Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Uppgjör sérstaks saksóknara

Ólaf­ur Þór Hauks­son tal­ar um starf­ið sem eng­inn vildi, lær­dóm­ana, dóm­ana, mál­in sem hann sleppti og hvers vegna dæmd­ir menn í efna­hags­brot­um vegna hruns­ins sýna ekki iðr­un.

 „Þetta er búið að vera heilmikið ferðalag,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sem tók að sér það verkefni að stýra rannsóknum á mögulegum efnahagsbrotum í íslenska bankahruninu þegar enginn annar vildi það. 

Um áramótin lauk formlega starfi Embættis sérstaks saksóknara. Á þeim árum sem eru liðin hefur hann fengið á sig harða gagnrýni, en eins og staðan er við endalok embættisins hafa starfsmenn sérstaks saksóknara náð fram sakfellingu yfir 90% sakborninga fyrir Hæstarétti. Málsvörn dæmdra bankamanna, sem voru áður þjóðhetjur á Íslandi en sitja nú í fangelsi, heldur hins vegar áfram úti í samfélaginu og í fjölmiðlum.

IÐRUNIN

Dæmdir en iðrast ekki

Munurinn á Embætti sérstaks saksóknara og þeirra sem embættið saksækir kristallast strax í skorti á glæsibifreiðum á bílastæðinu utan við skrifstofur saksóknara. Tekjumöguleikarnir hjá saksóknaraembættinu eru ekki viðlíka og hjá bönkunum sem þeir hafa rannsakað. Það kann að vera ein ástæðan fyrir því að erfitt var að ráða í starfið sem Ólafur Þór tók að sér árið 2009.

Þar sem Ólafur lýsir aðdragandanum að stofnun Embættis sérstaks saksóknara hringir síminn. Hann hlustar á þann sem hringir. „Yes sir,“ segir hann og fljótlega heyrist áhyggjutónn í röddinni. Þetta er bifvélavirki að hringja með fréttir af bilanagreiningu á Subaru-bifreið Ólafs frá hrunárinu 2008.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár