Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Hér er heimili mitt

El­iza Reid er til­von­andi for­setafrú Ís­lands. Hún er fer­tug, gift Guðna Th. Jó­hann­es­syni, til­von­andi for­seta, fjög­urra barna móð­ir, lífs­glöð, sjálf­stæð, jarð­bund­in, hún rek­ur fyr­ir­tæki og hef­ur starf­að sem blaða­mað­ur um ára­bil. El­iza seg­ist vilja að þau Guðni verði for­seta­hjón allra.

El­iza Reid er til­von­andi for­setafrú Ís­lands. Hún er fer­tug, gift Guðna Th. Jó­hann­es­syni, til­von­andi for­seta, fjög­urra barna móð­ir, lífs­glöð, sjálf­stæð, jarð­bund­in, hún rek­ur fyr­ir­tæki og hef­ur starf­að sem blaða­mað­ur um ára­bil. El­iza seg­ist vilja að þau Guðni verði for­seta­hjón allra.

Skotland í upphafi 20. aldar. Peter Baird Reid, sem var þá unglingur, stígur um borð í skip ásamt fjölskyldu sinni og kveður að eilífu föðurlandið þar sem grænar grundir, hálendið, kastalar og skotapils hafa orðið efni í mörg ævintýrin. Siglt var yfir Atlantshafið og sest að í Kanada. Þar hitti Peter mörgum árum síðar Jean McWilliam og kvæntist henni. Faðir hennar hafði flutt frá Skotlandi og móðir hennar frá Englandi. Jean fæddist í Kanada. Peter var prestur og eignuðust þau hjónin þrjú börn. Eitt þeirra var sonurinn Hugh.

Betty Nicolson var tveggja ára þegar hún flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Skotlandi til Kanada. Þau voru frá bænum Wick í Caithness-sýslu í norðurhluta landsins þar sem fólk er sagt vera afkomendur víkinga, enda vísar nafnið „Wick“ í norræna orðið vík og víking. Árin liðu og þegar Betty var 28 ára giftist hún George King Brown sem fæddist í Kanada en foreldrar hans höfðu flust þangað frá Skotlandi. Hann var verkfræðingur og ólst upp í Winnipeg eins og Betty og þekktu þau marga af íslenskum ættum sem bjuggu þar. Betty er 98 ára. Betty og George eignuðust þrjú börn og er eitt þeirra dóttirin Allison.

Hugh kennari og Allison, sem er húsmóðir, gengu í hjónaband árið 1973. Þau eiga þrjú börn, Eliza, Ewan og Iain. Ewan er verkfræðingur og Iain er rithöfundur.

Vinsæl sem myndefni

Reykjavík í lok júní 2016. Kaffiterían í Perlunni.

Sólin skín, fuglarnir syngja og flugurnar suða.

Bessastaðir blasa við út um gluggana. Þangað flytur Eliza og fjölskylda eftir nokkrar vikur.

Erlendir ferðamenn flykkjast út á svalir Perlunnar þar sem útsýni er til allra átta. Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði. Bláfjöll. Fjöllin á Reykjnesi. Snæfellsjökull. Hafið bláa hafið.

Lyftudyrnar opnast og tilvonandi forsetahjón Íslands birtast. Glæsileg. Þau heilsa hlýlega og segir Eliza að Guðni sé að fara í viðtal hjá rússneskum blaðamanni.

Hjónin eru rétt komin inn þegar fólk - bæði Íslendingar og útlendingar - flykkist að þeim og vill fá að taka myndir.

Við Eliza setjumst síðan við borð þar sem útsýni er til Bessastaða. Guðni sest þar rétt hjá og eftir smástund er annar hópur ferðamanna kominn til hans til að taka myndir.

„Má ég taka mynd af þessu?“ spyr Eliza og stendur upp og mundar símann. „Mér finnst þetta vera svo fyndið. En þetta er bara frábært.“

Alþjóðasamskipti

Eliza fæddist í Ottawa í maí árið 1976. Hún var þriggja ára þegar fjölskyldan flutti til Englands í eitt ár þegar faðir hennar, Hugh, var í doktorsnámi í enskum bókmenntum.

Fjölskyldan bjó eftir það í rúmlega 150 ára gömlu húsi í útjaðri Ottowa, sem Eliza segir að hafi verið eins og uppi í sveit, og var með íslenskar kindur, hænur og endur. Þá vissi hún ekki að landið, þaðan sem kindurnar voru, átti eftir að skipta hana miklu máli.

Sumrin voru hlý og veturnir kaldir og systkinin léku sér eins og enginn væri morgundagurinn hvort sem það voru feluleikir eða að renna sér á sleðum á nýfallinni mjöllinni.

Hún lærði á trompet og var í stórhljómsveit skólans, söng í kór og var félagslynd; hún var meðal annars um tíma í skólaráðinu og sá ásamt fleirum um árbók skólans.

„Mig langaði til að verða lögfræðingur um tíma vegna þess að sjónvarpsþátturinn LA Law var vinsæll. Ég var ekki viss hvað ég ætti að velja þegar kom svo að því að velja háskólanám. Ég talaði við vin minn sem var búinn að vera í alþjóðasamskiptum í eitt ár en fannst það ekki skemmtilegt og fór í tölvunarfræði. Ég held að hann hafi viljað selja mér bækurnar sínar sem hann las í náminu í alþjóðasamskiptum en hann var að reyna að selja mér þá hugmynd að fara í alþjóðasamskipti. Mér þótti alþjóðasamskipti vera áhugavert og fór í það nám í Toronto-háskóla. Ég skemmti mér næstum því of mikið á háskólaárunum. Ég var þá líka mikið í félagslífinu, bjó á stúdentagarði og átti marga góða vini. Ég á góðar minningar frá þessum tíma.“

My name is Guðni

Draumurinn um lögfræðinám var enn á bak við eyrað. Eliza segir að hún hafi hins vegar ekki viljað fara í fjögurra ára lögfræðinám eftir BA-próf í alþjóðasamskiptum. „Ég átti ekki pening til þess og vildi bara fara í eins árs framhaldsnám. Ég vildi læra í öðru landi og upplifa ævintýri. Ef ég vildi læra í enskumælandi landi þá var það annaðhvort Bretland eða Bandaríkin. Mér fannst Bandaríkin vera of nálægt Kanada og ekki nógu mikil breyting að fara þangað auk þess sem ég þurfti að taka próf til að fá að læra þar og ég nennti því ekki. Þá var það Bretland og ég sótti um í bestu háskólunum svo sem London School of Economics og Oxford. Og þegar maður er kominn inn í Oxford þá segir maður ekki nei við því.“

Eliza flutti til Englands haustið 1998 og bjó í Oxford þar sem tíminn virðist standa í stað í aldagömlum byggingunum. Þar nam hún nútímasögu.

„My name is Guðni. I am from Iceland,“ sagði ungur maður með sterkan, íslenskan framburð sem settist við hliðina á henni í matsal skólans einn daginn í byrjun annarinnar. Hann var nýbyrjaður í skólanum og var í meistaranámi í sagnfræði.

„Oh, you're the guy who is from Iceland,“ sagði Eliza.

Hún brosir.

„Það voru nemendur frá mörgum löndunum í skólanum og þar af margir Kanadabúar og hafði ég heyrt að það væri meira að segja einn Íslendingur í skólanum.“

Íslendingurinn vakti áhuga hennar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Íslendingar ferðist ekki til útlanda að nauðsynjalausu
FréttirCovid-19

Ís­lend­ing­ar ferð­ist ekki til út­landa að nauð­synja­lausu

Embætti land­lækn­is hvet­ur þau sem þurfa að ferð­ast er­lend­is til að gæta að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og bólu­sett­ir eru hvatt­ir til að fara í sýna­töku við heim­komu.
Engin rök fyrir takmörkunum ef 97% smitaðra veikjast lítið
FréttirCovid-19

Eng­in rök fyr­ir tak­mörk­un­um ef 97% smit­aðra veikj­ast lít­ið

Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur seg­ist ekki sjá rök fyr­ir sam­komutak­mörk­un­um ef þorri Covid-smit­aðra sýni væg eða eng­in ein­kenni.
457. spurningaþraut: Hver var Hólmar?
Þrautir10 af öllu tagi

457. spurn­inga­þraut: Hver var Hólm­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Lít­ill runni af bjarkarætt er al­geng­ur um mest­allt land. Hann finnst tölu­vert hærra en birki og er al­geng­ur upp í 700 metra hæð, jafn­vel í fjöll­um. Á lág­lendi vex runn­inn í hrísmó­um eða þýfð­um mýr­um og einnig í bland við lyng og víði. Blöð­in eru lít­il og næst­um kringl­ótt,...
Coviðspyrnan hélt upp á „Ivermectin daginn“ og undirbýr framboð
FréttirCovid-19

