Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Ýktur ávinningur af virkjun: „Það þarf að fórna einhverju“

Fram­kvæmd­ir við virkj­un Hvalár á Ófeigs­fjarð­ar­heiði hefjast inn­an skamms. Með bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar verð­ur rask­að ósnortnu landi, „sem eng­inn er að skoða“ að mati sveit­ar­stjór­ans í Ár­nes­hreppi, Evu Sig­ur­björns­dótt­ur. Íbú­ar á svæð­inu, Um­hverf­is­stofn­un og formað­ur Land­vernd­ar hafa hins veg­ar gagn­rýnt þau rök sem færð eru fyr­ir fram­kvæmd­un­um, sem og að áhrif þeirra á um­hverf­ið séu virt að vett­ugi.

Fram­kvæmd­ir við virkj­un Hvalár á Ófeigs­fjarð­ar­heiði hefjast inn­an skamms. Með bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar verð­ur rask­að ósnortnu landi, „sem eng­inn er að skoða“ að mati sveit­ar­stjór­ans í Ár­nes­hreppi, Evu Sig­ur­björns­dótt­ur. Íbú­ar á svæð­inu, Um­hverf­is­stofn­un og formað­ur Land­vernd­ar hafa hins veg­ar gagn­rýnt þau rök sem færð eru fyr­ir fram­kvæmd­un­um, sem og að áhrif þeirra á um­hverf­ið séu virt að vett­ugi.

Að óbreyttu mun framkvæmdir sem miða að virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefjast innan skamms. Helstu rökin sem færð eru fyrir því að þarna skuli rísa virkjun eru að orkuna megi nýta við uppbyggingu atvinnustarfsemi og tryggja öryggi raforkudreifingar á Vestfjörðum. Auk þessa standa vonir til þess að vegaframkvæmdir í tengslum við uppbyggingu virkjunarinnar muni bæta samgöngur á svæðinu. Einnig myndu fasteignagjöld vegna þeirra mannvirkja sem rísa koma fámennri byggð á svæðinu vel.

Ekki eru þó allir sannfærðir um ágæti þessara áforma. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, skrifaði nýverið tveir greinar í Kjarnann þar sem hann gagnrýndi harðlega þær röksemdir sem færðar eru fyrir framkvæmdunum. Þar bendir hann á að fyrir lá að virkjunin sé einungis arðbær kostur fyrir einkaaðila vegna þess að iðnaðarráðherra hefur ákveðið að niðurgreiða skuli flutning raforku.

„Ekki er ljóst  nú til hvaða atvinnu­starf­semi orkan verður einkum seld.“

Áætluð stærð virkjunarinnar er 55 MW. Í matsskýrslu sem verkfræðistofan Ver­kís gerði fyrir Vesturverk, sem mun sjá um framkvæmdir, er tilgangurinn „að virkja rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­arár til að fram­leiða orku til nota við upp­bygg­ingu atvinnu­starf­semi sem nýtir orku við fram­leiðslu.“ Síðar í sömu skýrslu segir hins vegar: „Ekki er ljóst nú til hvaða atvinnu­starf­semi orkan verður einkum seld.“

Leysir fortíðarvandann um raforkuöryggi

Þeim rökum hefur einnig verið haldið fram að með virkjuninni megi auka öryggi raforkudreifingar á Vestfjörðum. Í fyrrnefndri matsskýrslu Verkís kemur hins vegar fram að það sé einungis mögulegt vegna fyrirætlana iðnaðarráðherra um að ríkið leggi fram fé til þess að setja upp tengivirki við Nauteyri í Ísafjarðardjúpi og línu þaðan í Geiradal í Króksfirði á Ströndum. Fé einkaaðila kemur því ekki þar að, einungis ríkisframkvæmdir sem, óháð virkjunarframkvæmdum, gætu aukið öryggi raforkudreifingar á Vestfjörðum.

