Samherjaskjölin

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Yfirmaður rannsóknarteymis The Namibian segir að sjaldgæft sé að stjórnmálamenn þarlendis segi af sér, en það hafi verið nauðsynlegt vegna komandi kosninga. Ímynd Íslands er flekkuð í Namibíu.
Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“
Shinovene Immanuel Yfirmaður rannsóknarteymis The Namibian segir að kallað sé á breytingar. 
steindor@stundin.is

Orðspor Íslands hefur beðið hnekki í Namibíu og líklegt er að uppljóstranir um mútugreiðslur Samherja til þarlendra stjórnmála muni hafa áhrif í kosningum sem fram fara 27. nóvember næstkomandi. Þetta er mat Shinovene Immanuel, yfirmanns rannsóknarteymis hjá dagblaðinu The Namibian.

„Ég mundi segja að þetta sé ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu,“ segir hann í samtali við Stundina. „Bæði hvað varðar gæði og magn gagnanna sem liggja að baki og sýna gjörðir hátt settra stjórnmálamanna. Ég hef unnið við leka úr Panamaskjölunum og í öðrum slíkum málum, en þessi umfjöllun er á toppnum. Hún gæti haft þau áhrif að völd sjávarútvegsráðherra til að úthluta kvóta minnki og ferlið verði gagnsærra. Kerfið yrði þá betur varið gegn spillingu í framtíðinni og þetta er það sem Namibíumenn vona að gerist.“

Shinovene telur að traust Namibíumanna til Íslendinga hafi beðið högg við uppljóstranir Stundarinnar, RÚV, Wikileaks og Al Jazeera. „Íslendingar komu og fjárfestu í sjávarútveginum hér, en nú sjáum við að samstarf þeirra við Namibíumenn var byggt á blekkingum sem fólk er farið að sjá í gegnum. Ef þú spyrð núna fólk í sjávarútvegi um hvort það vilji vinna með Íslendingum segir það líklega nei. Ímyndin er flekkuð og það mun taka tíma að endurheimta traustið. Namibíumenn munu vera varkárir í samskiptum við Íslendinga.“

„Ef þú spyrð núna fólk í sjávarútvegi um hvort það vilji vinna með Íslendingum segir það líklega nei“

Samherjaskjölin sýna hvernig verðmæti streymdu úr landi í hendur fárra einstaklinga og hvernig hátt settir meðlimir stjórnmálaflokksins SWAPO fengu greitt fyrir vikið. „Þetta mál hefur komið umræðunni í deigluna, en það hefur verið á sveimi orðrómur í mörg ár um spillingu í þessum geira,“ segir Shinovene. „Fólki hefur grunað að sjávarútvegurinn hafi verið, eins og einn ráðherra orðaði það, mafíustarfsemi. Að það hafi þurft að stunda ólöglegt athæfi til að taka þátt. En það var enginn leki og engin sönnunargögn til að sannreyna þessa mafíustarfsemi, en núna höfum við fengið að sjá í smáatriðum hvernig hlutirnir virkuðu. Þegar nýtt skip er vígt er það bara glansmyndin af bransa þar sem fjármunir voru sogaðir burt.“

Bernhardt Edau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shanghala dómsmálaráðherra hafa sagt af sér vegna málsins, en í namibískum stjórnmálum er sjaldgæft að stjórnmálamenn geri slíkt. „Það gerðist fyrir nokkrum mánuðum líka, en venjulega segja þeir ekki af sér og það hafði ekki gerst í áratug áður,“ segir Shinovene. „Tímasetningin skipti máli. Það eru nokkrar vikur í kosningar og það þurfti að bregðast við ásökununum. Þetta mál mun vera notað til að þrýsta á fólk um að kjósa um breytingar. SWAPO hefur verið við stjórnvöldin í þrjátíu ár, svo þeir eru vanir völdunum og gera hluti án þess að búast við afleiðingum. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er byrjuð og við höfum séð að forsetinn er að tapa fylgi.“

„Þetta mál mun vera notað til að þrýsta á fólk um að kjósa um breytingar“

Shinovene segir athygli fólks hafa beinst helst að gerendunum sjálfum, stjórnmálamönnum sem komu að mútumálinu, frekar en að kerfislægum þáttum sem gerðu spillinguna mögulega. „Áherslan hefur ekki verið á Samherja, þannig að umræðan um svokallaða nýja nýlendustefnu kemur frekar síðar. Núna er áherslan á að losna við stjórnmálamennina sem hafa verið að gera þessa hluti árum saman. Við fjölluðum um þetta í ritstjórnargrein í dag. Það er ekki stórmál að reka stjórnmálamennina. Lykilatriðið er að laga kerfið sem hefur leyft þeim að misnota það til að hagnast sjálfir.“

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Forstjóri Samherja hafnar mútugreiðslum en útskýrir ekki orð sín. Stjórn Samherja svarar ekki spurningum um málið.

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson
Samherjaskjölin

Bergsveinn Birgisson rithöfundur segist hafa vaknað upp við vondan draum í Samherjamálinu því það sýni að íslenskt samfélag samanstandi í raun af herrum og þrælum.

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Samherjaskjölin

Fréttamaðurinn fyrrverandi bætist í hóp þeirra aðila sem veita Samherja aðstoð í kjölfar uppljóstrana um mútugreiðslur í Namibíu.

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Vaknaði við öskrin

Vaknaði við öskrin