Covið­spyrn­an hélt upp á „Iver­mect­in dag­inn“ og und­ir­býr fram­boð

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an und­ir for­ystu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar, for­manns Frjáls­hyggju­fé­lags­ins safn­að­ist við Al­þingi og hvatti til notk­un­ar lyfs­ins Iver­mect­in. Ný­lega komu í ljós stór­ir ágall­ar á þekkt­ustu rann­sókn­inni sem sýna átti fram á kosti lyfs­ins.
„Fjárfestingar eru í tísku“
Fréttir

„Fjár­fest­ing­ar eru í tísku“

Sam­kvæmt Ág­ústi Óla Sig­urðs­syni sölu-og mark­að­stjóra er „sexí“ að eiga hluta­bréf og óspenn­andi að eiga pen­ing inni á banka­bók. Fjár­fest­ing­ar seg­ir hann vera í tísku, sér­stak­lega hjá ungu fólki, en sjálf­ur er Ág­úst að verða 25 ára.
456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret
Þrautir10 af öllu tagi

456. spurn­inga­þraut: Helsta kon­an í hópi læri­sveina Jesúa frá Nasa­ret

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er oní þess­ari kistu? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Kunn­ug­ir full­yrða að á Ís­landi sé til sér­stakt dýra­kyn, sem sé bet­ur til for­ystu fall­ið en önn­ur dýr af sömu teg­und. Hvaða dýr er hér um að ræða? 2.  Ætt hinna svo­nefndu Abbasída gegndi í marg­ar ald­ir einu virð­ing­ar­mesta embætti í heimi. Hvaða embætti var það? 3.  Fyr­ir nokkr­um ár­um...
Mótaðist í Öræfum
Fólkið í borginni

Mót­að­ist í Ör­æf­um

Þór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir, að­júnkt við Há­skól­ann á Bif­röst, seg­ir dvöl sína á Kvískerj­um hafa mót­að sig.
„Ekki bara ímyndun í hverri og einni konu“
ViðtalÓsýnileiki kvenna í grafískri hönnun

„Ekki bara ímynd­un í hverri og einni konu“

Þrátt fyr­ir að fleiri kon­ur en karl­ar út­skrif­ist úr graf­ískri hönn­un eru kon­ur mun ólík­legri til að gegna stjórn­un­ar­stöð­um í aug­lýs­inga­geir­an­um. Rósa Hrund Kristjáns­dótt­ir er ein slíkra stjórn­enda. Hún hef­ur velt fyr­ir sér hver ástæð­an er.
455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

455. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyr­ir­sæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða stað á Ís­landi má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  John Dill­in­ger hét mað­ur. Hvað fékkst hann helst við í líf­inu? Svar­ið þarf að vera þokka­lega ná­kvæmt.  2.  Ítal­ir urðu um dag­inn Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta karla. En hve marg­ir eru heims­meist­ara­titl­ar þeirra? 3.  Fyr­ir­bæri eitt er til í mörg­um gerð­um en sú al­geng­asta og...
Lifir, hrærist og lærir í listinni
ViðtalHús & Hillbilly

Lif­ir, hrær­ist og lær­ir í list­inni

Ólöf Nor­dal var val­in borg­ar­lista­mað­ur Reykja­vík­ur og sýn­ir nú í Komp­unni, Al­þýðu­hús­inu á Siglu­firði.
Þrjár sjálfsævisögur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Þrjár sjálfsævi­sög­ur

Þor­vald­ur Gylfa­son fjall­ar um ævi­sög­ur þriggja ís­lenskra bræðra.
Féll tíu metra og varð fíkill
Fréttir

Féll tíu metra og varð fík­ill

Svan­ur Heið­ar Hauks­son hef­ur síð­ustu fjöru­tíu ár ver­ið kval­inn hvern ein­asta dag eft­ir að hann féll fram af hús­þaki. Flest sem gat brotn­að í lík­ama hans brotn­aði og við tók ára­löng dvöl á sjúkra­hús­um. Þeg­ar hann komst á fæt­ur leit­aði hann á náð­ir áfeng­is til að milda kval­irn­ar en eft­ir ára­langa drykkju tókst hon­um loks að losna und­an áfeng­is­böl­inu. Hann veit­ir nú öldr­uðu fólki með vímu­efna­vanda að­stoð og seg­ist ætla að sinna því með­an hann „held­ur heilsu“.