Því hefur einnig verið haldið fram að með tengivirkinu sé verið að leysa fortíðarvanda. Landsnet birti árið 2009 skýrslu sem ber heitið „Bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.“ Í henni gerði fyrirtækið grein fyrir mögulegum úrbótum og í kjölfar hennar var komið upp sjálfvirkri varaaflsstöð á Bolungarvík, til þess að koma í veg fyrir straumleysi þar og á Ísafirði.

Í ársskýrslu Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2015 má svo lesa um árangurinn: „Nokkrar óveð­urslægðir fóru yfir Vest­firði á síð­asta ári og sú versta í byrjun des­em­ber. Þetta óveður grand­aði tæp­lega 200 staurum í loft­línu­kerfi OV og rúm­lega 20 tví­stæðum í flutn­ings­kerfi Lands­nets á Vest­fjörð­um. Fyrr á árum hefðu þessir atburðir valdið fleiri sóla­hringa raf­magns­leysi í þétt­býli og dreif­býli en með varafls­stöð Lands­nets í Bol­ung­ar­vík, strenglögnum OV á liðnum árum og auknum við­bún­aði með vara­afls­vélum varð straum­leysi hjá not­endum í lág­marki þrátt fyrir mestu línu­brot í sögu OV.“ Mætti af þessu leiða þær líkur að öryggi raforkudreifingar á Vestfjörðum sé tryggt og að óþarfi sé að fara í virkjunarframkvæmdir til þess eins að leysa vandamál sem ekki sé til staðar.

Vill vegi og fasteignagjöld

Eva Sigurbjörnsdóttir er sveitastjóri Árnesshrepps, en framkvæmdarleyfi þeirra er eitt mikilvægasta skrefið í því ferli að virkjunin rísi. Samkvæmt 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 skal hreppurinn veita það leyfi að teknu tilliti til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Í samtali við Stundina gaf Eva ekki mikið fyrir niðurstöður skýrslu Verkís um umhverfisáhrif virkjunarinnar. Aðspurð um hvort hún væri tilbúin í þessari miklu raskanir til þess að fá lóðagjöld af mannvirkjum tengd virkjuninni spurði Eva blaðamann:

„Hvaðan hefur þú það að þetta séu mjög miklar raskanir?“

Þegar blaðamaður vísaði í umhverfisskýrsluna, hvar niðurstöðurnar eru á þá leið að áhrif virkjunarinnar og framkvæmda hennum tengdum á umhverfið séu umtalsverð sagði Eva: „Já, já, ég veit það, já, já. Þessi umhverfisskýrsla, þeim ber að vera neikvæðir. Þeim ber að taka upp hanskann fyrir náttúruna og það er bara gott og gilt. En þú átt ekki að vitna endalaust í hana sko.“

Á framkvæmdartíma
Á framkvæmdartíma eru áhrif framkvæmdanna óveruleg, nokkuð eða talsvert neikvæð, nema á mannvirkjagerð í flokknum samfélag.

„Það er ekki hægt að horfa eingöngu á einhverjar staðreyndir.“

Sagðist hún vita hvað væri í húfi, en einnig vita að margt af þeim áhrifum sem framkvæmdirnar myndu hafa væru afturkræfar. „Þannig það er ekki hægt að horfa eingöngu á einhverjar staðreyndir, sem að auðvita eru staðreyndir, en þetta er að miklum hluta til afturkræft, það sem verður gert þarna.“

Í umhverfisskýrslunni er reglulega minnst á að fjölmörg áhrif framkvæmdarinnar séu neikvæð, en afturkræf. Þegar betur er skoðað hvað liggi að baki þessu orði, „afturkræf“ kemur í ljós að þar er um mjög sérstaka túlkun að ræða. Reglulega er tekið fram að áhrif virkjunarinnar eru einungis „afturkræf ef mannvirki yrðu fjarlægð.“ Skýrslan gerir því einungis ráð fyrir því að áhrif virkjunarinnar á umhverfið séu afturkræf, ef virkjunin sjálf og öll mannvirki henni tengd séu fjarlægð.

