Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Veröld flóttafólks sýnd með myndum af drukknuðum flóttabörnum

Var­úð - með­fylgj­andi mynd­ir geta vak­ið óhug. Ís­land hef­ur lýst yf­ir að tek­ið verði á móti 50 flótta­mönn­um. Ótt­ast er að tvö hundruð flótta­menn hafi drukkn­að á Mið­jarð­ar­haf­inu í fyrrinótt. Stund­in ræð­ir við flótta­menn sem hafa reynt að kom­ast til Ís­lands.

Veröld flóttafólks sýnd með myndum af drukknuðum flóttabörnum
Reyndi að komast til Evrópu Sýrlensk-danski listamaðurinn Khaled Barakeh birti viðkomandi myndir af börnum, sem drukknuðu eftir að bátur sökk sem átti að flytja þau og fleiri frá Lýbíu til Evrópu. Mynd: Khaled Barakeh

Síðustu daga hafa hundruð flóttamanna drukknað í Miðjarðarhafi. Öll þeirra eru að reyna að komast framhjá sífellt harðnandi landamæragæslu Evrópu, mörg til að flýja stríð og örbirgð. Í gær birti listamaðurinn Khaled Barakeh ljósmyndir af dánum börnum sem hafði skolað á land eftir að bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu. „Frá gærnótt hafa meira en 80 Sýrlendingar og Palestínumenn drukknað í Miðjarðarhafinu nálægt Líbýuströndum við að reyna að ná til Evrópu,“ segir hann í lýsingu með myndunum. Talið er að í heild hafi um 200 manns drukknað.

Evrópsk yfirvöld hafa reynt að ásaka smyglara um dauðsföllin. Með því er átt við fólkið sem selur flóttamönnum far í bátunum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur meira að segja hvatt til þess að bátarnir verði eyðilagðir svo enginn geti lagt af stað í hættuförina yfir Miðjarðarhafið. Navid Nouri, flóttamaður frá Íran sem býr nú á Íslandi, er ósammála þessari nálgun. Hann fór frá Tyrklandi til Grikklands í bát árið 2008, en flestir flóttamenn fara þá leið inn í Evrópu. Hann segir fólk fara sjálfviljugt með smyglurunum því það eigi ekki annan kost. Í raun sé mesta hættan á ferðinni af evrópskum landamæravörðum.

Segir stafa hættu af strandgæslunni

„Ef gríska strandgæslan finnur þig í sjófærum bát þá þvinga þeir þig til að fara aftur til Tyrklands,“ segir Navid. „Smyglararnir kenna einum flóttamanninum að sigla í skiptum fyrir ódýrara far. Honum er sagt að stinga gat á bátinn þegar komið er á áfangastað, svo það sé ekki hægt að senda bátinn til baka.“ Þetta sé þó bara áreiðanlegt þegar fjölskyldur eru í bátunum. Viðhorf til einstæðra karla séu miskunnarlaus.

„Starfsmenn landamæragæslunnar reyna sjaldnast að eiga samskipti við fólkið til að athuga mögulega þörf þeirra á vernd“

„Vinur minn hefur reynt þrisvar eða fjórum sinnum að komast til Grikklands, en alltaf mistekist. Eitt skiptið var hann í gúmmíbát við fjórða mann og mætti strandgæslunni. Hún tók þá upp í skipið, rændi þá öllu sem þeir höfðu og setti þá aftur í bátinn – og stungu gat á hann. Einn þeirra þurfti að halda fyrir gatið meðan hinir réru aftur til Tyrklands. Það tók átta tíma.“
Human Rights Watch lýsti sambærilegum árásum strandgæslunnar í skýrslunni „Stuck in a revolving door“ árið 2008, og bætti þar við að „starfsmenn landamæragæslunnar reyna sjaldnast að eiga samskipti við fólkið til að athuga mögulega þörf þeirra á vernd“.

Hátt í þrjú þúsund drukknaðir

Navid segist hafa valið sjóleiðina því landleiðin er jafnvel verri. „Ef þeir grípa þig á landleiðinni taka þeir þig og fleygja þér strax til baka, án tillits til laga.“

Þetta ár hafa hátt í þrjúþúsund manns drukknað í „síki Evrópu“, eins og erlendir fjölmiðlar eru farnir að kalla Miðjarðarhafið. Líkurnar á að deyja í flóttamannabát eru hundraðþúsundfalt hærri en að deyja í flugslysi. Þrátt fyrir það fljúga aðeins örfáir flóttamenn til Evrópu, því þeir fá ekki vegabréfsáritanir og er því ekki hleypt um borð. En jafnvel ef þeim tekst að fá falsaða pappíra er leiðin ekki greið.

Einn hinna drukknuðu
Einn hinna drukknuðu

Sendur aftur frá Íslandi

Gazabúinn Ramez Rassas fékk til dæmis falsaða vegabréfsáritun árið 2009. Þegar hann komst úr herkvínni í Gaza og til Evrópu sótti hann um hæli í Noregi. Þar fékk hann þó ekki vernd heldur brottvísunarskipun, enda var stefna norskra yfirvalda gagnvart Palestínumönnum að veita þeim ekki hæli. Í stað þess að bíða brottvísunar fór Ramez til Íslands. Ísland sendi hann aftur til Noregs í fyrravor á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Nokkrum vikum síðar var hann aftur kominn til Gaza. Svo byrjaði stríð. Hann reynir nú að komast aftur til Evrópu – í þetta skipti með bát.

Ísland leit ekki á mig sem manneskju

„Ef ég kemst yfir hafið hef ég tækifæri til að hefja nýtt og öruggt líf,“ segir hann mér í netspjalli. „Auðvitað er ég hræddur. En ef þú lifir á stað eins og þessum er valið milli dauða og flótta.“ Málsmeðferð Ramez á Íslandi og í Noregi veldur honum mikilli biturð. „Yfirvöldum á Íslandi var alveg sama um söguna mína. Ég var bara Dyflinnar-tilfelli og átti að fara til Noregs. Það skipti engu máli fyrir þau hvernig ég slapp frá Gaza, hvaða hættur ég lagði á mig til að komast til Evrópu. Ísland leit ekki á mig sem manneskju, lét sig engu varða hvað Noregur gerði við mig.“

Líkpokar
Líkpokar Talið er að um tvö hundruð hafi drukknað í fyrrinótt.

„Þau drukknuðu öll“

Þegar Ramez kemst frá Gaza tekur við ógnvænlegt ferðalag. Navid segir að óttinn og ímyndunin um sjóferðina á Miðjarðarhafi komist ekki nærri upplifuninni. „Ég vissi alltaf að það er hættulegt að fara yfir. En það er eitt að heyra það, annað að prófa það. Hópurinn sem fór á undan okkur fór í góðu veðri. Þess vegna ákváðu þau að senda fjölskyldurnar, en við einhleypingarnir urðum eftir. Þau drukknuðu öll. Þau héldu að það væri í lagi en þau drukknuðu öll. Við hefðum átt að fara með þeim báti, einhleypu strákarnir.“

Þrátt fyrir hætturnar er Ramez samt ákveðinn að fara um leið og færi gefst. „Gaza er fangelsi. Jafnvel þótt nú sé ekki stríð, þá höfum við ekkert líf, engan frið, ekkert frelsi, ekkert. Sýrlenskt fólk getur flúið sitt stríð. Við erum föst.“

Viðbrögð Evrópu við komu flóttamanna hafa verið að reyna að hægja á henni. Það hefur ekki virkað. Örvænting og ákveðni fólksins sem kemur er of mikil. Sama hve hættuleg leiðin hefur verið gerð, þá hafa flóttamenn samt áfram reynt við hana, fleiri og fleiri með hverju árinu. Þar til stefnubreyting á sér stað verður ferðin til Evrópu áfram háskaför. Þangað til mun líkum barna áfram skola á strendur Miðjarðarhafsins.

Ísland taki á móti 50 flóttamönnum

Íslensk yfirvöld lýstu því yfir gagnvart ráðherraráði Evrópusambandsins í Brussel í júlí að þau hyggðust taka á móti 50 flóttamönnum á þessu og næsta ári, að gefnu samþykki Alþingis. Í yfirlýsingu stjórnvalda var vitnað í Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra: „Þær þjóðir sem geta verða að axla ábyrgð og gera sitt til að létta á vand­an­um.“

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem krafist er þess að Ísland taki við fimm þúsund flóttamönnum. Rúmlega þrjú þúsund hafa gengið í hópinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár