Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Illugi Jökulsson

Skömmin er þeirra

Viðbrögð stjórnmálamanna við mútumáli Samherja gera illt verra.

Illugi Jökulsson

Viðbrögð stjórnmálamanna við mútumáli Samherja gera illt verra.

Skömmin er þeirra
Ýmist í vörn eða þegja þunnu hljóði Bjarni Benediktsson varpar sök á Namibíumenn vegna spillingar Samherjamanna og Katrín Jakobsdóttir þegir þunnu hljóði.  Mynd: Pressphotos

Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við Samherjamálinu eru því miður þyngri en tárum taki.

Um er að ræða tröllaukið spillingarmál, vafalaust það stærsta sem ennþá hefur komist upp á Íslandi.

Sé svo í pottinn búið sem Samherjaskjölin gefa til kynna (og það er því miður engin ástæða til að efast um það) þá hefur stærsta fyrirtæki landsins brotið lög þvers og kruss og rakað að sér fé með því athæfi.

Eigendur fyrirtækisins og stjórnendur hafa makað krókinn.

Setið í súpunni

Íslensk þjóð situr í súpunni (ef svo má að orði komast). Hún hefur verið höfð að fífli, það hefur verið logið að henni, orðspor hennar er eina ferðina enn í rúst.

En allra ömurlegast er þó að hinir meintu glæpir leiddu til þess að fátækt fólk, já bláfátækt fólk, í öðru landi var svipt sínum réttmætu eigum sem hurfu inn á vel falda aflandsreikninga.

Það er svo ömurlegt að sérhver manneskja sem er í einhverri aðstöðu til að gera eitthvað í málinu ætti umsvifalaust að kasta öllu öðru frá sér og linna ekki látum fyrr en málið væri að fullu upplýst og um leið lýst út í hvern krók og kima til að gæta að því hvort viðlíka subbuskap sé víðar að finna undir íslenskum fána.

Því miður er full ástæða til að óttast það.

En hvað gerist?

Jú, alda hneykslunar fer um samfélagið. Nema hvað?

Nema helst í efstu lögum þess.

Bjarni mun ekki biðjast afsökunar

Sjálfstæðisflokkurinn tekur allur sem einn til varna. Menn taka missterkt til orða en það er deginum ljósara að dagskipunin til flokksmanna er að milda höggið, gera eins lítið úr ætluðum glæpum Samherja og mögulegt er, kenna öðrum um.

Þetta lýsti sér þegar Bjarni Benediktsson sá sóma sinn helstan í því að ganga í pontu Alþingis Íslendinga og flytja þar ávarp um að sökin á öllu saman væri Namibíumanna.

Oft hefur maður skammast sín fyrir íslenska stjórnmálamenn en aldrei eins og þá.

Því miður hefur Bjarni ekki beðist afsökunar á orðum sínum og hann mun heldur ekki gera það.

Í Sjálfstæðisflokknum þótti þetta bara fínt. Enginn hreyfði andmælum. 

Helgi Seljan reif kjaft fyrir 15 árum!

Einn skörung úr flokknum hitti ég um daginn og við fórum auðvitað að ræða Samherjamálið. Hann sagði mér að hann tæki ekkert mark á þessum „svokölluðu uppljóstrunum“.

Nú, hví ekki? spurði ég.

Jú, ástæðan reyndist vera sú að Helgi Seljan hafi verið með kjaft á einhverjum fundi fyrir austan fyrir 15–20 árum.

Þessi „staðreynd“ dugði þessum manni til að blása öllu málinu út í hafsauga og lýsa yfir eindregnum stuðningi við Samherja.

Þetta er alvöru maður í Sjálfstæðisflokknum sem gegnt hefur æðstu embættum.

Hvar er unga kynslóðin í Sjálfstæðisflokknum?

Ég skal viðurkenna að ég vonaði að að minnsta kosti einhverjir Sjálfstæðismenn myndu bregðast við öðruvísi en hlaupa í vörn fyrir Samherja eða þegja þunnu hljóði.