Einnig segist Eva ekki gefa mikið fyrir þau rök að þarna sé verið að raska ósnortnu landi. „Já, sem enginn er að skoða. Mjög, mjög fáir, sko.“ Segir hún að þeir sem fari á þetta svæði gangi yfirleitt meðfram ströndinni úr einum firði í annan og engar skipulagðar ferðir séu á svæðið. „Ég bara hlusta ekki á svona. Þú veist, það þarf að fórna einhverju.“

Á rekstrartíma
Á rekstrartíma Áhrif virkjunarinnar verða óveruleg, nokkuð eða talsvert neikvæð, nema á mannvirki og mannvirkjagerð í flokknum samfélag og ferðamennska og útivist.

Samgöngur áfram í ólestri

Eitt af þeim atriðum sem Eva lagði hvað mesta áherslu á var að með virkjuninni myndu samgöngur á svæðinu batna til muna. „Það er það sem við teljum að sé að gerast núna, ekki bara með þessari virkjun, heldur ýmsu öðru sem að leiðir af, eins og til dæmis bættar samgöngur. Það er komið inn á samgönguáætlun að klára Veiðileysuháls og því verður frekar flýtt heldur en hitt, vegna þessara áætlanna.“

Segir hún að beðið hafi verið um bættar samgöngur í áratugi án þess að nokkuð hafi gerst. „Það hafa komið loforð af og til og svo hafa þau flosnað upp og verið svikin jafnvel. Núna erum við komin með eitt tromp á hendi sem getur hjálpað okkur.“

Í frummatsskýrslu Verkís er þó talvert varlegar stigið til jarðar í tillögum að því hvernig bæta þurfi vegakerfið til þess að framkvæmdir geti gengið eðlilega fyrir sig. Af þeim 36,3 kílómetrum vega sem leggja á eða lagfæra samkvæmt skýrslunni eru 24,9 kílómetrar aðkomuvegir innan virkjunarsvæðis. Hinir 11,4 kílómetrarnir sem ráðast á í framkvæmdir á verða byggðir upp þannig þeir geti borið umferð þungavinnuvéla, en verða ekki malbikaðir. Í skýrslunni kemur fram: „Ekki er gert ráð fyrir að vegurinn muni uppfylla staðla Vegagerðarinnar og verður hann lagaður og endurbættur á framkvæmdartíma eins og nauðsynlegt og hagkvæmt verður talið. Ekki verður lagt bundið slitlag á veginn.“

Þrátt fyrir þetta fullyrðir Eva að framkvæmdirnar myndu „hafa mikil áhrif á betrun til bættra samgangna.“

Drangamenn vilja ekki virkjun á sitt land

Sveinn Kristinsson, einn eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum er ekki eins sannfærður. „Það er full ástæða til að skoða þessi mál öll með opnum huga út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Þarna eru margar stórar spurningar uppi,“ sagði hann um þau virkjunaráform sem eru á Ófeigsfjarðarheiði, sunnan við jörð hans.

Ljóst er að virkjunin og uppistöðulón hennar munu skerða mjög víðerni sem nær af þessu svæði og norður á Hornstrandir. Undir uppistöðulónið munu hverfa vötn. Þá þurrkast Eyvindarfjarðará upp.

„Við Drangamenn látum ekki bera á okkur fé.”

„Þetta þarf allt að vega og meta. Þá þarf að taka inn í myndin að tæplega tveir milljarðar króna af almannafé fara í að byggja tengivirki til að koma rafmagninu inn á landsnetið.  Það liggur einnig fyrir að þessi virkjun skiptir engu í því samhengi að tryggja raforkuöryggi Vestfirðinga,” segir Sveinn.  

Sveinn Kristinsson
Sveinn Kristinsson Sveinn frá Dröngum vill að menn staldri við og skoði gaumgæfilega hvort virkjun á Ófeigsfjarðarheiði eigi rétt á sér.

