Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Vilja stimpilgjaldið burt og aukið flæði á húsnæðismarkaði

Í dag þurfa kaupendur fyrstu fasteignar að greiða 0,4 prósenta stimpilgjald en aðrir 0,8 prósent. Verði frumvarp 12 þingmanna Sjálfstæðisflokksins að lögum mun stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði falla alfarið niður.

Tólf þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Með þessu vilja þau „auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæðis og auka skilvirkni og flæði á markaði með það“.

Í greinargerð er bent á að í dag beri einstaklingum almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó sé veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. „Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup.“

Fullyrt er í frumvarpinu að sýnt þyki að stimpilgjald hafi áhrif til hækkunar fasteignaverðs, dragi úr framboði og rýri hlut kaupenda og seljenda. „Af framangreindu má ætla að afnám stimpilgjalds við fasteignaviðskipti muni auðvelda verðmyndun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi aukningu á framboði sem hefur verið með minnsta móti undanfarin ár.“ 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt henni standa fyrir frumvarpinu þau Óli Björn Kárason, Hildur Sverrisdóttir, Vilhjálmur Árnason, Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir og Brynjar Níelsson.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Viðtal

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Viðtal

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“