Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðurkenna „like“-svindl í Grillsumrinu mikla

Óánægja er með­al kepp­enda í Grillsumr­inu mikla vegna þess að sig­ur­strang­leg­asta lið­ið fékk þjón­ustu „like for like“ síðu til að reyna að inn­sigla sig­ur­inn og vinna ut­an­lands­ferð. „Ódrengi­leg að­ferð,“ sögðu for­svars­menn keppn­inn­ar, en ákváðu að gera ekk­ert í mál­inu.

Viðurkenna „like“-svindl í Grillsumrinu mikla
Skjáskot úr þætti Liðsmaður Soho Grillvinafélagsins viðurkennir að hafa notað svokallaðar „like for like“ síður við atkvæðasmölun. Mynd: Notandi

Nokkrir keppendur í Grillsumrinu mikla, keppni á vegum fyrirtækisins Innnes, vekja athygli á því á Facebook-síðum sínum að svo virðist sem tvö lið hafi svindlað í keppninni með því að kaupa sér læk (e. like). Umræddur leikur snýst um að mismunandi lið sýndu takta sína á grillinu með vörum frá Innnesi og það lið sem fékk flest læk átti að vinna utanlandsferð til Búdapest. Meðfram keppninni voru sýndir þættir á mbl.is þar sem keppendur grilluðu eftir getu. Þáttastjórnandi var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.

Atkvæðagreiðslu er ekki enn lokið í leiknum en nú er liðið Soho Grillvinafélagið með langflest læk eða um sex þúsund læk. Liðið Gaman að grilla er í öðru sæti með fjögur þúsund læk. Bæði lið eru grunuð um að hafa svindlað í keppninni með erlendum lækum. Liðið Grillhausarnir er svo í þriðja sæti með um 1700 læk.

Stundin ræddi við Garðar Örn Arnarson, liðsmann Soho Grillvinafélagsins, sem fullyrðir að lið sitt hafi ekki eytt krónu í læk. Liðið hafi hins vegar nýtt sér svokallaðar læk fyrir læk síður (e. „Like for like“) þar sem aðilar skiptast á lækum.

Stundin ræddi enn fremur við liðsmenn úr öðrum liðum sem nýttu sér ekki þessar síður og telja þeir þessa hegðun vera svindl á keppninni þar sem þau hafi lagt mikla vinnu í að hala inn lækum á heiðarlegri máta. Þeim blöskrar viðbrögð Innnes vegna málsins. Talsmaður Innnes neitaði að tjá sig um málið utan þess að segja að málið sé enn í skoðun. Sú staðhæfing stemmir ekki við tölvupósta, sem Stundin hefur undir höndum, sem fyrirtækið sendi á öll lið keppninnar.

„Ekki drengileg keppni“

Stundin hefur undir höndum tölvupósta sem Innnes sendi á keppendur. Í fyrri tölvupósti sem var sendur á mánudagsmorgni lýsir fyrirtækið aðferð efstu liðanna sem óheiðarlegri. „Í ljósi atburða helgarinnar er varða atkvæðagreiðsluna sáum við okkur knúin til að senda þetta bréf. Í atkvæðasöfnun hefur borið á „undarlegum“ fjölda atkvæða á stuttum tíma. Það gefur okkur vísbendingar um að ekki hafi verið safnað atkvæðum á heiðarlegan hátt og mögulega átt sér stað kaup á atkvæðum. Ef svo reynist rétt, þá er það ekki drengileg keppni og veitir ekki sigur í Grillsumrinu Mikla. Þetta mál er í skoðun. Við hvetjum ykkur til að halda áfram að safna atkvæðum á heiðarlegan hátt!“ segir í fyrra tölvupósti til keppenda.

„Við viljum því hvetja öll liðin til að leita allra mögulegra leiða til atkvæðasöfnunnar.“ 

Algjör umpólun á sér í stað í afstöðu fyrirtækisins í seinni tölvupósti til keppenda sem sendur var síðastliðinn þriðjudag. Í þeim pósti eru liðin raun hvött til að nýta sér allar leiðir til að hala inn lækum: „Í framhaldi af tölvupósti okkar í gær þá er það ljóst að einhver lið hafa valið að fara óhefðbundnar leiðir í atkvæðasöfun. Þegar lagt var af stað með þetta verkefni áttum við engan veginn von á því að nokkur myndi fara í að safna atkvæðum í gegnum erlendar þar til gerðar læk söfnunarsíður. Þar af leiðandi voru engar reglur hvað þetta varðar og hörmum við það.

Síðust tveir dagar hafa farið í það að finna eins farsæla lausn og mögulegt er og hefur málið verið skoðað frá öllum hliðum og margir hafðir með í ráðum. Niðurstaðan er hins vegar sú að engar reglur hafa verið brotnar og við teljum okkur ekki geta sett nýjar reglur í miðri keppni.

Við viljum því hvetja öll liðin til að leita allra mögulegra leiða til atkvæðasöfnunnar og höldum því okkar striki að það lið sem er með flest atkvæði kl 14 á fimmtudag vinnur keppnina.“

„Ríkasti grillarinn“

Lárus Jón Björnsson, liðsmaður Grillhausanna, er einn þeirra sem vakið hefur athygli á óheiðarlegum aðferðum annarra liða. „Jæja þá er formlegri keppni Grillhausanna í Grillsumarið Mikla lokið. Markmið keppninnar var greinilega ekki að finna skemmtilegustu og áhugaverðustu grillarana. Þegar öllu var á botninn hvolft snerist þetta víst bara um það hvaða lið gat keypt sér flest like á netinu og unnið hana þannig.

Við tilkynntum það á sunnudeginum að önnur lið væru að sanka að sér atkvæðum á ansi grunsamlegan hátt. Á mánudeginum fengum við það svar frá Innnes ehf. að þetta væri ekki í lagi. Við héldum því áfram á fullu að safna atkvæðum á heiðarlegan og „eðlilegan“ hátt en svo skiptu þeir allt í einu um skoðun í dag. Allar aðferðir leyfðar! Niðurstaðan er því sú að þeir sem eiga mestan pening komast til Búdapest. Gaman að því.

Ég vil allaveganna þakka öllum sem kusu okkur og dreifðu boðskapnum. Næsta sumar ætla þeir víst að hafa þetta aðeins opnara og halda keppnina Ríkasti grillarinn og hvet ég alla til fylgjast vel með því. Það verður örugglega svaka stuð,“ skrifar Lárus á Facebook-síðu sína í gær.

„Þetta eru algjör vonbrigði.“

Í samtali við Stundina harmar Lárus ákvörðun Innnes að taka ekki á þessari óheiðarlegu atkvæðasöfnun. Hann segir lið sitt hafa lagt mikið á sig til að smala lækum á heiðarlegan máta. „Þetta eru algjör vonbrigði. Við erum búin að vera að peppa þetta í allt sumar, leggja þvílíka vinnu í þetta. Við ætluðum að komast til Búdapest á heiðarlegan og eðlilegan hátt eins og svona keppnir ganga fyrir sig vanalega,“ segir Lárus.

Mörg þúsund læk á stuttum tíma

Keppandi í öðru liði, Svakanaggar, Siggeir F. Ævarsson, tók skjáskot þar sem rússneskur aðili sem nefnist Viktor Krasnoperov eða Виктор Красноперов lækar Soho Grillvinafélagið. Við leit að þeim manni kemur í ljós að hann hefur engin augljós tengsl við Ísland og heldur enn fremur úti svokölluðu fjölþrepa markaðskerfi (e. Multi-Level Marketing).

Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter Hér má sjá brot af Twitter-streymi Viktor Krasnoperov.
 

Stundin ræddi við Siggeir sem segir það mikil vonbrigði að lið í keppninni fái að komast upp með svindl. Að hans sögn hafi Innnes ákveðið að aðhafast ekkert í málinu þar sem engar reglur hafi verið settar fyrir keppnina. „Á sunnudaginn varð ég var við að það var eitthvað mjög undarlegt í gangi og tók eftir því að þau höfðu að minnsta kosti tekið inn tvö þúsund atkvæði á tveimur klukkutímum. Ég var að vinna allan daginn í tölvunni og var að „refresh-a“ reglulega og ég sá töluna þjóta upp, þannig að það var svolítið grunsamlegt. Það voru tvö lið sem voru að fara undarlega hratt upp. Annað liðið, Gaman að grilla, fór upp úr 800 lækum í 3000 fyrir hádegi á sunnudegi. Þennan sama daga fór Soho Grillvinafélagið líka á stað,“ segir Siggeir.  

Þurftu að bregðast við

Stundin náði tali af Garðari Erni Arnarsyni, liðsmanni Soho Grillvinafélagsins, og er á því máli að lið sitt hafi ekki svindlað í keppninni. „Við höfum ekki eytt krónu í þetta. Við höfum ekki keypt nein læk. Það er fullt af svona „like for like“ síður á Facebook sem eru með hundruð þúsund notendur þar sem fólk skiptist á lækum,“ segir Garðar.

„Fyrst þessi keppni ætlaði að vera svona þá fórum við að finna einhverja leið til að safna lækum.“

Garðar segir að lið sitt  hafi einungis verið að bregðast við öðru liði sem hafi nýtt sér „like for like“ síður. „Við vorum efstir eftir einn dag og allt í einu skaust eitt lið upp í 3700 læk og þá vorum við í þúsund, svo við fórum bara og fundum einhverja leið. Fyrst þessi keppni ætlaði að vera svona þá fórum við að finna einhverja leið til að safna lækum,“ segir Garðar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár