Fréttir
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Eyþór Arnalds hefur ekki skilað ársreikningi fyrir félag sitt, Ramses II. Félagið heldur utan um hlutabréf hans í Morgunblaðinu. Samherji mat hlutabréfin á 0 krónur í árslok 2016 en samt fjárfesti Eyþór í þeim fyrir 325 milljónir.

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·

Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg

·

Ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsemi verður í Grósku hugmyndahúsi annað en að tölvuleikjafyrirtækið CCP verður þar til húsa. Byggingin er í eigu félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans sem eru í Lúxemborg. Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga lóðina en ráða engu um hvað verður í húsinu.

Alls ekki „mjög ánægjulegt“ hvar Landsréttarmálið er statt

Alls ekki „mjög ánægjulegt“ hvar Landsréttarmálið er statt

·

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir óvissu í dómskerfinu og Landsrétt óstarfhæfan.

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·

Siðareglur fyrir borgarfulltrúa Reykjavíkur hafa verið staðfestar. Marta Guðjónsdóttir og fulltrúar minnihlutans segjast ekki hafa trú á að þær verði teknar alvarlega vegna spurninga Dóru Bjartar Guðjónsdóttur um fjárhagslega hagsmuni Eyþórs Arnalds.

Framkvæmdastjórinn vill ekki svara  fyrir viðskiptin tengd Guðmundi í Brimi

Framkvæmdastjórinn vill ekki svara fyrir viðskiptin tengd Guðmundi í Brimi

·

FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, hefur selt Guðmundi Kristjánssyni í Brimi hlutabréf í Brimi sem fyrirtækið var að kaupa. Fyrst áttu FISK og Guðmundur í innbyrðis viðskiptum með hlutabéf í Vinnslustöðinni í Eyjum og nú í Brimi.

Gagnrýna „óþörf“ kaup án útboðs í Garðabæ

Gagnrýna „óþörf“ kaup án útboðs í Garðabæ

·

Minnihlutinn í Garðabæ telur fjögurra milljóna króna samninga við Fasteignafélagið Spildu óþarfa þar sem verkefnin séu venjulega unnin af starfsfólki bæjarins. Formaður bæjarráðs segir það óskylt málinu að hún þekki eiganda félagsins í gegnum samtök sem hún stofnaði.

Að hlúa að því sem okkur er dýrmætast

Að hlúa að því sem okkur er dýrmætast

·

KAF heitir ný íslensk heimildamynd Snorra Magnússonar þroskaþjálfa, sem hefur helgað líf sitt kennsluaðferðum í ungbarnasundi. Leikstjórar myndarinnar eru vinkonurnar Elín Hansdóttir, Anna Rún Tryggvadóttir og Hanna Björk Valsdóttir, sem allar höfðu heillast af einstökum heimi Snorra þegar þær voru nýbakaðar mæður.

Fæða guðanna með marsipani, lakkrís og mojito

María Ólafsdóttir

Fæða guðanna með marsipani, lakkrís og mojito

María Ólafsdóttir
·

Hún borðar það hvort sem hún er glöð eða leið, stundum borðar hún það ein og henni þykir það ómissandi í félagsskap. María Ólafsdóttir segir frá langri og farsælli samleið sinni með súkkulaði og bendir á draumaáfangastaði fyrir fólk eins og hana.

Svona menn breytast ekki

Svona menn breytast ekki

·

Eftir aðeins nokkurra mánaða samband við góðan og heillandi mann á spjallsíðu á netinu ákvað Kemala að freista gæfunnar, yfirgefa heimkynni sín og fljúga á vit ævintýranna á Íslandi. Hún giftist manninum og allt var gott fyrst um sinn, þar til hún varð ófrísk og hann sýndi sitt rétta andlit. Við tóku nokkur ár af andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Móttökuviðtal ætti að vera skylda

Móttökuviðtal ætti að vera skylda

·

Félagsleg einangrun og villandi upplýsingar um íslensk lög og samfélag einkenna stöðu margra þeirra kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar við að skilja við ofbeldisfulla maka. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem vill að allir innflytjendur fái móttökuviðtal, þar sem þeim eru kynnt réttindi sín og skyldur.

Elti drauminn um aukið frelsi og jafnrétti

Elti drauminn um aukið frelsi og jafnrétti

·

Elena frá Suður-Ameríku sá fyrir sér gefandi fjölskyldulíf með íslenskum manni, sem seldi henni hugmyndina um jafnréttisparadísina Ísland. Í staðinn beið hennar einangrun, andlegt og líkamlegt ofbeldi sem varði svo árum skipti án þess að nokkur rétti henni hjálparhönd.

Gagnrýninn háskólanemi í haldi fyrir að mótmæla Pútín

Gagnrýninn háskólanemi í haldi fyrir að mótmæla Pútín

·

Rússneski stjórnmálafræðineminn og Youtube-bloggarinn Egor Zhukov var sakaður um að hafa stýrt mannfjölda á mótmælum með grunsamlegum handahreyfingum. Málið var látið niður falla og hann þess í stað sakaður að breiða út „öfgastefnu“ á samfélagsmiðlum. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir eftir að leiðtogum stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram.

„Skugginn tengir okkur saman“

„Skugginn tengir okkur saman“

·

Nick Cave ræðir hvernig konan hans bjargaði honum frá heróínfíkn með því að fara frá honum en koma svo aftur átta mánuðum síðar, með þeim orðum að hún gæti ekki verið án hans. Hann segir frá helvíti sorgarinnar og órökréttum ótta í kjölfar sonarmissis. Sköpunarkrafturinn er honum hugleikinn og hann útskýrir af hverju hann býður upp á óritskoðað samtal við áhorfendur í sal, til að leita kjarnans.

Þú getur selt sömu manneskjuna mörgum sinnum

Þú getur selt sömu manneskjuna mörgum sinnum

·

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, bendir á að hlutfall bæði þolenda og gerenda í heimilisofbeldismálum sé hærra meðal fólks af erlendum uppruna en hjá öðrum. Sú staðreynd gefi fullt tilefni til þess að gefa hópnum betri gaum.

Slæmt að binda fólk mökum sínum

Slæmt að binda fólk mökum sínum

·

Konur sem koma frá löndum utan EES-svæðisins eru í viðkvæmari stöðu en aðrar, þar sem dvalarleyfi þeirra hér á landi er oftast nær bundið mökum þeirra. Tengingin er vopn í höndum ofbeldisfullra manna, sem þeir nota markvisst til að stjórna eiginkonum sínum.