Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Munurinn á spillingunni hér og í Namibíu er helstur sá að hér þurfti engar mútur til þess að fá kvóta. Þeir fengu hann gefins.

Hallgrímur Helgason

Munurinn á spillingunni hér og í Namibíu er helstur sá að hér þurfti engar mútur til þess að fá kvóta. Þeir fengu hann gefins.

Hér þarf engar mútur

Þetta kom okkur á óvart. En samt ekki. Og þó, jú. Brotaviljinn var svo einbeittur, misskunnarleysið algjört. Samherji er ekki nafn sem þeir völdu sér, heldur fyrirtæki í Grindavík sem þeir keyptu.

Lengi hafa þeir dansað á grensunni og stundum farið yfir hana. Halda úti Mogganum gegn Evrópusambandinu en gera sjálfir upp í evrum. Nýttu sér einnig ESB til að fá að stunda veiðar við strendur Norður-Afríku. Dularfullar peningaskúffur á Kýpur. Guggan lokkuð frá Ísfirðingum. Og vinnslan í Hrísey flutt yfir á Dalvík um leið og þeir eignuðust hana. Fyrir norðan eiga þeir heilu byggðalögin og gefa stundum krónur til uppbyggingar á meðan milljarðar eru fluttir úr landi.

(Siglufjörður er eini staðurinn á landsbyggðinni þar sem gróðinn kom til baka. Útgerðarmaðurinn sneri heim með auðinn, og hvað skeði þá?)

Þeir Samherjamenn eru stærstir af afætustólpunum í sjávarútveginum, þessum sem fengu kvótann gefins í upphafi og pólitíkina í kaupbæti; þeir hafa átt allar ríkisstjórnir síðan, ef undan er skilinn stóllinn hennar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Samt kom þetta á óvart. Miskunnarlausi Samherjinn var harðari en við héldum. Íslenska frekukarlafrekjan komin á alþjóðlegan skala. Menn sem sluppu með brunnið hár úr Hruninu höfðu engan lærdóm af því dregið. Stefnan var bara lóðbeint á Kvíabryggju. Kannski langaði þá innst inni í fangelsi með gömlu góðu viðskiptafélögunum?

Og rasistabrosin svo ísköld á myndunum sem birtust með, þar sem gráðugir norðanmenn láta sig hafa það að skála við Afríkumenn í von um gróða, hafandi yfir nýorta möntru: Fiskurinn spyr ekki um húðlit!

Rasisminn heldur svo áfram í viðbrögðum íslenskra ráðamanna: Spillingin þarna úti er svo mikil. SWAPO-flokkurinn er náttúrlega einráður í landinu. Það er svo ægilegt að sjá hvernig íslensku fyrirtæki var stillt upp við vegg af namibískum ráðamönnum og neytt til að fara út í vafasöm viðskipti. (Þetta eru ekki djók, heldur ummæli sitjandi og fyrrverandi ráðherra.)

Viðkvæðið semsagt þetta: Namibía er svo spillt land, miklu spilltara en Ísland.

Gunnar Smári hefur þó reiknað út að ríkissjóður Namibíu fær meira fyrir makrílstonn veitt af Samherja þar í sjó en ríkissjóður Íslands fær fyrir sama tonn undan okkar ströndum. Og eru þá múturnar undanskildar.

Er Ísland þá ekki spillt?

Munurinn á spillingunni hér og í Namibíu er helstur sá að hér þurfti engar mútur til þess að fá kvóta. Þeir fengu hann gefins, samkvæmt kerfi sem kallast gjafakvótakerfi. Þannig varð auðurinn til, með gjöf úr ríkissjóði. Allar götur síðan hafa gjafaþegarnir svo barist gegn máltækinu góða „æ sér gjöf til gjalda“.

Og í því skyni hafa þeir haldið úti áróðri, keypt sér fjölmiðla, og tapað viljandi á þeim „rekstri“ ár eftir ár. Þeir versluðu sér jafnvel einn úr sér genginn en kjaftforan forsætisráðherra til að baula sín boðorð. Í Samherjalandi er allt falt. Einnig stjórnmálin. Nema hvað það þarf eiginlega ekkert að borga fyrir þau. Núverandi ríkisstjórn gerir allt sem þeir vilja, nánast mútulaust.

