Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Vélhjólagengin snúa aftur á Íslandi

Stærstu og al­ræmd­ustu vél­hjóla­sam­tök í heimi, Hells Ang­els, Outlaws og Bandidos, sækja nú í sig veðr­ið hér á landi. Flest þeirra hafa far­ið huldu höfði eft­ir um­fangs­mikl­ar að­gerð­ir lög­reglu á und­an­förn­um ár­um sem hafa beinst gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Nú virð­ist breyt­ing þar á.

Stærstu og al­ræmd­ustu vél­hjóla­sam­tök í heimi, Hells Ang­els, Outlaws og Bandidos, sækja nú í sig veðr­ið hér á landi. Flest þeirra hafa far­ið huldu höfði eft­ir um­fangs­mikl­ar að­gerð­ir lög­reglu á und­an­förn­um ár­um sem hafa beinst gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Nú virð­ist breyt­ing þar á.

Vélhjólaklúbbur í Garðabæ stefnir á að gerast fullgildur meðlimur hinna alræmdu Bandidos-samtaka. Ef aðildarviðræðurnar ganga eftir þá eru þrenn stærstu og þekktustu vélhjólasamtök í heimi í fullri starfsemi hér á landi. Nokkur ár eru frá því Hells Angels og Outlaws komu hingað til lands með samruna við íslenska vélhjólaklúbba. Klúbbarnir eru svokallaðir „1%“ klúbbar eða útlagaklúbbar en úti um allan heim eru Hells Angels, Outlaws og Bandidos álitin skipulögð glæpasamtök og er náið fylgst með þeim af yfirvöldum. Þar er Ísland engin undantekning en eftir nokkurs konar millibilsástand hér á landi er nú reynt að blása lífi í klúbbana ný. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að yfirvöld hér landi hafi lagt mikla áherslu á að uppræta gengin strax í fæðingu: „Tilgangurinn hefur að mörgu leyti helgað meðalið og afskipti og rassíur lögreglu af þeim sem hugsanlega tengjast gengjunum verið á mörkunum að vera innan laga og réttinda borgaranna.“

Mikil spenna er í þessum undirheimi Íslands en lítil ást er á milli umræddra vélhjólasamtaka. Þá blæs alveg sérstaklega köldu á milli Hells Angels og væntanlegra meðlima Bandidos hér á landi.

Stundin greindi frá því á dögunum að íslenskt vélhjólagengi æki nú undir merkjum Bad Breed MC en klúbburinn er yfirlýstur stuðningsaðili hinna alræmdu glæpasamtaka Bandidos. Bad Breed MC á rætur sínar að rekja til Stokkhólms í Svíþjóð og var klúbburinn stofnaður árið 2014. Það var síðan í mars á þessu ári sem Bandidos í Svíþjóð héldu sérstaka veislu til heiðurs Bad Breed MC þar sem klúbburinn var formlega staðfestur sem einn af stuðningsklúbbum samtakanna. Íslenski klúbburinn var stofnaður í sumar og hafa hlutirnir þróast nokkuð hratt síðan þá en líkt og Stundin greindi frá þá er þetta fyrsti Bad Breed MC-klúbburinn sem stofnaður er utan Svíþjóðar.

Stóðu ekki við sitt gagnvart Hells Angels

Athygli vekur að Bad Breed MC Iceland er með aðstöðu á sama stað í Garðabæ og annar klúbbur sem komst í fjölmiðla hér á landi fyrir fáeinum árum. Sá klúbbur hét Devils Choice og var yfirlýstur stuðningsklúbbur Hells Angels. Meðlimir klúbbsins byrjuðu sem Hog Riders en eftir inntökuferli lögðu þeir niður það nafn og tóku upp nafnið Devils Choice. Sá klúbbur varð hins vegar ekki langlífur en honum var lokað fyrir rúmu ári síðan og komu meðlimir Hells Angels á Íslandi að því. Sökuðu meðlimir Hells Angels meðlimi Devils Choice hér á landi að „standa ekki við sitt“ gagnvart samtökunum og voru því allar merkingar tengdar Devils Choice og Hells Angels fjarlægðar úr klúbbhúsinu í Garðabæ. Heimildarmaður Stundarinnar úr röðum Hells Angels segir að meðlimir Devils Choice hér á landi hafi bara „langað til að vera eitthvað. Þeir rifu síðan bara kjaft og voru með endalausan hroka og stæla þannig að það var bara farið og merkin tekin af þeim og allt klúbbatengt.“

„Um var að ræða fjórar byssur, þar af eina afsagaða haglabyssu, um fimmtíu hnífa, skotfæri og hnúajárn.“

En fyrrum meðlimir Devils Choice virðast ekki hafa gefist upp á því að koma á fót tengingu við alþjóðleg glæpasamtök því farið var af stað með þá hugmynd að stofna nýjan klúbb og voru Íslendingarnir í viðræðum við Svía. Þeir sænsku stefndu þá ótrauðir á það að verða stuðningsklúbbur Bandidos sem varð síðan raunin í mars á þessu ári eins og áður segir. Útlit er fyrir að meðlimir Bad Breed MC Iceland stefni á að gerast fullgildir meðlimir Bandidos en það á eftir að taka einhvern tíma, mögulega einhver ár ef litið er á forsögu margra klúbba sem síðar hafa sameinast samtökum á borð við Bandidos.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

631. spurningaþraut: Bach, Hafdís Hrönn, Guðrún Helga ... og margt fleira
Þrautir10 af öllu tagi

631. spurn­inga­þraut: Bach, Haf­dís Hrönn, Guð­rún Helga ... og margt fleira

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an sem hér má sjá að of­an þeg­ar hún var á barns­aldri? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Dom­inic Cumm­ings — hver er það nú aft­ur? 2.  Johann Sebastian Bach var lengst af starfsævi sinni org­an­isti í ... hvaða borg? 3.  Hann samdi röð af konsert­um sem kennd­ir eru við ... hvaða stað í Þýskalandi? 4.  Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir...
„Eitt andartak glitti í svona litrík heimsslit“
Menning

„Eitt and­ar­tak glitti í svona lit­rík heimsslit“

Hversu samdauna er­um við orð­in aug­lýs­ing­um í al­manna­rými? Marg­ir héldu að aug­lýs­inga­skilti borg­ar­inn­ar væru bil­uð, en það reynd­ist vera Upp­lausn, lista­sýn­ing Hrafn­kels Sig­urðs­son­ar. Fyr­ir suma var sýn­ing­in „frí“ frá stans­lausri sölu­mennsku. Fyr­ir aðra áminn­ing um hversu ná­lægt við er­um brún­inni.
Utan klefans: Um vináttu og vinaleysi karlmanna
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Ár byrjandans
Birnir Jón Sigurðsson
Pistill

Birnir Jón Sigurðsson

Ár byrj­and­ans

Í ár ætla ég að stinga mér í allt sem ég tek mér fyr­ir hend­ur, sama hversu góð­ur, ör­ugg­ur eða óör­ugg­ur ég er í því.
Blæbrigðamunur á reglum um sóttkví og einangrun
Úttekt

Blæ­brigða­mun­ur á regl­um um sótt­kví og ein­angr­un

Eft­ir breyt­ing­ar á lengd ein­angr­un­ar og mild­un reglna um sótt­kví hér á landi eru sótt­varn­ar­að­gerð­ir orðn­ar lík­ari því sem tíðk­ast á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Ekki er eðl­is­mun­ur á þeim regl­um sem gilda milli land­anna en ein­hver blæ­brigða­mun­ur þó.
630. spurningaþraut: Fræg tvíeyki, um þau er nú spurt
Þrautir10 af öllu tagi

630. spurn­inga­þraut: Fræg tví­eyki, um þau er nú spurt

Þar sem núm­er þraut­ar end­ar á núlli, þá er spurt um fræg tví­eyki af öllu mögu­legu tagi. Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða tví­eyki er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Tommi og ... 2.  Gil­bert og ... 3.  Batman og ... 4.  Barbie og ... 5.  Bald­ur og ... 6.  Fred Astaire og ... 7.  Mario og ... 8.  Simon...
Sannar sögur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Sann­ar sög­ur

Það er óþarfi að ýkja ef efn­ið er nógu safa­ríkt.
Ráð fyrir Pútin og Biden? Leiðtogar Wari-manna héldu frið með ofskynjunarlyfjum
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Ráð fyr­ir Pút­in og Biden? Leið­tog­ar Wari-manna héldu frið með of­skynj­un­ar­lyfj­um

Fyr­ir tutt­ugu ár­um eða svo hefðu menn lát­ið sér tvisvar að aft­ur væri runn­in upp sú tíð að leið­tog­ar Banda­ríkj­anna og Rúss­lands kæmu sam­an á fund­um til að frið­mæl­ast og minnka hættu á hern­að­ar­átök­um. Því um alda­mót­in 2000 eimdi enn eft­ir af þeirri trú að „end­ir sög­unn­ar“ væri í upp­sigl­ingu, vest­rænt lýð­ræði hefði sigr­að heim­inn og ekki yrði aft­ur snú­ið,...
Hvað á að segja um svona trú?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Hvað á að segja um svona trú?

Af hverju trúði fólk því sem gekk svo aug­ljós­lega gegn hags­mun­um þess sjálfs? spyr Ill­ugi Jök­uls­son
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
629. spurningaþraut: Tvær vikur frá áramótum og vér spyrjum!
Þrautir10 af öllu tagi

629. spurn­inga­þraut: Tvær vik­ur frá ára­mót­um og vér spyrj­um!

Fyrri auka­spurn­ing: Hér að of­an má sjá syngj­andi kú­reka í sjón­varps­þátt­un­um Rawhi­de ein­hvern tíma á ár­un­um 1960-1965. Hvað heit­ir leik­ar­inn sem lék söng­fugl þenn­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var, sam­kvæmt frá­sögn Land­námu, fyrsti land­náms­mað­ur­inn í Reykja­vík? 2.  Ár­ið 2012 komu til sögu fjög­ur fyr­ir­bæri sem nefnd voru eft­ir þeim Bríeti, Katrínu, Guð­rúnu og Þór­unni. Hvaða fyr­ir­bæri voru þetta? 3.  Sara...