Uppljóstranir úr Samherjaskjölunum hafa sýnt mútugreiðslur sjávarútvegsrisans Samherja til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu, kortlagt greiðslur í gegnum félög í skattaskjólum í Kyrrahafi og Indlandshafi og vakið grun um peningaþvætti í Noregi. Samherji hefur á undanförnum áratugum ekki aðeins teygt starfsemi sína inn á ýmis svið atvinnulífsins á Íslandi heldur einnig út um allan heim.
Umfjöllun Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera hefur valdið því að víðfeðm umsvif Samherja eru nú undir stækkunargleri. Fyrirtækið sætir rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og mál þess eru til skoðunar hjá fjármálafyrirtækjum, auk þess sem fyrirtækið sjálft hefur ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að rannsaka starfsemina í Namibíu. Forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar tímabundið og sagt sig úr stjórnum félaga sem tengjast starfseminni.
Samherji hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Fyrirtækjasamstæðan hagnaðist um tæpa 12 milljarða króna á síðasta ári og rúma 14 milljarða hvort árið 2017 og …
Athugasemdir