„Núverandi ríkisstjórn gerir allt sem þeir vilja, nánast mútulaust“

Fyrstu afleiðingar Kveiksþáttrarins voru þær að namibísku ráðherrarnir tveir, sjávarútvegs og dómsmála, sögðu af sér. Viðbrögð sjávarútvegsráðherrans hér voru þau að hringja í mútumeistarann og spyrja hann góðlátlega hvernig hann hefði það, hvort það væri ekki erfitt að lenda í svona?

Hvort landið er spilltara?

Þegar namibísku „hákarlarnir“ mættu til Íslands lét Samherjastjórinn kalla núverandi sjávarútvegsráðherra inn á fundinn og kynnti þeim hann sem „sinn mann í ríkisstjórninni“.

Hvort landið er spilltara?

Ísland fékk sjálfstæði 17. júní 1944. Namibía fékk sjálfstæði 21. mars 1990. Nýfrjálsa nýlenduspillinginn er nánast á sama plani.

Kvótaflokkarnir þrír sem fara með völdin vilja engu hagga, engu róta, þegar að sjávarútvegi kemur. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að lækka gjaldið sem gjöfin sér til, og búa svo um hnútana að það héldi áfram að lækka, líka í ár. Hinn svokallaði vinstriflokkur VG hafði forystu um að létta álögunum á aflandskóngum og stórglæpamönnum, alþjóðlegum peningaþvottamönnum, meisturum hins óhefta kapítalisma! Hvernig stendur eiginlega á því? er spurning sem við spyrjum okkur í hvert sinn sem við hittum þá heilögu VG-liða sem einatt neyta færis til að segjast meiri vinstrimenn en við „kratarnir“.

Í útvarpinu í gær áttust við þingmaður Viðreisnar og þingkona VG. Sá fyrrnefndi vildi taka upp útboðsleið í útvegsmálum, hann kallaði það markaðsleið. Þannig fengi ríkið meira fyrir afnotin að auðlindinni, útgerðin yrði pínd til að borga það sem sem hún teldi eðlilegt verð og almenningur fengi meira í sinn vasa frá Samherja. Hin vinstrisinnaða þingkona vildi hinsvegar alls ekki „leyfa peningunum að ráða“, hér þyrfti sanngirnin að ríkja en ekki græðgin (!) Og var þar undarlegt að heyra peningana tala sjálfa sig niður. Í núverandi kerfi fá gróðapungarnir meira en almenningur minna, samt má engu breyta, í nafni vinstrimennsku.

Og þegar kemur að auðlindaákvæðinu í yfirvofandi stjórnarskrárbreytingum standa kvótaflokkarnir þétt saman. „Ná verður sátt,“ segir forsætisráðherra ítrekað, sem þýðir í raun sátt við Sjálfstæðisflokkinn, hið pólitíska útibú Samherjasamstæðunnar. Hvers vegna? spyrjum við okkur aftur og enn. Hvers vegna í ósköpunum stendur hinn meinti vinstriflokkur svo þétt með stórkapítalinu? Afhverju hlýðir VG Samherja í stjórnarskrármálinu?

Eigum við ekki að vona að Samherjaskjölin leiði til breytts hugarfars á góðum stöðum? Þannig væri mögulega hægt að mynda þingmeirihluta með setningu auðlindaákvæðisins í stjórnarskrá, og í framhaldinu mætti ná gróðanum af fiskimiðunum í land, það er að segja Ísland.

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Samherjaskjölin

Sexmenningarnir sem ákærðir eru í Namibíu vegna upplýsinga úr Samherjaskjölunum verða í gæsluvarðhaldi fram í febrúar. Mótmæli brutust út við dómshúsið og sjómenn sem misst hafa vinnuna sungu lög.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Samherjaskjölin

Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti og sagnfræðingur, ræddi Afríkuveiðar Íslendinga, meðal annars Samherja, og setti þær í sögulegt samhengi í viðtali við DV árið 2012. Hann benti á tvískinnunginn í því að Íslendingar væru nú orðnir úthafsveiðiþjóð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Illugi Jökulsson

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu