjórn Lanchet dró greinina til baka árið 2004 eftir að í ljós kom að Andrew Wakefield, fyrsti höfundur greinarinnar, hafði þegið greiðslur frá lögfræðingum sem stóðu að undirbúningi málsóknar gegn framleiðendum MMR bóluefnisins. Greinin byggði auk þess á mjög litlu úrtaki og niðurstöðurnar sem voru birtar úr rannsókninni voru gaumgæfilega valdar og þeim hagrætt svo þær hentuðu vel styrktaraðilum Wakefields. 

Fjárhagslegur ávinningur sem Wakefield hafði af rannsóknunum kom ekki í ljós fyrr en löngu eftir að greinin hafði verið birt og afleiðingarnar af fullyrðingum Wakefields í kringum birtinguna voru þegar farnar að koma í ljós.

Mislinga- eða MMR bólusetning

Reyndar var það svo í kringum aldamótin að Wakefield var ekki að ráðleggja foreldrum gegn bólusetningum heildrænt. Hans hagsmunir snerust um að draga úr notkun svokallaðrar MMR bólusetningar, þar sem bólusett er gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Wakefield ráðlagði foreldrum opinberlega að láta bólusetja börn sín við einum þessara sjúkdóma í einu með um það bil árs millibili. 

Einhvern veginn hafa þessi skilaboð Wakefields umturnast í andstöðu fólks gegn bólusetningum og hefur nú fjöldi foreldra sem hafna bólusetningum fyrir börnin sín margfaldast. Þessar mistúlkuðu niðurstöður Wakefields og útúrsnúningur á skilaboðum hans hafa leitt til þess víða um hinn vestræna heim. 

Mislingar – langtímaáhrif

Eins og fram hefur komið hér að framan eru mislingar veirusjúkdómur. Veiran smitast mjög auðveldlega á milli manna og því hefur reynst erfitt að halda aftur af sjúkdómnum sé hann á annað borð kominn upp. Hlutfall þeirra sem deyja af völdum sýkingarinnar er kannski ekki óhugnanlega hátt, en hvert og eitt líf er einu lífi of mikið, sértaklega þegar horft er til þess hve auðvelt er að koma í veg fyrir sjúkdóminn.

Afleiðingar mislinga felast ekki bara í dauðsföllum. Margir glíma við eftirköst sýkingarinnar ævilangt, þó algengust séu eftirköst sem endast í 3–6 mánuði. Þekkt er að einstaklingar sem hafa barist við mislinga eru útsettari fyrir öðrum sýkingum, jafnvel í nokkur ár eftir mislingasmit.  

Enn sem komið er hefur engin skýring fundist á þessari aukaverkun. Vaxandi fjöldi óbólusettra einstaklinga hefur þó búið til þörf fyrir meiri þekkingu á þessu sviði. Í rannsókn sem var birt í Science í byrjun nóvember er því að finna vísbendingar um það hvað er að gerast í líkamanum eftir mislingasmit.

Minni ónæmiskerfisins

Ónæmiskerfið er ótrúlega flókið og flott kerfi. Þegar við höfum einu sinni kynnst sýkli býr ónæmiskerfið nefnilega til mótefni sem gera það að verkum að við erum fljót að bregðast við og eyða sýklunum ef þeir koma aftur. Enn sem komið er höfum við ekki skilgreint hversu mörgum sýklum ónæmiskerfið getur munað eftir, en þeir eru ótrúlega margir. Með þessu móti erum við ónæm fyrir sýklum sem ónæmiskerfið hefur þegar hitt, jafnvel ævilangt.  

Bólusetningar eru notaðar til að vekja þetta minni. Með því að hitta hluta af sýkli eða veiklaðan sýkil í gegnum bólusetningu búum við til minningu um hann í ónæmiskerfinu. Þessi minning dugar okkur svo til að hindra sýkingu ef lifandi sýkill kemur til sögunnar seinna.

Hægt er að mæla mótefni okkar í blóðinu til að staðfesta hvort ónæmiskerfið þekki ákveðna sýkla. Til að meta hversu mikið af minni ónæmiskerfisins við erum að nota er hægt að mæla öll mótefnin í blóði okkar með tækni sem heitir VirScan. 

Mislingar valda (ónæmis)minnisleysi

Rannsóknarhópurinn sem stendur á bak við greinina í Science, sem samanstendur af vísindafólki frá Bandaríkjunum, Hollandi og Finnlandi, notaði þessa tækni (VirScan) til að meta minni ónæmiskerfis barna fyrir og eftir mislingasmit. Þau söfnuðu blóðsýnum úr óbólusettum hollenskum börnum áður en þau fengu mislinga og fengu svo leyfi til að skoða mótefnin í blóði barnanna með frekari blóðsýnum eftir að börnin höfðu veikst af mislingum. 

Mælingarnar leiddu í ljós að eftir mislingasmit var minnkun um allt að 73% mótefna í blóði barnanna. Fækkun mótefnanna var misjöfn eftir einstaklingum, hjá sumum var minnkunin ekki nema 11%. Þrátt fyrir það var marktækt meiri minnkunin hjá börnum sem smituðust af mislingum. Til samanburðar skoðaði rannsóknarhópurinn mótefni í börnum fyrir og eftir bólusetningu gegn mislingum, en þar sáust ekki sömu afleiðingar. 

Rýrnun í vopnabúri ónæmiskerfisins

Rannsóknarhópurinn dregur þá ályktun af þessum rannsóknum að mislingaveiran ræðst á ónæmiskerfið og fækkar þannig minnisfrumunum, þ.e. frumunum sem muna eftir sýklunum. Próf sem framkvæmt var í öpum staðfesti þessa tilgátu þar sem rannsakendur mældu veiruna í eitlum og beinmerg apanna en þar búa fullvaxta minnisfrumur og nýjar verða til. 

Þegar við myndum ónæmi gegn ákveðnum veirum eða bakteríum þekkir ónæmiskerfið marga mótefnavaka á sama sýklinum, þess vegna er ekki endilega samasemmerki á milli fækkunar á mótefnum í blóði og þess að við erum algjörlega berskjölduð fyrir sýklinum. Það er þó þannig að með færri vopnum á ónæmiskerfið erfiðara með að þekkja óvininn og ná niðurlögum hans. 

Þessar niðurstöður staðfesta hversu mikilvægt það er að hlífa ónæmiskerfinu fyrir erfiðum sýkingum eins og mislingum. Bólusetningar eru nefnilega ekki bara hættulitlar heldur bjarga þær mannslífum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja
1

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall
2

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
3

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Flúði hatur og hrylling
4

Flúði hatur og hrylling

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans
5

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?
6

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Mest lesið í vikunni

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
2

Vaknaði við öskrin

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
3

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík
5

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
6

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Mest lesið í vikunni

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
2

Vaknaði við öskrin

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
3

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík
5

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
6

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
5

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
6

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
5

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
6

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Nýtt á Stundinni

Ekkert keypt nýtt úr búð

Ekkert keypt nýtt úr búð

Hvernig lifa skal af í sumarbústaðahverfi

Ásgeir H. Ingólfsson

Hvernig lifa skal af í sumarbústaðahverfi

Á landamærunum

Á landamærunum

Rík lönd, fátækt fólk

Þorvaldur Gylfason

Rík lönd, fátækt fólk

Flúði hatur og hrylling

Flúði hatur og hrylling

Bók um Kjarval fagnaðarefni fyrir börn

Anna Margrét Björnsson

Bók um Kjarval fagnaðarefni fyrir börn

Já, ekki spurning: ég er hér!

Já, ekki spurning: ég er hér!

Að ganga

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Að ganga

Teflið ekki í tvísýnu með jólabaksturinn

Teflið ekki í tvísýnu með jólabaksturinn

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Bara lögum þetta!

Bara lögum þetta!