Hann segist ekki vilja kveða upp úr um það hvort þessi virkjun eigi rétt á á sér. Almennt sé hann þó á móti því að ganga í berhögg við náttúruna. Drangamenn hafa aldrei ljáð máls á því að leyfa virkjun á sínu landi. „Við fengum fyrirspurn um það hvort við vildum láta af hendi vatnsréttindi. Því var umsvifalaust hafnað. Í land Dranga kemur ekkert slíkt. Við Drangamenn látum ekki bera á okkur fé,“ segir Sveinn. 

Skerða óbyggðir um allt að 40%

Í september 2009 skilaði Umhverfisstofnun umsögn um tillögu að aðallskipulagi Árnesshrepps vegna Hvalárvirkjunar. Að mati stofnunarinnar er fullyrðingin um takmörkuð sjónræn áhrif framkvæmdarinnar ekki á rökum reist. „Umhverfisstofnun telur að áætlaðir framræsluskurðir og flutningslínur hafa mikil neikvæð sjónræn áhrif í óröskuðu landssvæði. Umhverfisstofnun tekur ekki undir að 30 m[etra] há jarðvegsstífla hafi í reynd litla sjónmengun í för með sér.“ Einnig segir stofnunin eða skurðirnir og línurnar geti haft verulega neikvæð áhrif á ferðamennsku.

Óbyggt víðerni minnkar
Óbyggt víðerni minnkar Víðerni mun skerðast um allt að 40% við virkjunina, að mati formanns Landverndar.

Ófeigs­fjarð­ar­heiðin er hluti af stærsta sam­fellda óbyggða víð­erni Vest­fjarða, alls um 1635 km2, sem nær suður frá Stein­gríms­fjarð­ar­heiði um Dranga­jök­ul, allt norður um Horn­stranda­friðland. Veitu- og vega­fram­kvæmdir á Ófeigs­fjarð­ar­heiði munu að mati Ver­kís skerða þetta víð­erni um 14% en 21% þegar lína yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði niður að Naut­eyri á Langa­dals­strönd við Ísa­fjarð­ar­djúp er tekin með í dæm­ið.

Prósentutölurnar segja þó ekki alla söguna, því virkj­un­ar­fram­kvæmdir ásamt línu yfir að Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp munu brjóta ofan­greint víð­erni upp í tvo mis­stóra hluta. Segir Snorri Baldursson að syðri hlut­inn sem eftir verður sé það lít­ill að hann nái vart máli sem óbyggt víð­erni. „Því má vel rök­styðja að virkj­un­ar­fram­kvæmdir skerði víð­erni á aust­an­verðum Vest­fjörðum um allt að 40%.“

Að auki er áætlað að vatnsmagn í vatnsmesta fossi Stranda, Hvalárfossi, minnki um tvo þriðju hluta og hann því hverfa að mestu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Veiran afhjúpar muninn á Bandaríkjunum og Evrópu
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Veir­an af­hjúp­ar mun­inn á Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu

Veir­an æð­ir áfram. Fjöldi greindra smita um heim­inn nálg­ast nú 11 millj­ón­ir og fjöldi dauðs­falla nálg­ast 520.000. Banda­ríkja­menn telja að­eins um 4% af íbúa­fjölda heims­ins en greind smit og dauðs­föll þar vestra eru samt um fjórð­ung­ur greindra smita og dauðs­falla um heim­inn all­an. Nán­ar til­tek­ið eru 131.000 manns fall­in í val­inn af völd­um veirunn­ar í Band­ríkj­un­um. Smit­um og dauðs­föll­um fer...
Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu
Fréttir

Bíó Para­dís opn­ar á ný við Hverf­is­götu

Sam­komu­lag hef­ur náðst við eig­end­ur húss­ins sem hýs­ir Bíó Para­dís um að starf­semi haldi áfram í sept­em­ber.
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Fréttir

Skipt­ar skoð­an­ir um mynd­band KSÍ: „Þetta er há­mark heimsk­unn­ar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.
67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

67. spurn­inga­þraut: Hvar ætl­uðu Banda­ríkja­menn að sprengja atóm­sprengju, og fleira

Hvaða nafn­frægu per­sónu úr grísku goða­fræð­inni má sjá á mynd­inni hér að of­an? Þetta var fyrri auka­spurn­ing­in. Hin snýst um neðri mynd­ina og er svona: Hver er þetta? En þá eru fyrst hinar sí­vin­sælu að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Af­gan­ist­an? 2.   Sam­herja­skjöl­in svo­nefndu snú­ast um meint­ar mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins til stjórn­mála- og áhrifa­manna í fyrst og fremst einu Afr­íku­ríki. Hvaða...
Þau létust á Vesturlandsvegi
Fréttir

Þau lét­ust á Vest­ur­lands­vegi

Sam­býl­is­fólk­ið Jó­hanna S. Sig­urð­ar­dótt­ir og Finn­ur Ein­ars­son lét­ust í slysi á hálu mal­biki á Vest­ur­lands­vegi. Þeirra er minnst í dag. Þau hjálp­uðu með­al ann­ars fé­lög­um sín­um í bif­hjóla­sam­tök­un­um.
Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
Fréttir

Nýtt mynd­band KSÍ: „Einn hug­ur, eitt hjarta sem slær fyr­ir Ís­land“

KSÍ kynn­ir nýtt merki sam­bands­ins með mynd­bandi um land­vætt­ina, „hinar full­komnu tákn­mynd­ir fyr­ir lands­l­ið Ís­lands“.
COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning
António Guterres
Aðsent

António Guterres

COVID-19 krepp­an er heim­in­um þörf áminn­ing

António Guter­res, að­al­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, grein­ir bjart­sýna og svart­sýna sviðs­mynd í heims­far­aldr­in­um. Hann var­ar við „sundr­ungu, auk­inni lýð­hyggju og út­lend­inga­h­atri“.
Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Fréttir

Vig­dís ósátt við að börn sjái mynd­ir af kon­um í fæð­ingu

Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýn­ir Strætó fyr­ir að birta aug­lýs­ing­ar Ljós­mæðra­fé­lags­ins á stræt­is­vagni.
Ölfus að semja við Hjallastefnuna – Foreldrar og starfsmenn ósáttir
Fréttir

Ölfus að semja við Hjalla­stefn­una – For­eldr­ar og starfs­menn ósátt­ir

Unn­ið er að því að semja við Hjalla­stefn­una um að taka við rekstri leik­skól­ans Berg­heima. Íbú­ar í Þor­láks­höfn og fyrr­ver­andi starfs­menn lýsa megnri óánægju og tala um virð­ing­ar­leysi. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að ver­ið sé að auka gæði leik­skóla­starfs­ins.
"Svo einfalt er það"...ekki. Karl Th og Jón Steinar
Blogg

Stefán Snævarr

"Svo ein­falt er það"...ekki. Karl Th og Jón Stein­ar

Karl Th. Birg­is­son  skrif­ar skemmti­leg­an pist­il um Jón Stein­ar Gunn­laugs­son og nýtt greina­safn hans. Hann vík­ur líka að bók Jóns Stein­ars frá 1987, Deilt á dóm­ar­ana, og seg­ir að gagn­rýni hans á Hæsta­rétt í þeirri bók  hafi ver­ið vel rök­studd. Jón Stein­ar ræð­ir sex dóms­mál í   Deilt á dóm­ar­ana  og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að Hæstirétt­ur hafi ver­ið of...
Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun
FréttirCovid-19

Sam­drátt­ur­inn meiri en ár­ið eft­ir hrun

Seðla­bank­inn spá­ir 8 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu á ár­inu. Íbúða­verð gæti lækk­að og við­bú­ið er að at­vinnu­leysi nái áð­ur óþekkt­um hæð­um.