Svo hefur ekki farið.

Hvar er unga kynslóðin í Sjálfstæðisflokknum? Fellst hún sjálfkrafa og orðalaust á að skipa sér strax í lið þöggunar og blakbera Samherja?

Svo virðist vera.

Ég verð líka að viðurkenna að ég hef því miður eina ferðina enn orðið fyrir djúpum vonbrigðum með viðbrögð Vinstri grænna. 

Ríkisstjórn undir þeirra forystu bregst við seint og illa. Þegar loks eru kynntar ráðstafanir gegn spillingu, þá eru þær hálfkák og ekkert annað.

Því miður.

Kaldar kveðjur

Og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og sérstakur vinur Samherja, er fremstur í flokki að kynna þetta, einum eða tveimur dögum eftir að hann tilkynnti með semingi að hann myndi segja sig frá öllum málum sem varða Samherja.

Hvaða köldu kveðjur eru þetta til okkar og ekki síður til Namibíumanna?

Þau haga sér, bregðast við og tala allt öðruvísi en ef þau væru ekki sjálf við kjötkatla ríkisstjórnarborðsins.

Namibíumenn – sem Bjarni  Benediktsson vildi kenna um málið – þeir hafa brugðist skörulegar við en Íslendingar.

Hvílík skömm er það?

Við vitum öll að ef Vinstri græn væru ekki í ríkisstjórn væru þau öll upp á háa c-i í ræðustól Alþingis að krefjast afsagna ráðherra og tafarlausrar og umfangsmikillar rannsóknar.

Svandís væri eins og þrumuský

Katrín Jakobsdóttir myndi fara með himinskautum þegar hún heimtaði afsögn Kristjáns Þórs, rannsóknarnefnd og ég veit ekki hvað. Kolbeinn Óttarsson Proppé myndi sennilega hlekkja sig fastan við ræðustól þingsins, svo mikið lægi honum á hjarta. Ég hef ekki heyrt í honum aukatekið orð enda fjallar hann núorðið ekki um neitt opinberlega nema hvernig honum gengur að rækta sjálfan sig. Svandís Svavarsdóttir væri eins og þrumuský. Hún hefur reyndar tekið til máls um Samherjamálið, svo allrar sanngirni sé gætt, en það er allt á mjög vægum og almennum nótum, og við vitum öll að það kemst ekki einu sinni í hálfkvisti við heilaga reiði hennar ef hún væri ekki í ríkisstjórn.

Þetta vitum við öll. Þau haga sér, bregðast við og tala allt öðruvísi en ef þau væru ekki sjálf við kjötkatla ríkisstjórnarborðsins. Það er svo þungbært. Þessi róttæki umbótaflokkur, sem þóttist vera.

Skömmin er hans, en við verðum að taka til. Við getum mætt á mótmælafund á Austurvelli klukkan 14.00 á morgun, laugardag.

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Samherjaskjölin

Sexmenningarnir sem ákærðir eru í Namibíu vegna upplýsinga úr Samherjaskjölunum verða í gæsluvarðhaldi fram í febrúar. Mótmæli brutust út við dómshúsið og sjómenn sem misst hafa vinnuna sungu lög.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Samherjaskjölin

Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti og sagnfræðingur, ræddi Afríkuveiðar Íslendinga, meðal annars Samherja, og setti þær í sögulegt samhengi í viðtali við DV árið 2012. Hann benti á tvískinnunginn í því að Íslendingar væru nú orðnir úthafsveiðiþjóð.

SWAPO flokkurinn fær sína verstu útreið en heldur völdum

SWAPO flokkurinn fær sína verstu útreið en heldur völdum

Samherjaskjölin

Hage Geingob, forseti Namibíu, hlaut endurkjör en fylgi hans hrundi um rúm 30 prósentustig. SWAPO flokkur hans tapaði auknum meirihluta sem gerir honum erfiðara fyrir að breyta stjórnarskrá.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið