Fréttir

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er í framboði til formanns Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík, en félagið hefur gagnrýnt að skólinn fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“. Samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts munu fjárframlög til framhaldsskólastigsins lækka umtalsvert næstu árin.

Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra vill hagsmunafélag fyrrverandi nemenda við Menntaskólann í Reykjavík. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Félagið hefur gagnrýnt að MR fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“ í fjárlögum, en næsta haust kemur það einmitt í hlut Benedikts sjálfs að leggja fram frumvarp til fjárlaga.  

 

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. 

Benedikt er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefni Menntaskólans í Reykjavík varða, því Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefur einnig kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Aðalfundur þess fer fram 27. maí næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skrifar sjálfur á vef Menntaskólans í Reykjavík. 

„Langvarandi fjársvelti“

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað þann 1. desember árið 2013 og hefur Benedikt gegnt formannshlutverki frá stofnun þess. Fyrsta verk félagsins var að skora á Alþingi að tryggja MR viðunandi fjárframlög við afgreiðslu fjárlaga 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu