Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Framlög til heilbrigðismála fjarri því að mæta kröfu 86 þúsund landsmanna þótt byggingarkostnaður nýs spítala teljist með

86 þúsund manns kröfðust þess að útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu fyrir kosningar. Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eru fjarri því að koma til móts við þá áskorun. Stór hluti útgjaldaaukningarinnar til heilbrigðismála er vegna byggingar nýs Landspítala.

Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála munu aukast úr 7 prósentum af vergri landsframleiðslu upp í 7,85 prósent á síðasta fjárlagaári ríkisstjórnarinnar ef fjármálaáætlun hennar gengur eftir. 

Þetta er niðurstaðan þegar útgjaldarammi heilbrigðismála er borinn saman við hagvaxtarspár Hagstofunnar sem fjármálaáætlunin byggir á. 

Skömmu fyrir kosningar skrifuðu um 86 þúsund manns undir áskorun Kára Stefánssonar þess efnis að útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu. Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eru órafjarri því að uppfylla slíka kröfu. Samkvæmt fjármálaáætluninni verður hlutfallið 7,85 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 og 7,95 prósent árið 2022.

Framlög til sjúkrahúsþjónustu munu aukast um 7,3 milljarða króna yfir tímabilið ef frá eru talin framlög vegna byggingar nýs Landspítala. Aukningin er hins vegar 16 milljarðar þegar bygging spítalans er tekin með í reikninginn.

Í fjárlögum ársins 2017 var gert ráð fyrir 177,7 milljörðum til heilbrigðismála eða um 7 prósentum af vergri landsframleiðslu. Að því er fram kemur í greinargerð fjármálaáætlunarinnar munu þó allt í allt renna 188 milljarðar til heilbrigðismála á árinu sé miðað við liðina sjúkrahúsþjónusta, heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta og lyf og lækningarvörur

Þegar Fréttatíminn fjallaði um afstöðu stjórnmálaflokka til heilbrigðisútgjalda skömmu fyrir kosningar kom fram að Viðreisn vildi stórauka árleg útgjöld til heilbrigðismála og að þau yrðu 220 til 260 milljarðar árið 2020. Þetta rímar illa við fjármálaáætlunina, en þar er gert ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðismála nemi aðeins 211 milljörðum árið 2020. 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins